Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 103
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 103
úlfur, úlfur
í Pacheco í argentínu er byrjað að setja saman nýjan
volkswagen pallbíl, amarok, bíl sem ætlað er að keppa
við toyota Hilux og nissan navarra. byrjað verður að
selja hann í suður- og mið-ameríku nú í mars. í sumar
bætist Evrópa og rússland við, afríka, Ástralía og
asíumarkaðarnir seinna á árinu. volkswagen reiknar með
að selja um 100 þúsund amarok bíla á ári.
bíllinn kemur með tveggja lítra dísilvél, sem er annaðhvort
122 hestafla eða með tveimur túrbínum og þá 163 hross.
Eyðslan samkvæmt Evrópustaðli er um 8 lítrar á hund-
raðið í blönduðum akstri. Harla gott, en hann kemst meira
en 1000 kílómetra á 80 lítra tanki. nafnið amarok þýðir
úlfur á máli Grænlendinga.
kynslóð númer Tvö
Á þeim sjö árum, sem Porsche Cayenne hefur verið í fram-
leiðslu, er eintakafjöldinn orðinn 170.000 bílar. Það hefur gert
þennan jeppa að mest selda Porsche-bílnum. nú í júní verður
önnur kynslóð af bílnum kynnt. að stærð verður hún mjög
svipuð fyrri bílnum en léttari. verkfræðingunum hefur tekist að
létta hann um 200 kíló. 63 kg spöruðust í fjórhjóladrifinu, 66
kg í fjöðruninni sem er nú að mestu úr áli. skrokkurinn er 111
kílóum léttari, rafkerfið 10 kílóum. samt er bíllinn tvö tonn og
65 kíló í s-útfærslunni. boðið verður upp á sex vélar, v6 og
296 hestöfl er sú minnsta, og upp í túrbóútgáfu sem er um
500 hestar. kína er núna stærsti markaðurinn fyrir Cayenne,
þúsund bílar seljast þar á mánuði.
kölT kar
morris er málið. Það var fyrir 52 árum, 1958, sem fram-
leiðsla hófst á Hindustan ambassador á indlandi. Hann
er enn framleiddur og nýtur mikilla vinsælda, enda „the
king of indian roads“. Ári áður en framleiðslu bílsins var
hætt í bretlandi voru tæki og tól morris oxford bílsins
flutt til indlands. bíllinn þykir henta vel fyrir indverska
vegi, mjög einfaldur en sterkur undirvagn. vélarnar eru í
raun það eina sem hefur breyst á þessum rúmum fimm-
tíu árum, þær eru nútímalegar og koma frá isuzu, 50
hestafla dísilrokkur og 75 hestafla bensínvél.
stýrisbúnaður er óbreyttur og bíllinn er talinn hættulegur
ef maður fer yfir hundraðið í hraða.
Bílar