Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 81
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 81 Fólk INGI HEIÐAR BERGÞÓRSSON þjónustustjóri hjá Hertz Ingi Heiðar Bergþórsson: „Við erum nýkomin úr skemmtilegri sumar- bústaðarferð þar sem var tekið forskot á jólagleðina, bakað, föndrað og slakað á.“ É g hef starfað í ferðamanna- geir anum í 13 ár og frá apríl sl. hef ég verið þjónustustjóri hjá Hertz-bílaleigunni. Starfið, sem er mjög fjölbreytt og skemmti legt, snýst í stuttu máli um að finna leiðir til að sameina krafta innan fyrir tækisins og gera okkur að öflugri heild með sterka þjón ustulund sem skilar sér í betri þjónustu við viðskiptavini okkar. Starfi mínu tilheyra einnig starfsmannamál, flotastjórn, námskeiða hald og tölvumál ásamt fjölmörg um skemmtilegum verkefnum. Nýir eigendur komu að Hertz í mars á þessu ári og hefur mikið gengið á; eldgos, fækkun ferðamanna, bílamál og breytingar á niður- fellingargjöldum sem hafa mikil áhrif á rekstur bílaleigna á Íslandi. En öflugur eigendahópur og frábært starfs- fólk innan Hertz er staðráðið í að snúa við blaðinu og blása til sóknar. Við erum í mikilli innri vinnu með það að markmiði að vera tilbúin í árið 2011 og þar mun þjón ustan og ferlavinna gegna mikilvægu hlutverki. Ég tel að við í ferðaþjónustunni megum ekki missa dampinn þrátt fyrir kreppufréttir þar sem svartsýni og depurð blasa við daglega (vantar jákvæðar fréttir inn á milli). Maður heyrir hjá erlendum ferðamönnum að þeir upplifi flotta náttúru en viðmótið hjá okkur mætti vera betra. Við höfum fengið ákveðinn skammt hjá Hertz og nú er verið að snúa við blaðinu með reglulegri þjónustukönnun hér heima og einnig vinna í gríðarlega skemmtilegu verkefni sem Hertz International vinnur að.“ Ingi Heiðar er kvæntur Ósk Guðmunds- dótt ur og eiga þau tvö börn, Markús Heiðar og Matthildi, og býr fjölskyldan í Hafnarfirði. „Mottó fjölskyldunnar er „Happiness is a mood, not a destination“. Átján ára gamall byrjaði ég að vinna hjá bílaleigunni Avis á Keflavíkurflugvelli eða 1997. Á þessum árum stundaði ég nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja með vinnu, var í vélstjóranámi ásamt því að vera á íþróttafræðibraut. Síðar tók ég rekstrar- og fjármálanám hjá HR. Einnig hef ég hef sótt mörg námskeið á sviði þjónustu og verkefnastjórnunar. Fyrir tveimur árum stofnaði ég Trip ehf. sem er upplýsinga- og bókunarþjónusta fyrir erlenda ferðamenn og hefur aðsetur á Laugavegi. Í dag sér bróðir minn um daglegan rekstur fyrirtækisins og frúin um bókhald og tilfallandi verkefni. Áhugamálin eru íþróttir, útivist, ferðalög og stang- og skotveiði. Ekki má líða ár án þess að renna fyrir lax og leita uppi rjúpur. Við höfum mjög gaman af því að ferðast í fjölskyldunni og gerum mikið af því. Við erum nýkomin úr skemmtilegri sumarbústaðarferð þar sem var tekið forskot á jólagleðina, bakað, föndrað og slakað á. Á sumrin er fellihýsið hengt á og brunað af stað þegar tími gefst. Íslensk náttúra er svo ótrúleg.“ Nafn: Ingi Heiðar Bergþórsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 9. júní 1978 Foreldrar: Hulda María Þorbjörnsdóttir og Bergþór Heiðar Sigfússon Maki: Ósk Guðmundsdóttir Börn: Markús Heiðar, 5 ára, og Matthildur, 3 ára Menntun: Grunnskóli, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, vélstjórn, rekstrar- og fjármálanám hjá HR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.