Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 33

Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 33 Vantaði dúkkulísuvef Dúkkulísuleikir eru stafræn útgáfa af gömlu dúkkulísunum sem klipptar voru út með skærum og nutu vinsælda áratugum saman. Nú hefur vefur­ inn leyst pappír og skæri af hólmi. Ekkert fjármagn þarf til að koma svona vef upp og hann hefur aldrei verið auglýstur sérstaklega. Árið 2000 keypti Inga María lén og hefur borgað fyrir hýsingu eftir það. „Ég eyddi engu í hýsingu og forrit fyrstu tvö árin,“ segir Inga María. „Hins vegar tekur þetta hrikalega mikinn tíma, sérstaklega að byrja eins og ég gerði án nokkurrar þekkingar á forritun eða vefsmíði.“ Milljónir líta inn Dress Up Games er tenglavefur. Aðgangur er að ótal síðum í gegn um vefinn sem er eins konar miðstöð fyrir áhugafólk um dúkku lísur. Núna koma milljónir notenda inn á vefinn á mánuði. Um helgar í haust hafa flettingar farið yfir milljón á dag. Umferð um vefinn byggist nú fyrst og fremst á því að stór hópur þekkir hann og hann kemur upp í gegnum leitarvélar eins og Google. Í fyrstu var vefurinn kynntur á öðrum síðum og Inga María segir að það hafi hjálpað mikið í byrjun. „Það er mikil umferð gegnum vefinn og síðueigendum þykir eðli­ lega mikill fengur að því að fá sína tengla þarna inn,“ segir hún. „Ég hef í mörg ár haft það þannig að það er mjög auðvelt að sækja um að koma leik á síðuna. Fyrstu árin voru það mest lesendur sem sendu mér ábendingar um leiki en núna eru það svo til eingöngu eigendur leikjavefja sem vilja koma sínu efni að.“ Inga María á einnig sína eigin leiki á síðunni en forritar þá ekki sjálf. „Þegar ég panta leiki þá er það allt frá því að panta ákveðið þema yfir í að ákveða öll föt og heildarútlit leiksins,“ segir Inga María. „Þannig að ég kem alltaf að einhverju leyti að hönnun leikj anna og birti að meðaltali nýjan leik frá mér tvisvar í mánuði.“ Vefurinn auglýsir sig sjálfur að nokkru í gegnum leitarorð sem líklegt er að fólk noti þegar það leitar uppi nýja afþreyingu á netinu. „Ég reyni að missa mig ekki mikið í leitarorðafræðin,“ segir Inga María. „Held að það geti orðið hálfgerð árátta hjá fólki. Auðvitað reynir maður samt alltaf að nota lýsandi titla, bæði fyrir notendur og leitar­ vélarnar.“ Eini starfsmaðurinn Inga María er eini starfsmaður Dress Up Games en kaupir þá þjón­ ustu sem hún sinnir ekki sjálf. „Hingað til hef ég eingöngu keypt vinnu að utan og hef í gegnum það komist í kynni við fólk frá öllum heimsálfum,“ segir Inga María. „Mér er í raun alveg sama hvar fólk er í heiminum ef vinnan er góð.“ Sjálf er hún ekki lærð í forritun. „Ég lærði HTML þegar ég var að byrja og hef svo lært annað sem ég þarf eftir hendinni,“ segir hún. Hún segist ómögulega geta áætlað vinnutímann því vinnudagurinn sé ekki alltaf heill og óslitinn. „Ég get verið að hlaupa í eitthvað frá morgni til kvölds,“ segir Inga María. „Ég gæti trúað að samtals væri þetta svona hefðbundinn vinnu ­ tími. Fyrstu árin notaði ég kvöld og helgar eins og ég hafði áhuga á og nennu til, en síðar fór þetta að vera markvissara. Nú upp færi ég síðuna alla virka daga, líka þótt ég sé í fríi, og er ekki lengur í annarri vinnu.“ Tekjurnar koma með sölu auglýsingapláss á vefnum. Hún er þó ekki sjálf í auglýsingasölunni en leigir plássið til AdSense­auglýsinga­ þjón ustunnar frá Google. Þau sjá svo um að fylla plássið með auglýs­ ingum sem höfða til notenda Dress Up Games. Mikil vinna Og hún staðfestir að fréttir um hagnað af rekstri Dress Up Games séu réttar: Rúmar 100 milljónir árið 2009. Vefurinn er 12 ára gamall. Hvaða lærdóm má draga af reynslu þinni til þessa? „Það er vinnan. Ég vil alls ekki draga móðinn úr fólki en þetta er mikil vinna,“ segir Inga María. Hún segir að aðalmálið í sambandi við að hafa tekjur af vefnum sínum sé að nógu margir hafi áhuga á að nota hann. Þá þarf efni og innihald að vera gott og höfða til notenda. „Það skiptir engu máli hvernig þú markaðssetur lélegan vef með efni sem enginn hefur áhuga á, notendur láta kannski plata sig einu sinni inn á vefinn en koma aldrei aftur,“ segir Inga María Guðmunds dóttir. Dúkkulísuleikir eru stafræn útgáfa af gömlu dúkkulísunum sem klipptar voru út með skærum og nutu vinsælda áratugum saman. Nú hefur vefurinn leyst pappír og skæri af hólmi. Tekjurnar koma frá Google með sölu auglý singa á vefnum. Inga er þó ekki sjálf í auglý singa sölunni en leigir plássið til Google. N E T L E I K I R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.