Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 8

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis. – hefur vaxið og dafnað á 25 ára starfstíma sínum KJARNAFÆÐI Fyrirtækið Kjarnafæði fagnaði fyrr á þessu ári 25 ára afmæli sínu en það var stofnað í mars árið 1985 af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því bræðurnir hófu fram leiðslu á pítsum og hrásalati í litlu húsnæði hefur starf­seminni vaxið fiskur um hrygg, framleiðslan er afar fjölbreytt og fer fram víða um land og starfsfólkið er um 120 talsins. Miklar annir hafa sett svip sinn á starfsemina vikurnar fyrir jól, líkt og búast má við hjá svo öflugu fyrirtæki í framleiðslu matvara. „Hér hefur allt verið á fullu undanfarnar vikur, við byrjum að undir ­ búa jólatörnina í lok október og svo stigmagnast þetta eftir því sem nær dregur jólum,“ segir Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarna fæðis. Mikil sala er jafnan á hangikjöti, hamborgarhrygg og öðru hefðbundnu jólakjöti og þá er einnig mikið um að vera við að útbúa jólagjafakörfur þar sem finna má margvísleg matvæli sem tengj ast jólahaldi. Jólagjafir sem koma sér vel „Við tókum eftir því strax og kreppan skall á að eftirspurnin óx mikið og sala á jólagjafakörfum frá okkur jókst verulega og hefur farið vaxandi. Það er greinilegt að fyrirtæki leggja nú áherslu á að gefa starfsfólki sínu eitthvað nytsamlegt og þá koma körfur af þessu Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis, segir að eftir að kreppan skall á hafi sala á jólagjafakörfum frá fyrirtækinu aukist umtalsvert. Greini­ legt sé að fyrirtæki vilji gefa starfs fólki sínu jólagjafir sem komi að gagni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.