Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 58

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Guðmundur Kristjánsson. Kári Ársælsson fyrirliði. Þjálfarinn, Ólafur Helgi Kristjánsson. • Breiðablik fékk rúmlega 15 milljónir króna fyrir að taka þátt í UEFA-keppninni síðasta sumar. • Breiðablik fær yfir 100 milljónir króna vegna sölu Reading á Gylfa Þór Sigurðssyni til þýska liðsins Hoffenheim síðasta sumar. Gylfi Þór, sem kom ungur til Breiðabliks frá FH, fór frá Blikum til Reading 2005. • Breiðablik kemur til með að fá 30-50 milljónir króna fyrir þátttöku sína í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta sumar. • Breiðablik fékk 20 til 30 milljónir fyrir söluna á Alfreð Finnbogasyni til belgíska liðsins Lokeren. • Breiðablik fékk 20 til 30 milljónir fyrir söluna á Jóhanni Berg Guð mundssyni til AZ Alkmaar í Hollandi fyrir bráðum tveimur árum. PENINGAKASSINN: YFIR 200 MILLJÓNIR Í KASSANN C M Y CM MY CY CMY K Auglysing_Gagnavarslan ráðgjöf_útlínað.pdf 1 20.12.2010 21:05:35 áhorf endur lítil sem engin. Breiðablik lék heimaleiki sína á gamla Mela­ vellinum í Reykjavík í efstu deild 1971, 1972 og 1973. Það var ekki fyrr en á fjórða keppnisári í efstu deild, 1976, að Blikar léku á heimavelli í deildinni, á hinum glæsi lega Fífuhvammsvelli, sem var fyrsti grasvöllurinn á Íslandi sem var upphitaður. Blikar hafa átta sinnum unnið sér sæti í efstu deild, sjö sinnum fallið. Nú er ekki lengur hægt að varpa fram spurn ingunni sígildu sem menn spurðu oft á árum áður: Hvað er grænt – og fellur á haustin? Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á einn mann þegar rætt er um Íslandsmeistaratitil Breiðabliks. Það er Gunnar Birgisson, fyrr­ verandi bæjarstjóri Kópavogs, en hans þáttur er stór. Gunnar er mað­ urinn á bak við hina miklu uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Kópavogi, sem æska Kópavogs hefur fengið að njóta. Kópavogsbúar þurfa ekki lengur að leita til Reykja víkur eins og þeir gerðu á árum áður heldur leita nágranna sveitarfélögin til þeirra. Undir forustu Gunnars voru tvær íþróttahallir reistar, Fífan og Kórinn. Þessi tvö glæsilegu mannvirki hafa ekki eingöngu ýtt undir áhuga hjá ungviðinu í Breiðabliki heldur einnig hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, sem er með öflugt unglinga starf eins og Breiðablik. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks er mikil lyftistöng fyrir alla Kópa­ vogsbúa. Sigur fyrir þennan stærsta kaupstað landsins sem á tveimur árum hefur fengið tvo stóra titla í knattspyrnu karla. Til þessa hafa konurnar í Breiðabliki haldið merkinu á lofti. Boltinn er orðinn bissness hjá grænum í Kópavogi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.