Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
UMRÆÐA OG
ÁRÓÐUR
Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt starfandi
stjórnmálafræðingur:
STJÓRNMÁL9
ÞAU HAFA ORÐIÐ
TRYGGÐ OG ARÐSEMI
Dr. Valdimar Sigurðsson, Nova, dósent í markaðsfræði
og forstöðumaður rannsókna og doktorsnáms við
viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík:
MARKAÐSHERFERÐIN10
llt frá hruni hefur þjóðfélagsumræðan snúist um uppgjör við
fortíðina. Í henni hafa stór orð fallið um heimsku og græðgi
Íslendinga og fyrrverandi ráðamenn hafa fengið það óþvegið.
Uppgjör við fortíðina er vissulega gagnlegt snúist það um að leiða
fram staðreyndir og draga af þeim réttar ályktarnir. En eins og dæmin
sanna hefur svo ekki alltaf verið enda er stundum freistandi, ekki síst í
áróð ursskyni, að draga upp ófagra mynd af pólitískum andstæðingum.
Rúmum tveimur árum eftir hrun bankanna er þó loks að síast inn
í íslenska umræðu að ris þeirra og fall var ekki séríslenskt fyrirbæri.
Hvort tveggja endurspeglaði alþjóðlega þróun sem aftur staðfestir
hversu samhnýtt íslenskt efnahagslíf er vestrænum fjármálakerfum.
Atburðir síðustu missera sýna þó líka hversu berskjaldað fólk er gagn
vart sveiflum í efnahagslífinu þrátt fyrir tilraunir til sveiflu jöfn unar og
þá samfélagslegu aðstoð sem á að vera einkenni velferð arríkja.“
A
aldimar Sigurðsson segir að í kreppunni sé meiri áhersla lögð á
mælingar á árangri markaðssetningar og kröfur um að sýna fram
á ábata auknar. Í því sambandi er meira byggt á beinni mark
aðs setningu, svo sem eins og tölvupósti, og einnig reynt að koma af stað
umtali. „Mörg fyrirtæki eru farin að leggja meiri áherslu á að taka ekki bara
skammtímaábata af alls konar markaðsherferðum. Tal er til dæmis með
nýja herferð. Hringt er í viðskiptavini og þeim boðið að taka þátt í eins
konar leik þar sem þeir mæla með vini sínum til að koma yfir til Tals en þá
á símareikningur viðkomandi að lækka. Báðir geta unnið til verðlauna. Því
er fylgt eftir hversu margir mæltu með vini sínum og hversu margir tóku
tilboðinu og ábatinn reiknaður út frá langtímahagsmunum. Þá sést hverjir
eru verðmætir viðskiptavinir og þess virði að halda í og vinna meira með.
Það er lykilatriði að vita hvaða viðskiptavinir eru tryggir og arðsamir.“
V
GRÆJUR11
Páll Stefánsson, ljósmyndari:
SJÓNVARP ÁRSINS:
VÆNT OG GRÆNT
rkuveitan var að hækka gjaldskrána um þriðjung.
Það heimilistæki sem notar hvað mesta orku er
sjónvarpið. Philips var að koma með á mark
aðinn 42 tommu sjónvarp, Philips Econova LED 42, tæki
sem fékk evrópsku umhverfisverðlaunin 2010/2011 frá
European Imaging & Sound Association sem allra um
hverfisvænasta tækið á markaðnum.
Econova LED 42 notar hátt í
sjötíu prósentum minni orku en
hefðbundin sjónvarpstæki, þrátt
fyrir að nota nýj ustu LEDflat
skjá stæknina með sömu gæðum
og það besta sem er á markaðnum.
Ramminn umhverfis skjáinn er
úr endurunnu áli, gosdósum, líkt
og allt plast í innvolsinu. Þegar
slökkt er á tækinu notar það engan
straum, sem líka er nýtt.
Það sem er þó nýstárlegast
og skemmtilegast við tækið er
fjar stýringin. Hún er með sólar
raf hlöðum sem þú hleður með
sólar birtu; með fjarstýringuna á
hvolfi. Þú sparar raf hlöður og ert umhverfisvænn
í leiðinni. Sjónvarpssófinn er ekki alltaf við glugga þannig
að það getur þurft átak að rífa sig upp úr sófanum og ná í
fjarstýringuna, en er ekki bara gott að hreyfa sig, um hverf
isvænt? Hvort hægt sé að horfa á bláar í þessu græna tæki
veit ég ekkert um.
O
Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is
ISO 27001
Kæru viðskiptavinir
Við þökkum fyrir viðskiptin á
árinu sem er að líða og óskum
ykkur velfarnaðar á nýju ári.
Starfsfólk Skyggnis
Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá
frekari upplýsingar um rekstrarþjónustu Skyggnis.
Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is
H
2
H
Ö
N
N
U
N