Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Kínverjar eru orðnir svo auðugir að þeir eru orðnir helstu lán veit­ endur Bandaríkjamanna. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ísland er á kínversku Bing Dao sem merkir Íseyjan í kínverskri tungu. Það er ekki algengt í kínversku að heiti lands hafi svo bók staflega merk­ ingu eins og Ísland. Það var Deng Xiaoping sem opnaði Kína fyrir erlendum fjárfestum fyrir þrjátíu árum og leyfði bændum að selja afurðir sínar á mörk­ uðum borganna. Með því að opna landið með þessum hætti urðu Kínverjar hluti af alþjóðlegu markaðs­ og efnahagsumhverfi. Það var svo árið 1984 sem Kínverjar gengu lengra og ákváðu að allar helstu borgirnar yrðu opnaðar fyrir erlendum fjárfestum. Árið 1992 var svo stefnan sett á sósíalískt markaðshagkerfi undir forystu Dengs Xiaopings. Kína er að þróast úr bændasamfélagi í nútímalegt borgar­ samfélag. Sameinuðu þjóðirnar spá því að á árinu 2050 muni um tveir þriðju hlutar Kínverja búa í borgum en þetta hlutfall er í dag innan við helmingur. Hótelið sem við gistum á í Peking heitir Best Western. Þarf nokkuð að ræða það frekar. Fínt hótel og vestrænt; eins og nafnið bendir til. Þessi ferð til Kína stóð yfir í tíu daga. Þetta var mikið ferðalag. Frá Peking var farið til borgarinnar Xian og þaðan flogið til suðvesturs til borgarinnar grænu; Guilin. Þar eru þekkt kalksteinsfjöll og einstakt að sigla um Li­fljótið. Það var einmitt við Li­fljótið sem fræg sjónvarpsauglýsing banka var tekin upp. En þar eru veiðimenn á fljótinu og láta fugla kafa eftir fiski. Eftir flug upp til Peking frá Guilin fór vel á því að kveðja Kína og rölta yfir í Air China­flugvélina út um eitt af hliðunum á flugstöðinni stórkostlegu í Peking, Musteri Mammons sem ég nefni svo. Efnahagsrisinn í austri var kvaddur og flogið heim á fornar slóðir, heim til Bing Dao. Kína Torg hins himneska friðar. Þaðan er gengið að Keisaratorginu og Forboðnu borginni. Dansað að morgni sunnudags við hof keisaranna; Hof hins himneska friðar. Umferð og mannmergð í stórborginni Xian. Kínverskir múslimar biðjast fyrir í Stóru Moskunni í stórborginni Xian í miðri Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.