Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 43
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 43 S T J Ó R N U N til þess að fyrirtæki breytist úr fínu í fram­ úr skarandi. Aðrir þættir sem Collins og félagar fundu í rannsókn sinni voru: Fimmta stigs leiðtogar hófu umbreytinga­ ferilinn með því að ráða rétta fólkið (They got the right people on the bus) til fyrir­ tæk isins, en ráku það sem passaði ekki inn í myndina. Þar á eftir fóru þeir út í stefnu­ mótun skipulagsheildarinnar. Stockdale­mótsögnin er kennd við James Stockdale, fyrrverandi bandarískan herm­ ann sem barðist í Víetnam. Hann lifði af sjö ára fangabúðadvöl hjá Víetkong. Allan tímann hafði hann ákveðna mótsögn í huga. Líf hans gat annars vegar ekki orðið verra, hins vegar myndi það lagast einn dag inn og verða ágætt. Starfsfólk í fínt – framúrskarandi­fyrirtækjum horfðist í augu við skelfilegar staðreyndir líðandi stundar á sama tíma og það trúði því að allt myndi lagast einn daginn. Það eru því staðreyndin og vonin sem takast í hendur í Stockdale­ mót sögninni. Umbreytingin átti sér ekki stað í einu stóru stökki. Ferillinn var líkastur þungu kast hjóli í gufuvél sem á að halda bullunni í henni á samfelldri hreyfingu. Í fyrstu snerist kasthjólið aðeins einn hring, en með stöðugu erfiði fór það tvo hringi, síðan fimm, þá tíu og svo byggðist upp meiri skrið þungi þar til kasthjólið fór á mikinn og stöðugan hraða. Heimspekingurinn Isaiah Berlin sagði eitt sinn dæmisögu þar sem hann lýsti tvenns konar afstöðu til lífsins. Ref ur­ inn veit lítið um marga hluti, en brodd­ gölturinn veit mikið um einn hlut. Refurinn er flókinn en broddgölturinn einfaldur. Broddgölturinn vinnur. Collins og félagar segja að rannsóknir þeirra sýni að tímamótaskref krefjist einfalds brodd ­ galtarskilnings. Á hvaða sviði getur við­ kom andi fyrirtæki skarað fram úr? Hvernig virka fjármál þess best? Hvað vekur brenn­ andi áhuga starfsmanna á fyrirtækinu? Tíma mótaskref eru stigin þegar maður hefur broddgaltarhugmyndafræðina á hreinu, verður marksækinn og sjálfum sér sam kvæmur og ekkert annað kemst að. Fín – framúrskarandi fyrirtæki áttu mót sagnakennd samskipti við tæknina. Annars vegar forðuðust þau að taka upp nýja tækni um leið og hún kom fram á sjónar sviðið, hins vegar voru þau frum ­ kvöðlar á sviði ákveðinnar tækni, fjárfestu í henni. Það var í samræmi við brodd galtar­ hugmyndafræðina. Fín – framúrskarandi fyrirtæki áttu það sameiginlegt að búa yfir öguðu starfsfólki, agaðri hugsun og framkvæmd. Þegar agaðir starfsmenn eru til staðar er minni þörf á stigveldi og öguð hugsun leiðir til minna skrif ræðis. Öguð framkvæmd kallar á minni stjórnun. Collins nefnir Abraham Lincoln til sög­ unnar. Hann segir að egó þessa merka forseta hafi aldrei þvælst fyrir honum í því að uppfylla drauminn um mikla þjóð. Á sama hátt hafi egó þessara fimmta stigs leiðtoga ekki staðið í veginum fyrir því að fyrirtæki þeirra yrðu farsæl. Einkenni forstjóra í hinum ellefu fyrirtækjum l Þeir forðuðust kastljós fjölmiðla, en voru mjög einbeittir í því að byggja upp fyrirtæki sem skiluði árangri, sem og einstökum hagnaði. l Þeir beindu allri orku sinni að því að auka veg fyrirtækisins. Þeir notuðu ekki einhverja flotta og fína titla. l Þeir héldu ró sinni á krepputímum, montuðu sig aldrei og öxluðu ábyrgð á röngum ákvörðunum. l Þeir voru kurteisir og sýndu mikla háttvísi. Þeir gáfu tóninn innan virtra skipulagsheilda sinna. l Þeir löðuðu að sér rétta fólkið og mynduðu hópa starfsmanna sem skiluðu framúrskarandi frammistöðu. Fimmta stigs leiðtogar eru annars konar en dæmigerðir leiðtogar skipulagsheilda. Á níunda áratug síðustu aldar var það almenn hegðun meðal leiðtoga að þeir reyndu að komast í sjónvarpið. Þetta voru oft leið­ togar með persónutöfra sem hugsuðu meira um eigin upphefð og upphafningu en vel­ gengni fyrirtækja sinna. Jeff Skilling hjá Enron er dæmi um einn slíkan. Collins segir að því miður séu stjórnar­ menn fyrirtækja enn að leita að leiðtogum og forstjórum með útgeislun í stað fimmta stigs leiðtoga. Hann segir að þeir hafi ekkert lært af sögunni. Bandaríski fræðimaðurinn Jim Collins. Það sem þessi fyrirtæki áttu sam­ eiginlegt var það sem Collins og félagar nefndu „fimmta stigs forystu“ (Level 5 Leader ship). Mikilvægasta atriðið í farsæld þessara ellefu fyrirtækja er þetta einstaka sambland af auðmýkt og járnvilja sem leiðtogarnir búa yfir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.