Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 40

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 B Æ K U R Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar um bókina Rework. TEXTI: UNNUR VALBORG HILMARSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR Bókin Rework fjallar um mikilvægi breyttra vinnubragða til að ná enn meiri árangri í starfi. Er ekki einmitt nauðsynlegt á erfiðum tímum að aðlaga vinnubrögðin breyttum aðstæðum og skora á sjálfan sig að nálgast verkefni með nýjum hætti? BREYTTIR TÍMAR, Bókin Rework: Bækur rata oft í inn kaupa­körfuna fyrir tilviljun. Bókin Rework er ein af þeim. Eitthvað við káp­una vakti áhuga, lík lega einfaldleiki hennar. Þegar betur var að gáð voru umsagnir á káp unni frá fólki sem er traustsins vert. Hinn þekkti markaðsmaður Seth Godin segir t.d. á forsíðu: „Að hunsa þessa bók gæti komið þér í háska“ og Chris Anderson, höfundur The Long Tail, segir á baksíðu: „Hér er ekkert slangur eða uppfyllingarefni, aðeins hundruð afbragðsgóðra, einfaldra ráða til að ná árangri.“ Eitt af því sem getur gefið góða vísbendingu um gæði bóka eru einmitt umsagnir um þær og í þetta skipti reyndust þær óbrigðular. Eitt ráða þeirra er að hafa augun opin fyrir hliðarafurðum sem tengjast aðalafurðum fyrirtækisins og geta fært auknar tekjur. BREYTT VINNUBRÖGÐ

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.