Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 28

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Vantar fólk Davíð Lúðvíksson hjá Samtökum iðnaðarins segir að skortur á mann afla hamli vexti þrátt fyrir atvinnuleysi. Þó bæti úr að fyrirtæki eins og CCP hafi byrjað að flytja inn sérmenntað fólk. Útflutningstekjur upp á 11,5 milljarða eru 2-3 prósent af því sem lands menn afla með útflutningi. Leikir eru með öðrum orð um um talsverð útflutningsgrein þótt ekki skáki þeir fiski og áli. Reiknað hefur verið út að stóriðjan skilji eftir um 70 milljarða á ári. Leikjagerðin er þó frábrugðin mörgum öðrum iðngreinum í því að viðbótarkostnaður við hvern nýjan viðskiptavin er nær enginn. Hafi menn á annað borð komið leiknum á koppinn getur hann með vin sældum skilað miklum tekjum. Málið er að falla á rétta syllu þegar menn velja sér viðfangsefni. Það kemur á óvart í samtölum við stjórnendur leikjafyrirtækjanna að gjald eyrishöftin eru til meiri vandræða í utanríkisviðskiptum en ætla mætti. Höftin eru hugsuð til að hindra fjárflótta úr landi og gengis fall vegna vantrúar á krónuna. Genginu er haldið uppi með takmörkunum á flutningi fjár úr landi en höftin virðast virka í báðar áttir þótt svo eigi ekki að vera. Sam kvæmt upplýsingum frá Seðlabanka eiga engin formleg höft að vera á flutningi gjaldeyris til landsins og rafrænum greiðsl um. Höft í báðar áttir Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna verða hins vegar áþreif- anlega varir við stirðleika og vantrú erlendis vegna gjaldeyris- haft anna. Fjárfestar forðast landið af ótta við að fé þeirra lokist inni og greiðslumiðlanir halda að ekki megi senda peninga rafrænt til Íslands. „Þetta kemur auðvitað illa við leikjafyrirtækin því þau fá sínar tekjur nær undantekningarlaust í gjaldeyri,“ segir Jónas Björgvin Antons son hjá Gogogic. Rafræn greiðslukerfi eins og til dæmis PayPal virka ekki. Þó er al gengast að nota PayPal á lágar upphæðir eins og áskrift að leikjum. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, sem er lang- stærsta fyrirtækið í greininni, tekur undir þetta: „Gjald eyrishöftin eru hræðileg að öllu leyti og draga verulegan mátt úr út flutn- ings fyrirtækjum á marga vegu,“ segir Hilmar. „Tjónið sem þetta hefur valdið verður líklega aldrei metið að fullu.“ Hjá Samtökum iðnaðarins er einnig fullyrt að gjaldeyrishöftin ásamt skorti á sérhæfðu starfsfólki dragi helst úr vaxtarmöguleikum hjá fram leiðendum leikjanna. CCP er skammstöfun fyrir „Crowd Control Productions“ og vísar til þess að fyrirtækið fæst við fjölþátttökuleiki. Þetta er fyrirtæki sem malar gull. Það var með um 6,8 milljarða í tekjur á síðasta ári og yfir 800 milljónir í hagnað. Þetta var í upphafi draumur nokkurra ungra manna árið 1997 og þeir gáfust ekki upp. Upphaflega voru það Reynir Harðarson, Ívar Kristj ánsson og Þórólfur Beck sem hófu þessa vinnu við EVE-Online. Undirbúningur tók fjögur ár. Það þurfti að hanna leikinn og það þurfti að afla fjár til vinnunnar meðan tekjur voru engar. Það kemur á óvart í samtölum við stjórnendur leikjafyrirtækjanna að gjaldeyrishöftin eru til meiri vandræða í utanríkisviðskiptum en ætla mætti. Höftin eru hugsuð til að hindra fjárflótta úr landi og gengisfall vegna vantrúar á krónuna. Sagan á bak við CCP hófst fyrir um tólf árum þegar hugmynd kviknaði um að búa til tölvuleik á netinu þar sem margir spil­ uðu saman um langan tíma. Fjöldi þátttakenda væri ótak mark­ aður og leiknum þyrfti aldrei að ljúka. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. EVE-ONLINE MALAR GULL N E T L E I K I R

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.