Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 50

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 samkeppnisforskot í gegnum nýsköpun og réðist af fjórum einkennum eða aðstæðum þjóða. 1) Kerfisbundnar aðstæður, s.s. auðlindir og menntun. 2) Stefna fyrir tækja, skipulag og samkeppnisharka. 3) Sam keppnis að­ stæður heima fyrir. 4) Fyrir tæki í tengdum eða skyldum greinum (klasar). Þetta skapar það þjóðfélagslega umhverfi sem fyrirtækin verða til í og keppa í. Þegar þjóðfélagslega umhverfið þrýstir á fyrir tæk in að stunda nýsköpun og fjárfesta öðlast þau samkeppnisforskot og auka yfir­ burði sína með tímanum. Mikilvægast, fyrir samkeppnishæfni þjóða, taldi Michael E. Porter að í landinu væru kröfuharðir kaup­ endur og hörð samkeppni. En hversu miklu máli skiptir samkeppnis­ hæfni landsins fyrir árangur fyrirtækja? Með öðrum orðum; hversu mikið af breyt­ ileikanum í árangri þeirra má rekja til sam­ keppnishæfni landsins? Færni fyrirtækja skiptir mestu Í stórri rannsókn sem gerð var 2009 og náði til 11 Evrópuríkja kom í ljós, eins og áður, að þættir tengdir fyrirtækjum (auðlindir og færni) útskýrðu meira af breytileikanum í árangri en atvinnugreinin. En það kom líka í ljós að atvinnugreinin útskýrði meira af breytileikanum í árangri en þættir tengdir landinu (sam­ keppnis hæfni). En nú kemur rúsínan í pylsuendanum: Auðlindir og færni fyrir­ tækja útskýrðu meira en fimm sinnum meira af breytileikanum í árangri fyrirtækja en atvinnugreinin en sautján sinnum meira en samkeppnishæfni landsins! 2:0 fyrir Jay B. Barney! Fyrirtækið, atvinnugreinin eða landið? Ef samkeppnishæfni landa ætti einhvers staðar að skipta miklu máli þá er það í ferðaþjónustu en ætla má að í henni byggðist árangur aðallega á staðsetningu fyrir tækisins annars vegar (landið, nátt­ úrufegurð þess og menning) og hins vegar auðlindum þess og færni. Í rannsókn sem birt var 2009 kom í ljós að ekki einu sinni í ferðaþjónustu út skýrði samkeppnishæfni landsins meira af breytileikanum í árangri en auðlindir og færni. Niðurstaðan var að auðlindir og færni fyrirtækja í ferðaþjónustu útskýra 3­10 sinnum meira af breytileikanum í árangri (misjafnt eftir því hvaða árangursmælikvarði var notaður) þeirra en samkeppnishæfni landsins sem þau voru í! Er þá ekki gott fyrir fyrirtæki ef sam­ keppnis hæfni landsins eykst? Í rannsókn sem birt var nýverið kom í ljós að það er jákvætt samband milli samkeppnishæfni lands og árangurs fyrirtækja í því. En nú flækist málið. Í löndum þar sem samkeppnishæfni er lítil þá batnar árangur fyrirtækja ef samkeppnishæfnin eykst (þ.e. viðskiptakostnaður minnkar) en hins vegar dregur úr árangri í löndum þar sem samkeppnishæfnin var mikil fyrir (samkeppnin verður enn meiri). Það er því ekki augljóst að t.d. íslensk fyrirtæki ættu að vera ginnkeypt fyrir því að gera landið samkeppnishæfara en það er! Allt virðist því bera að sama brunni. Auðlindir og færni fyrirtækja skipta meira máli en bæði atvinnugreinin sem fyrirtækin eru í og samkeppnishæfni landsins. Jay B. Barney trompar augljóslega Michael E. Porter. Þetta kemur örugglega mörg um stjórnendum á Íslandi á óvart vegna þess að Michael E. Porter og kenn­ ingum hans hefur verið mikið hampað hér á landi en lítið sem ekkert minnst á Jay B. Jay B. Barney Jay B. Barney er prófessor við Max M. Fisher College of Business. Sérsvið hans eru m.a. stefnumiðuð stjórnun og frumkvöðlafræði. Meðal þekktustu verka Barneys eru greinar hans „Strategic factor markets: Expectations, luck and business strategy (1986)“, sem er ein af undirstöðugreinum auðlindasýnarinnar, og „Firm resources and sustained competitive advantage (1991)“, sem einna oftast er vitnað í. Eitt helsta framlag Barneys er hið svokallaða VRIO-líkan en með því er hægt að leggja mat á það hvort auðlindir eða færni fyrirtækja séu styrkleikar, veikleikar eða hugsanlegar uppsprettur varanlegs samkeppnisforskots. Fyrirtækið, atvinnugreinin eða landið? S T J Ó R N U N Auðlindasýnin snýst þannig fyrst og fremst um að leggja mat á S­ið og V­ið í SVÓT­ greiningu, þ.e. styrkleika og veikleika, á meðan atvinnuvegasýnin, t.d. fimm krafta líkan Michaels E. Porters, snýr meira að Ó­inu og T ­inu (þ.e. ógnunum og tækifærum).

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.