Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
Guðmundur Kristjánsson.
Kári Ársælsson fyrirliði.
Þjálfarinn, Ólafur Helgi Kristjánsson.
• Breiðablik fékk rúmlega 15 milljónir króna fyrir að taka þátt í UEFA-keppninni
síðasta sumar.
• Breiðablik fær yfir 100 milljónir króna vegna sölu Reading á Gylfa Þór
Sigurðssyni til þýska liðsins Hoffenheim síðasta sumar. Gylfi Þór, sem kom ungur
til Breiðabliks frá FH, fór frá Blikum til Reading 2005.
• Breiðablik kemur til með að fá 30-50 milljónir króna fyrir þátttöku sína í
undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta sumar.
• Breiðablik fékk 20 til 30 milljónir fyrir söluna á Alfreð Finnbogasyni til belgíska
liðsins Lokeren.
• Breiðablik fékk 20 til 30 milljónir fyrir söluna á Jóhanni Berg Guð mundssyni til AZ
Alkmaar í Hollandi fyrir bráðum tveimur árum.
PENINGAKASSINN:
YFIR 200 MILLJÓNIR Í KASSANN
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Auglysing_Gagnavarslan ráðgjöf_útlínað.pdf 1 20.12.2010 21:05:35
áhorf endur lítil sem engin. Breiðablik lék heimaleiki sína á gamla Mela
vellinum í Reykjavík í efstu deild 1971, 1972 og 1973.
Það var ekki fyrr en á fjórða keppnisári í efstu deild, 1976, að Blikar léku
á heimavelli í deildinni, á hinum glæsi lega Fífuhvammsvelli, sem var fyrsti
grasvöllurinn á Íslandi sem var upphitaður.
Blikar hafa átta sinnum unnið sér sæti í efstu deild, sjö sinnum fallið. Nú
er ekki lengur hægt að varpa fram spurn ingunni sígildu sem menn spurðu
oft á árum áður: Hvað er grænt – og fellur á haustin?
Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á einn mann þegar rætt
er um Íslandsmeistaratitil Breiðabliks. Það er Gunnar Birgisson, fyrr
verandi bæjarstjóri Kópavogs, en hans þáttur er stór. Gunnar er mað
urinn á bak við hina miklu uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í
Kópavogi, sem æska Kópavogs hefur fengið að njóta.
Kópavogsbúar þurfa ekki lengur að leita til Reykja víkur eins og þeir
gerðu á árum áður heldur leita nágranna sveitarfélögin til þeirra. Undir
forustu Gunnars voru tvær íþróttahallir reistar, Fífan og Kórinn.
Þessi tvö glæsilegu mannvirki hafa ekki eingöngu ýtt undir áhuga hjá
ungviðinu í Breiðabliki heldur einnig hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, sem
er með öflugt unglinga starf eins og Breiðablik.
Íslandsmeistaratitill Breiðabliks er mikil lyftistöng fyrir alla Kópa
vogsbúa. Sigur fyrir þennan stærsta kaupstað landsins sem á tveimur
árum hefur fengið tvo stóra titla í knattspyrnu karla. Til þessa hafa
konurnar í Breiðabliki haldið merkinu á lofti. Boltinn er orðinn
bissness hjá grænum í Kópavogi.