Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 80

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Fólk BÁRA SIGURÐARDÓTTIR mannauðsstjóri Termu ehf Bára Sigurðardóttir: „Fjórða barnabarnið var að fæðast fyrir fáeinum dögum. Komnar eru tvær stúlkur og tveir drengir. Þetta eru augasteinar ömmu sinnar og ég fæ aldrei nóg af samverunni með þeim.“ É g hef starfað sem mann auðs- stjóri hjá snyrtivöru heild versl- un inni Termu ehf. síðan árið 2007. Áður hafði ég starfað við endurskoðun í um 18 ár, síðast hjá endurskoðunarskrifstofunni Deloitte. Terma er eitt af stærstu fyrirtækjunum í inn- flutningi á snyrtivörum, flytur inn ellefu þekkt snyrtivörumerki, og hefur verið starfandi síðan 1983. Fyrirtækið byggist á traustum grunni og þótt erfiðleikar hafi komið upp við efnahagshrunið og gjaldeyrishöftin sem voru í gangi horfum við nú björtum augum til framtíðarinnar. Ég lít til baka á þessi ár frá hruni sem mjög lærdómsrík og þroskandi fyrir mig. Starf mitt hjá Termu snýst um starfs menn- ina, en auk þess sé ég um samskipti við Fríhöfnina og er líka að vinna ýmsar tölu- legar upplýsingar. Þetta er fjölbreytt og mjög skemmtilegt starf og gaman að mæta til vinnu á hverjum degi þar sem engir tveir dagar eru eins. Nú er jólavertíðin framundan og nóg að gera.“ Frítíma sínum ver Bára með fjölskyldunni í göngutúrum um Fossvogsdal og í félags- starfi fyrir Stjórnvísi sem er stærsta stjórn- unarfélagið á Íslandi. „Hér áður fyrr snerust mín félagsstörf um börnin í skólanum þeirra eða Tennisfélagi Kópavogs. Ég kynntist Stjórn vísi þegar ég var í mastersnámi í Háskóla Íslands. Í framhaldinu fór ég að sækja þar faghópafundi í mannauðsstjórnun og varð virk í þeim hópi. Var þar í stjórn og eitt ár formaður, en síðastliðin þrjú ár hef ég verið í aðalstjórn félagsins og tvö síðustu sem varaformaður. Félagið hjálpar meðlimum að fylgjast með straumum og stefnum og hvað önnur fyrirtæki eru að gera, þannig að þeir þurfi ekki stanslaust að vera að finna upp hjólið. Tengslanetið er tvímælalaust einn af kostum félagsins, sem og að þetta er ódýrasta símenntun sem völ er á. Talandi um fjölskylduna, þá var fjórða barnabarnið að fæðast fyrir fáeinum dögum. Komnar eru tvær stúlkur og tveir drengir. Þetta eru augasteinar ömmu sinnar og ég fæ aldrei nóg af samverunni með þeim. Þá er yngsta dóttir mín í háskólanámi í Savannah State University í Georgíu í Bandaríkjunum. Við hjónin fórum og heim- sóttum hana í október sl. þegar hún varð tvítug. Hún er að spila tennis fyrir þennan skóla og er því á skólastyrk. Þarna valdi hún sér aðeins annan menningarheim þar sem 90% nemenda eru svört og hún upplifir því að vera í minnihlutahópi. En þarna er tekið mjög vel á móti henni, hún geislar af hamingju og segir að þetta kenni sér að vera ekki með fordóma gagnvart nokkrum manni. Lífið blasir því við mér sem fullt af tæki- færum og það eina sem þarf til að sjá þau er jákvætt viðhorf.“ Nafn: Bára Sigurðardóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 29. janúar 1956 Foreldrar: Sigurður Hafsteinn Konráðsson, fv. deildarstjóri hjá Símanum, og Stella Þórdís Guðjónsdóttir, fv. afgreiðsludama í Bókabúðinni Laugavegi 100 Maki: Kristján O. Þorgeirsson, sölufulltrúi hjá Á. Guðmundssyni Börn: Atli, 32 ára, MS í viðskiptafræði, Stella Rún, 29 ára, BS í viðskiptafræði, Hafsteinn Dan, 26 ára, mag. jur. í lögfræði, Sandra Dís, 20 ára, nemi í Bandaríkjunum Menntun: Cand. oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1982. MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2004

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.