Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Núna eru starfsmenn í kringum 35 og auglýsingagerðin hefur vikið að mestu úr starfseminni en þróun, hönnun og sala á leikjum í eigin nafni og fyrir aðra er aðalverkefnið. Draumurinn er mögulega að rætast. Það er rífandi gangur hjá Gogogic. Umsvifin, í það minnsta mæld í mannafla, hafa meira en þrefaldast frá bankahruninu. Jónas segir að Gogogic hafi aldrei eytt miklu fé í að endurbyggja hús­ næði og koma sér fyrir. Oftast hafi verið reynt að nýta það sem var nýtilegt frá öðrum. Fyrirtækið þarf heldur ekki annað en tölvur, borð og stóla og umfram allt góðar tengingar. Og heiti fyrirtækisins er bara tilbúningur: Það er auðvelt að muna sam stöfur eins og „go“ og „gogo“ og Gogogic var röð bókstafa sem eng­ inn hafði notað áður. Esjan er lúxus Gogogic hóf starfsemi á vörulofti í Fákafeni árið 2006 og flutti svo á annað vöruloft við Hverfisgötu. Þar sigu gólfin ef margir komu í heimsókn. Síðan tók loftið í Brautarholti við og það var notað á meðan húsrúm leyfði. Þrengsli og aðstöðuleysi þar urðu til þess að leitað var að nýju húsnæði í ár. Pláss var á lausu í Kauphallar bygg ingunni og þangað var flutt í haust. „Það er tímanna tákn að við getum flutt inn í svona húsnæði án þess að það brjóti í bága við stefnu okkar um sparsemi,“ segir Jónas. Og í Kaup­ höllinni geta starfsmenn Gogogic leyft sér sama lúxusinn og þeir hafa notið á öðrum stöðum í sögu fyrirtækisins: Það er útsýni til Esjunnar. „Það er vanmetin flóttaleið í vinnunni að geta snúið sér að glugg­ anum og horft á fallegt útsýni,“ segir Jónas. En Jónas segir að fyrirtækið sé enn sproti. Það er í vexti og þróun og er að hasla sér völl á markaði þar sem margir eru um hituna. Þess vegna segir Jónas enn sem fyrr: „Talaðu við mig eftir tvö ár!“ Enginn veit hver framtíðin verður og það er kannski fyrst núna sem reynir á fyrir alvöru. Heilbrigðara umhverfi Um stöðuna núna segir Jónas að fyrirtækið sé komið vel á veg í átt að upphaflegu markmiði. „Við erum ekki komin fyrir vind enn,“ segir Jónas, „en þetta lítur ágætlega út og við getum nú látið reyna á hvort okkur tekst það sem við ætluðum að gera í upphafi. Umhverfið er heilbrigðara en það var og það er vöxtur í greininni.“ Jónas segir að bankahrunið fyrir tveimur árum hafi breytt miklu fyrir fyrirtækið. Fram að því var varla hægt að sækja á erlendan markað vegna þess hve hátt gengi krónunnar stóð. Með falli gjald miðil sins hefur þetta breyst og nú segir Jónas að nær 100 prósent af tekjun um komi að utan í beinhörðum gjaldeyri. Annað hefur ekki breyst mjög mikið. Það er t.d. ekki atvinnuleysi meðal tölvunarfræðinga. Jónas segir að það sé allt annað en auðvelt að finna hæft starfsfólk í þessari sérhæfðu grein. Áður var talað um að bankarnir hefðu í ofvexti sínum sogað til sín fólkið úr tölvugeiranum og sprengt upp launin. Það kann að vera rétt en Jónas segir að fólk hafi ekki streymt út úr bönkunum eftir hrun. „Hugsanlega eru bankarnir enn of stórir og þar situr enn fólk sem á eftir að koma út á vinnumarkaðinn,“ segir Jónas. Sjálfsaflafé Lánamarkaðurinn er lítið breyttur fyrir fyrirtæki eins og Gogogic. Fyrir tveimur árum lifði Gogogic mest af sjálfsaflafé auk þess sem nokkrir áhugasamir fjárfestar höfðu lagt fram. Um bankalán var ekki að ræða og allra síst á þeim ofurvöxtum sem þá voru. „Fyrirtækið hefur haft eigin tekjur frá fyrstu stundu og reynir að vera sjálfbært núna eins og það hefur alltaf verið,“ segir Jónas. Á sínum tíma var þeim hjá Gogogic bent á að þeir færu rangt að öllu. Engin leið væri að byggja upp fyrirtæki án lánsfjár og sterkra fjárfesta. En þeir ákváðu að fara hina leiðina; það er að byggja starfsemina upp með eigin tekjum. Innan fyrirtækis var þekking til að vinna á fleiri sviðum en bara að gerð tölvuleikja. Í fyrstu komu því tekjurnar af uppsetningu vefsíðna og gerð auglýsingaborða og annarra aug­ lýsinga fyrir netið. „Núna tökum við aðeins að okkur auglýsingagerð ef verkefnið er mjög spennandi og ekki hægt að segja nei,“ segir Jónas. Síðustu tvö árin hefur starfsemin smátt og smátt færst að fullu yfir á það svið sem upphaflega átti að vera vettvangur Gogogic: Að þróa aðgengi­ lega og létta fjölspilunarleiki. Fjölspilunarleikir Og nú nálgumst við heim tölvuleikjanna. Þetta er menningarheimur sem fylgir nýjum kynslóðum; mjög fjölbreyttur heimur með mörg um syllum þar sem hægt er að koma nýjum sprotum fyrir. Gogogic hefur fundið sér eina syllu. Fjölspilunarleikir eru meðal annars leiknir á netinu. Yfirleitt er aðgangur seldur í áskrift og spilarar keppa sín á milli um árangur. Fræg astur slíkra leikja á Íslandi er EVE Online sem CCP hefur haldið úti um árabil við vaxandi vinsældir. Áskrifendur þar eru nú fleiri en landsmenn eða eitthvað á fjórða hundrað þúsund og þeim fjölgar, ólíkt landsmönnum. Jónas segir að vinsældir EVE Online hafi verið mikilvæg kynning fyrir önnur íslensk leikjafyrirtæki. „Þessi leikur er langvinsælasti íslenski leik­ urinn og hefur borið orðstír íslenskra leikjasmiða um allan heim,“ segir Jónas. Snjallsímar eins og iPhone og lesskjáir eins og iPad njóta nú þegar gífurlegra vinsælda. Þar hefur orðið bylting og enginn veit hver þróunin verður. En þegar tæknin er fyrir hendi fylgir afþreying eins og leikir á eftir. N E T L E I K I R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.