Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
Lítil starfsmannavelta
Að sögn Valdimars er mestallt starfsfólkið frá Hveragerði og starfs
manna velta lítil. Lengst af þótti það til tíðinda hve fáir erlendir iðn
verkamenn unnu hjá fyrirtækinu en hópurinn hefur orðið fjöl breytari
með árunum, samfara því sem samsetning íbúa í Hvera gerði hefur
breyst. „Við teljum að það hafi reynst farsælt að vera með fyrir tækið í
Hveragerði. Það hefur marga kosti, hér höfum við hitann og gufuna
en við notum gufukerfið mikið til að hita upp tanka og til að þrífa.
Þótt við séum kannski litlir á landsmælikvarða erum við stórir hér,
enda erum við fjórði stærsti vinnuveitandinn í Hveragerði. Vinnuaflið
hefur verið stöðugt, okkur hefur alla tíð gengið vel að fá starfsfólk og
við höfum sjaldan þurft að auglýsa eftir fólki. Ég held við njótum þess
að vera aðeins fyrir utan höfuðborgarsvæðið og fólk sé hollara sínu
heimafólki. Enda eigum við aldrei í vandræðum með að fá starfsfólk
þannig að við höfum skapað okkur gott orðspor í bænum.“
Þetta er gagnkvæm hollusta. Við hrunið ákvað fyrirtækið að segja
engum upp, lækka engin laun og minnka ekki starfshlutfallið hjá nein
um. „Kostnaðurinn jókst vissulega verulega hjá okkur við hrun krónunnar,
svo sem vegna hækkunar á aðföngum, en það átti líka við um starfsmenn
okkar, þeirra kostnaður jókst líka,“ segir Valdimar.
Þegar ljóst var í hvað stefndi eftir hrun var haldinn fundur með starfs
mönnum þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðunni og allir hvattir til
að leggjast á árarnar, meðal annars með því að koma með hugmyndir
um aðhaldsaðgerðir og hvernig lækka mætti kostnað. Þau systkini leggja
áherslu á að þá hafi reynt á samstöðu starfsmanna og styrk fyrirtækisins.
En hrunið hefur einnig skapað fyrirtækinu tækifæri. Innlendur
framleiðslukostnaður hefur lækkað og samkeppni við innflutning
er miklu hagstæðari. „Við fluttum inn talsvert af íssósum á góð æris
tímanum en í framhaldi af falli krónunnar og hærra innkaups verði
að utan fórum við að þróa þessar vörur og hefur það reynst mjög
vel. Að því leyti var kreppan uppspretta nýsköpunar hér innan húss
og við fórum af stað með hugmyndir sem skiluðu sér í vörum sem
hafa reynst happadrjúgar. Við tókum meðvitaðar ákvarðanir um
Vandinn var að láta ekki glepjast af þeim gylli
boðum og tækifærum sem buðust. Við vorum t.d.
spurð hvers vegna við værum ekki í útrás, það
þótti dálítið púkó að vera ekki í því.
NOKKRAR VÖRÐUR Á VEGI
1966 Hafsteinn Kristinsson stofnar Ostagerðina hf.
1969 Kjörís hóf starfsemi í mars í Hveragerði.
1971 Fyrirtækið setur fyrst allra frostpinna á markað á Íslandi.
1988 Einn stofnenda, Gylfi Hinriksson, selur hlut sinn í félaginu til
Hafsteins og bræðra hans.
1991 Kjörís selur nýbyggða dreifingarstöð í Reykjavík og flytur skrifstofur
og söludeild til Hveragerðis.
1993 Hafsteinn Kristinsson lést og dóttir hans Guðrún tekur við sem
framkvæmdastjóri tímabundið.
1994 Valdimar Hafsteinsson tekur við framkvæmdastjórastöðunni.
1995 Gildistaka EES-samningsins opnar á innflutning á ís. Kjörís semur
við Unilever um innflutning á þeirra ísvörum.
1996 Stofnun sölustöðvar á Akureyri og dreifing fyrir Norðurland.
1997 Sigfús Kristinsson selur hlut sinn í Kjörís til núverandi eigenda.
2000 Lager stækkaður í Hveragerði.
2006 Samkeppnisstaða loks jöfn, með sölu Emmessísgerðar úr
Mjólkursamsölunni til einkaaðila.