Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 76

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 JÓLIN ALLS STAÐAR HVið búum steinsnar frá aðaltorgi borgarinnar og í lok nóvember fyllist þar allt af litlum jólahúsum, ilmur er af jólaglöggi og kórar og hljómsveitir flytja jólalög. Það er gríðarlega mikil stemning frá nóvem­berlokum og allan desember.“ Hann segir að aðventan sé yfirleitt mjög annasamur tími fyrir þá sem eru í hans bransa. „Fyrsta sunnudag í aðventu kom ég fram á tónleikum í Moskvu en fór síðan heim til Þýskalands að hefja æfingar á óperunni Fidelio eftir Beethoven. Um miðjan desember söng ég á jólatónleikum í London ásamt Diddú og blásarasveit. En annars fer desembermánuður hjá mér að mestu í æfingar og frídagarnir yfir sjálfa jólahátíðina eru fáir.“ Ólafur Kjartan segist reyna að taka sem mest þátt í jólaundirbúningi fjölskyldunnar þótt tíminn sé af skornum skammti. „Við erum vanaföst að ákveðnu marki en þetta flakk á mér setur strik í reikn­ ing inn. Við höldum í ákveðnar íslenskar hefðir og þá sérstaklega í sambandi við matargerð.“ Í forrétt: „Aspassúpa, en í einni skál er falin mandla sem kappsmál er að fá. Þegar við höldum jól hér úti má segja að við séum íslenskari en ella. Þetta árið hefur verið rætt um að hafa íslenskt lambalæri í jólamatinn en yfirleitt hefur ham borgar­ hryggur verið á jólaborðinu. Það örlar á smá Íslandsþrá um sexleytið á aðfangadag. Klukkur Dómkirkjunnar fá að hljóma úr tölvunni, enda er netið hér hjá okkur kallað „heimtaugin“. Svo er íslensk jóla­ tónlist spiluð í bland við annað þegar við opnum pakkana.“  Ólafur Kjartan er ekki lengi að svara þegar hann er spurður hvert sé hans uppáhaldsjólalag: „Jólin alls staðar.“ Höfundar lags og texta eru Jón bassi Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson, afi og amma Ólafs Kjart ans. „Þetta er okkar fjölskyldujólalag.“ Um hátíðisdagana segir barítóninn: „Við gerum vel við okkur í mat og drykk, slöppum af og höfum það eins náðugt og við getum.“ Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón býr í Saarbrücken í Þýskalandi. Ólafur Kjartan Sigurðarson. „Svo er íslensk jólatónlist spiluð í bland við annað þegar við opnum pakkana.“ DANSAÐ Í KRINGUM JÓLATRÉÐ TÖFRARNIR OG TÓNLISTIN ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON BARÍTÓN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.