Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
ÞAU HAFA ORÐIÐ
HALDA STEFNUNNI
Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sam skipta
og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital:
BREYTINGASTJÓRNUN06
GRÓSKA OG
ÁRÆÐI
Thomas Möller,
framkvæmdastjóri Rýmis:
STJÓRNUN08
AUKINN ÁHUGI FJÁRFESTA
Jón Snorri Snorrason,
lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands:
FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ07
m þessar mundir eru miklar þjóðfélagsbreytingar og margt
sem fólk vill að breytist en hlutirnir gerast hægt. Fólk van
metur oft hvað breytingar geta tekið langan tíma. Auð vitað
vill það að hlutirnir breytist hraðar en þegar það finnur að
svo er ekki er hætta á að fólk gefist upp og leiti aftur í
sama gamla farið, segi að þetta hafi verið ómögulegar
breytingar og hlutirnir ekki gengið upp.
Staðreyndin er sú að það er eðlilegt að fólk finni
fyrir óvissu vegna þess að mikil óvissa fylgir miðju
breytingaferli; gamli tíminn er ekki alveg farinn og
sá nýi ekki kominn. Það er mikilvægt að fólk átti sig
á að það er eðlilegur hluti af breytingaferlinu. Það er
ástæðulaust að gefast upp og fara aftur í sama farið. Það er
betra að halda áfram stefnunni.“
U
axtalækkunin sem Seðlabankinn
tilkynnti mun geta haft jákvæð
áhrif á fjárfestingar fyrirtækja og
áhuga fjárfesta á fyrirtækjum. Hún mun
koma skuldugum fyrirtækjum mjög
til góða og lækka vaxtabyrði
þeirra. Hún mun
líka hafa þau
áhrif að fjár
fest ingarkostir
verða fýsilegri
og hún ætti að auka
áhuga fjárfesta á að fjárfesta í
fyrirtækjum og hlutabréfum þannig
að þetta er tækifæri fyrir einhver fyrirtæki
og banka að skrá fyrirtæki á markað í
Kauphöll Íslands. Ferðaþjónustan er ein
sú atvinnugrein sem myndi hagnast á
þessari vaxtalækkun og ætti að geta dregið
að sér fjárfesta. Síðan kemur á móti að
þessi möguleiki er nánast tekinn í burtu
af fjármálaráðuneytinu með tillögum um
gífurlega flókna og erfiða framkvæmd
skattheimtu á fyrirtæki í ferðaþjónustu
sem dregur auðvitað úr afkomu þeirra og
áhuga fjárfesta. Að mínu mati má segja að
það sé nánast verið að leggja ferða þjón
ustuna í einelti í skattheimtu sökum góðs
gengis í stað þess að verð launa hana.“
V
homasi Möller finnst fimm atriði standa
upp úr í rekstri fyrirtækja um þessar
mundir og einkenna íslenskt atvinnulíf.
„Það er í fyrsta lagi þetta lága raungengi krón
unnar sem þýðir bæði tækifæri og ógn anir þar
sem óvissan er mikil – hvort styrkist krónan
eða veikist? Ef hún styrkist minnkar sam keppn
ishæfni íslensks iðnaðar og ferða þjónustu en
ef hún veikist lenda innflutn ingsfyrirtækin í
vanda. Forgangsmál lands stjórn arinnar er að
halda genginu stöðugu. Traust er að myndast
í viðskiptum við útlönd, stöðugt gengi tryggir
traustið áfram.
Í öðru lagi er erfitt aðgengi að fjármagni til að
vaxa. Því skiptir máli að nýta fjármagnið vel,
halda niðri birgðum, lána sem minnst og rukka
hratt og örugglega.“
Thomas telur í þriðja lagi að flest fyrirtæki séu
í því sem hann kallar „survival mode“; þau eru
að reyna að lifa af fram að næstu upp sveiflu.
„Það þýðir að það er mikil varkárni, kostn
aðarfælni og menn sníða sér stakk eftir vexti.
Það jákvæða við þetta er að starfsfólkið þjappar
sér saman um velgengni fyrirtækisins. Það vill
halda vinnunni, leggur sig fram, lítur á sig
sem meðeiganda og vill halda fyrirtækinu sínu
gangandi.
Í fjórða lagi er gríðarleg gróska, hugmynda
auðgi og áræði í gangi. Til Rýmis kemur dag
lega fólk sem er að stofna nýjar verslanir eða
fyrirtæki og kaupir hillur og alls konar búnað
fyrir nýjan og vaxandi rekstur. Kreppan býr til
ferskar hugmyndir.
Í fimmta lagi er mjög lág arðsemiskrafa hjá
eigendum; það eru allir sáttir við að eiga fyrir
reikningum og launum og vonast til að upp
sveiflan komi fljótlega.“
T