Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 79

Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 79
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 79 GLEÐI OG FRIÐUR Þá segist hún vera búin að setja upp jólagluggatjöldin fyrir eldhúsgluggann og aðventuljósin í gluggana. „Þetta hef ég gert allan minn búskap eða í 28 ár.“Elín Ósk og sonur hennar eru vön því á aðventunni að búa til jólaísinn sem settur er í ýmiss konar form. Elín Ósk segist syngja fyrir heimilisfólk á elliheimilinu Grund á aðfanga dag þar sem eiginmaður hennar er organisti. Stundum komi fram hópar með þeim og nefnir hún félaga úr Óperukór Hafnarfjarðar en hún hefur verið aðalstjórnandi hans í tíu ár. „Þetta er yndisleg stund og þá finnst mér jólin vera komin.“ Þá hefur hún oft sungið við miðnætur messu í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Hamborgarhryggur er á boðstólum á heimili Elínar Óskar á aðfanga ­ dagskvöld. „Hann er forsoðinn en þar sem ég syng á Grund og kem heim um klukkan fimm þá er hann tilbúinn til að hægt sé að setja á hann sykurgljáa og beint í ofninn.“ Heimatilbúni jólaísinn er að sögn söng konunnar í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Hann er venju lega borð­ aður með heitri mars­súkkulaðisósu og stundum eru ávextir með. Elín Ósk útbýr líka rabarbarasveskjutriffli sem hún býður upp á á öðrum dögum um hátíðirnar en hún tínir rabarbara úti í garði. Sérrí legnar makkarónur eru í botninum, þá kemur rabarbara­sveskju ­ maukið, síðan þeyttur vanillubúðingur og að lokum þeyttur rjómi. „Síðan set ég súkku laðispæni yfir allt og kannski jarðarber ef ég á þau. Þetta er algjört nammi!“ Jólaboð eru fastur liður og segir Elín Ósk að á jóladag sé vaninn að hitta ættingja, borða hangikjöt og spila vist. „Ég ólst upp við það að spila vist heima hjá mömmu og pabba þegar stórfjölskyldan kom saman á jóladag á Hvolsvelli, en þaðan er ég ættuð, og var jafnvel spilað á fleiru en einu borði.“ Þegar Elín Ósk er spurð hvers hún óskar sér í jólapakkann segir hún: „Gleði og friðar og að við hugsum fallega hvert til annars.“ „Ég hef gaman af því að baka og þarf að fá kökuilminn í hús,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona sem er vön að bjóða upp á piparkökur og heitt súkkulaði fyrsta sunnudag í aðventu. Elín Ósk Óskarsdóttir. „Ég hef gaman af því að baka og þarf að fá kökuilminn í hús.“ TÖFRARNIR OG TÓNLISTIN ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR SÓPRANSÖNGKONAÓLÖF KOLBRÚN HARÐARDÓTTIR SÓPRANSÖNGKONA

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.