Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 63 Afnám gjaldeyrishafta HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? nokkur af okkar betri fyrirtækjum eru nú í fangi bankanna, eignaumsýslufélaga og annarra bráðabirgðaeigenda. Mörg þeirra eru í góðum rekstri, þó að sum hver hafi verið skuldsett um of. Hlutverk banka er að vera stuðningur við öll fyrirtæki í rekstri, þeir eru því ekki heppilegir eignaraðilar einstakra fyrir tækja. Sjónarmið samkeppni og gagn sæis verða að vera í forgangi þegar kemur að heilbrigðum markaðsbúskap. Því er brýnt að koma fyrirtækjum sem fyrst í eðlilegan rekstur á ný undir stjórn fram­ tíðareigenda. Hlutabréfamarkaðurinn getur leikið lykilhlutverk í þessu ferli með skrán ­ ingu fyrirtækja á markað. Það bæði flýtir fyrir nauðsynlegum umskiptum og gefur almenn ingi tækifæri á því að njóta ávinn ings af uppsveiflu í íslensku efna hags lífi. 3. Draga úr pólitískum afskiptum af fjárfestingum Draga þarf sem fyrst úr pólitískum afskipt ­ um af fjárfestingum og viðskiptalífi. Það fer ekki á milli mála að Ísland hefur færst til vinstri í áherslum á efnahags stjórn og skipulag hagkerfisins. Fjöldi mála sem endar á borðum ráðherra er til marks um vonda hagstjórn. Ég tel að við séum komin töluvert vinstra megin við Norðurlöndin í þessum efnum og það sé mjög varhuga­ vert. Norðurlöndin hafa byggt upp afar öflug hagkerfi. Grunn urinn að árangri Norðurlandanna felst í áherslum þeirra á velferð og markaðs búskap. Við eigum að fylgja nágrönnum okkar í öllum aðalatriðum og ná á ný fótfestu meðal þeirra þjóða sem standa fremst í efnahags málum. 4. Framtíðarskipan gjaldmiðilsins Taka þarf ákvörðun um framtíðarskipan peningamála á Íslandi. Eigum við að byggja á eigin gjaldmiðli og gera í því skyni nauð­ synlegar ráðstafanir að því er varðar pen­ ingastefnuna, ríkisfjármálastefnuna og innri gerð peningakerfisins? Eða eigum við að horfa til evrunnar og aðildar að Evrópu­ sambandinu í þessu efni? Þetta eru stórar spurningar. Við erum á krossgötum og leiðin sem við veljum getur ráðið miklu um lífskjör þjóðarinnar til framtíðar. Þótt því hafi verið haldið fram að þetta verkefni geti beðið af því langt er í það að niðurstöður fáist er það alls ekki rétt að mínu viti. Töf og hik grafa undan hagkerfinu og leiða til þess að við ná­ um okkur seinna á strik en ástæða er til. TÓMAS ÞORVALDSSON forstjóri hjá Þorbirninum í Grindavík Vonlaus skattastefna FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA 1. Hvaða árangur ert þú ánægðastur með innan þíns fyrirtækis á árinu? Reksturinn hefur gengið vel, og góður starfsandi er í fyrirtækinu. 2. Áttu von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Nei, og því miður er talsvert langt í að þau verði afnumin. Stjórnvöldum mun ganga illa að finna rétta tímann til þess. 3. Óttast þú fjármagnsflæði frá land­ inu með afnámi gjaldeyrishafta? Já, og hætt er við að gengi okkar ágætu íslensku krónu verði fyrir áfalli. 4. Hvað telur þú að sé algengasta um ­ ræðuefnið á meðal stjórnenda núna? Hægagangur ríkisstjórnarinnar, vonlaus skattastefna hennar og vantrú þeirra sem þar sitja á frelsi einstaklingsins til athafna. Ekki dugar að reyna að tala þjóðina út úr vandræðum, það verður að byggja upp atvinnulífið, skapa atvinnu. 5. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrir ­ tækja og endurskipuleggja fjár mál þeirra? Gangurinn í þeirri vinnu er í samræmi við vinnuhraða stjórnvalda. 6. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Nokkrar fjallgöngur, fjórhjólaferð um Strandir í góðum hópi við leiðsögn bóndans á Bassastöðum og ekki síst sam vera með fjölskyldu og vinum og fjölg un kröftugra afkomenda. Tómas Þorvaldsson „Ekki dugar að reyna að tala þjóðina út úr vand ræðum, það verður að byggja upp atvinnulífið, skapa atvinnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.