Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 16

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 16
16 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Delicatessen Annálaðar Osta og sælkera körfur, tilvalin gjöf fyrir vandláta. Erum byrjuð að taka á móti pöntunum fyrir jólin í síma 562 2772 Fyrst þetta ... Vígdís Guðmundsdóttir, stofnandi disdis, Svava Huld Þórðardóttir, stofnandi Hagsýnar, Katrín Sylvía Símonardóttir, stofnandi Kasý, og Eyþór Ívar Jónsson. EYÞÓR ÍVAR MEÐ TÓNLISTARDISK Óvæntur leikur: Eyþóri Ívari Jónssyni, framkvæmdastjóra Klaks – Nýsköpunar mið stöðvar atvinnulífsins, er margt til lista lagt. Hann er þekktur fyrir að vera með mörg járn í eldinum á sama tíma. Hann er framkvæmdastjóri, doktor í hagfræði, rithöfundur, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, ritstjóri, frumkvöðull, ráðgjafi, rannsóknarstjóri – og auðvitað helsti baráttumaður sprota fyrirtækja á Íslandi. Þegar hann bauð til útgáfuteitis á dögunum héldu flestir að hann væri að gefa út nýja bók um nýsköpun og frumkvöðla. En viti menn; hann kynnti nýjan tónlistardisk eftir sig. Hann syngur og semur öll lögin á disknum og textarnir eru sömuleiðis eftir hann. Diskurinn heitir There are worse dreams than this og vann Eyþór hann í samstarfi við tónlistarmanninn Ómar Guð jóns son. Ferilskráin er löng hjá Eyþóri og núna bætast titlarnir lagahöfundur og tónlistarmaður við. Vel gert Eyþór. Ómar Guðjónsson tónlistarmaður og Eyþór Ívar Jónsson. Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF og Elite á Íslandi, og Eyþór Ívar Jónsson. Viggó Ásgeirsson og Ásgeir Ásgeirsson hjá Meniga og Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks, mættu í útgáfuteitið.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.