Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 95

Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 95
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 95 í hefndarhug, glæpakóng með veikt hjarta og spilltar fíkniefnalöggur sem eru í þann mund að breyta lífi hver annars til frambúðar. Leikarar eru Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigur jónsson og Zlatko Krickic. Kurteist fólk er um nýfráskilinn verk fræðing í Reykjavík sem lýgur sig inn í aðstæður um að geta bjargað sveitarfélagi á Vesturlandi frá glötun með því að koma slátur húsi staðarins aftur í gang. Aðalhlutverkið er í höndum Stefáns Karls Stefánssonar. Aðrar leiknar kvikmyndir sem eru á lokastigi eru Þetta reddast sem fjallar um ungan blaðamann sem drukkið hefir óhóflega. Hann ákveður að bjóða kærustunni út að borða um helgi til að bjarga sambandinu en um leið setur ritstjóri hans honum úrslitakosti. Leikstjóri er Börkur Gunnarsson og með aðalhlutverkið fer Björn Thors. Okkar eigin Osló er um Harald, sem lifir vernduðu lífi og eyðir rómantískri helgi í Osló með Vilborgu sem lifir stjórnlausu lífi. Þau hittast aftur á Íslandi í fríi sem breytir lífi beggja. Reynir Lyngdal leikstýrir myndinni og með aðalhlutverkin fara Þorsteinn Guðmundsson og Brynhildur Guð jóns dóttir. Á annan veg nefnist kvikmynd sem Hafsteinn Gunnar Sigurðs son leik stýrir. Gerist myndin á ótil greindum fjallvegum á níunda ára tugnum og fjallar um tvo ólíka starfsmenn Vegagerðar innar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í veg kanta, fylla í holur og annað til heyrandi. Mennirnir þurfa að takast á við og umbera sérviskulega eiginleika hvor annars, deila litlu tjaldi og sofa í táfýlu þétt hvor upp við annan. Þá ber að geta fyrstu íslensku tölvuteiknuðu kvik myndarinnar, Thors, sem Óskar Jónasson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Toby Kendal. Fjallar myndin um sjálfsöruggan ungling sem hefur yfir að ráða galdravopni. Hann vingast við guði sem eru jafnmislyndir og mennirnir og eignast óvin sem er vonda drottningin. Handritið skrifaði Friðrik Erl ings son. Heimildarmyndir í fullri lengd verða örugglega nokkrar á árinu, meðal annarra Icelandic Food Centre, sem er mynd um það hvernig lítið land vill sigra heim inn með stórum hugmyndum og fjallar myndin um fyrstu íslensku útrásina. Leikstjóri er Þorsteinn J. Ísland FC er í leikstjórn Roberts Douglas og er fylgst með íslenskum stuðningsmönnum enskra félagsliða. Þá verða sýndir 2.­5. hluti af Drauminum um veginn í leikstjórn Erlends Sveins sonar og er hver hluti um 105 mínútur að lengd. Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki Bödda í Roklandi, sem er fyrsta íslenska leikna kvikmyndin á árinu 2011.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.