Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 52

Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 ALASKA argir Íslendingar sjá Ísland fyrir sér í framtíðinni sem umskipunarhöfn fyrir Kínverja á vesturenda Norð austurleiðarinnar. Líklegast er þetta of mikil bjart sýni. Kapphlaupið er hins vegar hafið og mestar líkur eru á að Múrmansk í Rússlandi og Kirk enes í Noregi verði umskipunarhafnir fyrir risaflutningaskipin á vesturenda Norðausturleiðarinnar. Múrmansk stendur best að vígi. Senni lega er Ísland of sunnarlega sem umskipunarhöfn fyrir þessa leið. Mikil umræða er núna um Norðausturleiðina og baráttuna um Íshafið. Á næstu árum mun koma fram nýr flokkur stórra, ísstyrktra flutn inga­ skipa sem aðeins verða látin sigla Norðausturleiðina og ekki send út á heims höfin. Þetta þýðir að við enda leiðarinnar verða að vera umskipunarhafnir þar sem farmurinn er fluttur úr risaflutningaskipunum yfir í hefð­ bundin skip. Önnur umskipunarhöfnin verður Atlantshafsmegin en hin Kyrrahafsmegin. Norðausturleiðin er siglingaleiðin meðfram meginlandi Rússlands og tengir Kyrrahaf og Atlantshaf. Fullyrt er að Kínverjar hafi mikinn áhuga á þessari siglingaleið – og því hafa sumir velt því fyrir sér hvort Ísland gæti ekki orðið mikilvæg umskipunar ­ höfn fyrir kínverskar vörur inn á Evrópumarkað. Þjóðir keppa núna um auðlindir og aðstöðu á norðurslóðum. Kapphlaupið er hafið um umskipunarhafnir fyrir Norð - austurleiðina. Sitja Íslendingar aðgerðalausir hjá og skrifa skýrslur meðan aðrir byggja hafnir? Frjáls verslun skoðaði aðstæður í Múrmansk á dögunum. ÍSLAND UMSKIPUNARHÖFN FYRIR KÍNVERJA? M TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON Norðausturleiðin og baráttan um Íshafið: RÚSSLAND KÍNA BERINGSSUND ÍSLAND NOREGUR LAPTEVHAF AUSTUR- SÍBERÍUEYJAR BOLSEVIKKAEYJA KAMTSJAKASKAGI TAIMYRSKAGI NOVA ZEMLJA KARAHAF MURMANSK KIRKINES GRÆNLAND ALASKAALASKA KANADA Norðausturleiðin. Frá Kyrrahafi um Beringssund og til Evrópu. Verður Ísland umskipunarhöfn fyrir Kína?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.