Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? MONICA CANEMAN, stjórnarformaður Arion banka: Fjárhagslegri endurskipulagningu mun ljúka um mitt næsta ár FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvernig miðar endurreisn bankanna? Óhætt er að segja að enduruppbyggingu íslensku bankanna miði vel. Vissulega hefur efnahagsástandið á Íslandi ekki náð jafnvægi og enn er nokkuð í land, bæði innan bankanna og í efnahagslífinu í heild. En nýju bönkunum hefur engu að síður orðið vel ágengt á stuttum tíma. Eitt af megináhersluatriðum ársins 2010 var að tryggja fjárhagslegan styrk Arion banka. Íslenskt hagkerfi er enn háð mikilli óvissu, sem að einhverju leyti endurspeglast í efnahagsreikningi bankans. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að styrkja eiginfjárhlutfall bankans. Að kröfu Fjármálaeftirlitsins skal eiginfjárhlutfall bankanna vera yfir 16% – sem er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði. Í lok þriðja ársfjórðungs árið 2010 var eiginfjárhlutfall Arion banka hins vegar 18,1%. Þetta er mikilvægt fyrir okkur og ber vitni um fjárhagslegan styrkleika bankans og þann árangur sem náðst hefur. Mikilvægt skref í enduruppbyggingu bankanna er að ljúka sértækum aðgerð­ um varðandi lán til fyrirtækja og heimila í fjárhagserfiðleikum. Sameiginlegt átak ríkisstjórnarinnar, bankanna og við­ eigandi stofnana í desember varð andi endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja er mjög mikilvægt í þessu tilliti. Arion banki er þegar langt kom inn og við gerum ráð fyrir að ljúka endur­ skipu lagningu skulda bæði heimila og fyrirtækja á árinu 2011. Ég býst við að lokaáfanganum í endur­ uppbyggingu íslensku bankanna verði náð þegar þeir fá tækifæri til fjöl breytt ari fjármögnunar með aðgangi að alþjóð­ legum mörkuðum. Þó á ég ekki von á að af þessu verði fyrr en eftir eitt til tvö ár, sennilega á árinu 2012. Fyrst þarf Ísland að ljúka Icesave­málinu, íslenska ríkið að komast inn á alþjóðlegan skulda­ bréfamarkað og bankarnir að eiga að baki tvö til þrjú ár í farsælum rekstri. Og sem betur fer erum við vel á veg komin. Hversu traust eru útlánasöfn nýju bankanna og hversu mikil er afskrifta­ þörf þeirra næsta árið? Þótt lánabækur bankanna séu enn háðar óvissu vegna skulda heimila og fyrir tækja, gjaldeyrishafta og almenns ástands hagkerfisins erum við sannfærð um að staða útlána eins og hún birtist í efnahagsreikningi okkar endurspegli raun virði þeirra. Við endurmetum lánabók okkar á a.m.k. sex mánaða fresti til að tryggja að reikningar okkar endurspegli raunvirðri lánabókarinnar. Við eigum ekki von á að þörf verði fyrir frekari varúðar­ niðurfærslu á árinu 2011. Arion banki mun þó þurfa að gera ein­ hverjar frekari niðurfærslur á tilteknum lánum á árinu 2011, eins og allar aðrar fjármálastofnanir í heiminum. Á móti munu önnur lán í útlánasafni bankans hækka að virði. Þetta er eðlilegur þáttur í starfsemi banka. Við teljum þó að almennt muni virði lánabókarinnar halda áfram að aukast eins og það hefur gert undanfarin tvö ár. Nú eru lán til einstaklinga aðeins um 25% af lánabók Arion banka, langmest Monica Caneman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.