Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 67

Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 67 Bitastæðar nýjungar Að sögn Heimis Hákonarsonar, verslunarstjóra Dressmann í Kringlunni, mun herratískan á nýja árinu framundan ein kennast af fötum í sterkum litum í bland við klassískari sam setningar: „Við leggjum aðaláhersluna á að bjóða upp á vandaðan og þægilegan varning sem á við öll tilefni, svo ávallt sé hægt að finna sér föt við hæfi, sama hvert tilefnið er. Fyrir jólin eru mér efst í huga merínó­ og lambs ullar­ peysur sem eru óneitanlega bitastæðustu nýjungarnar í vöruúrvali okkar þetta árið. Nærfötin og sokkarnir frá okkur hafa alltaf vakið mikla lukku en vinsælustu vörurnar eru vafalítið strauléttar skyrt ur úr hreinni egypskri bómull sem við bjóðum upp á ár hvert í miklu úrvali. Frá frístundafötum yfir í veisluklæðnað Dressmann býður úrval alls kyns fatnaðar fyrir karlmenn sem hugsa um gæði og verð. Með því að bjóða upp á fjöl breytt fataúrval fyrir karlmenn á öllum aldri getum við stolt sagst bjóða meira fyrir peninginn. Úrvalið í búðunum spannar allt frá frístundafötum og hversdagsklæðnaði yfir í veisluklæðnað.“ Verlun Dressmann í Kringlunni er stútfull af spennandi vörum á hagstæðu verði. Treflar og sokkar eru ávallt hlýleg jólagjöf. Sokkarnir eru í skemmtilegum litum um þessar mundir. Dressmann–búðirnar eru þekktar fyrir úrval af nærbuxum úr góðum efnum og litadýrðin kætir. Hvít klassísk skyrta, poppuð upp með svörtu bindi með hvítum doppum. Fjólubleik skyrta með bindi í stíl hressir upp á jólajakkafötin.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.