Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Tímabundið mun fjármagn flytjast úr landi með einhverri lækkun krónunnar, en kauptækifæri, t.d. fyrir lífeyrissjóði, til að innleysa hagnað af erlendum eignum með því að kaupa krónur, mun rétta gengið hratt af. Hvað telur þú að sé algengasta um­ ræðuefnið á meðal stjórnenda núna? Aðgerða­ og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að koma fjárfestingum í útflutnings­ grein um af stað með tilheyrandi hagvexti og þar með hjólum atvinnulífsins í gang. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrirtækja og endurskipuleggja fjármál þeirra? Þeir munu eflaust hreyfa sig hratt nú þegar „Beina brautin“ – samkomulag um úrlausn skuldavanda smárra og meðal­ stórra fyrirtækja milli stjórnvalda, fjár­ mál a stofnana og Samtaka atvinnu lífsins – hefur verið sett af stað. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Við hjónin eignuðumst okkar fyrsta barn a­ barn nú í nóvember sl. – sprækan strák. Grímur Sæmundsen BERGSTEINN EINARSSON, forstjóri Sets á Selfossi: Of langur tími í aðgerðir FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægðastur með innan þíns fyrirtækis á árinu? Fyrirtæki okkar varð fyrir helmings veltufalli árið 2009 eftir hrun krónunnar. Á árinu 2010 hefur okkur tekist að auka umsvifin aftur um fjórðung innan­ lands og útflutningur hefur einnig vaxið tölu­ vert. Áttu von á því að gjald­ eyrishöftin verði afnum­ in á næsta ári? Gjaldeyrishöftin kunna að verða afnumin þegar líða tekur á árið, en það er þó vandséð vegna þess hversu langan tíma það hefur tekið að vinna úr ýmsum málum. Óttast þú fjármagns­ flæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Það mun auðvitað verða töluvert útstreymi fjár magns við afnám gjaldeyrishafta. Íslenskt stjórnmála­ og fjármálakerfi hefur beðið skipbrot og orðið fyrir álitshnekki. Útlendingar vilja almennt geyma peningana sína eða fjár­ festa annars staðar. Hvað telur þú að sé algengasta umræðu­ efnið á meðal stjórn­ enda núna? Algengt umræðuefni meðal stjórnenda er að ríkisstjórn vinstrimanna og kommúnista beri ábyrgð á slæmu efna­ hagsástandi. Staðan er hins vegar til komin vegna hruns gjaldmiðilsins eftir kol ranga efnahags­ og peningamálastefnu, einkum í kjölfar EES­ samningsins og sölu ríkisbankanna. Þetta eiga allir að vita nú þegar staðreyndir blasa við. Við þurfum að tala meira og af alvöru um gildi innlendrar framleiðslu og aukinn útflutn ing, raun verulega verð mæta­ sköpun. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrirtækja og endurskipuleggja fjármál þeirra? Of langur tími hefur farið í aðgerðir vegna skulda­ vanda heimila og fyrir­ tækja, enda erfitt og flókið verkefni. Best hefði verið að fara í almennar sam ræmdar aðgerðir strax eftir hrun en ekki að mismuna vel reknum og illa reknum heimilum og fyrirtækjum smátt og smátt eftir því sem tíminn líður. Slíkt getur skapað enn meiri óeiningu og upplausn í samfélaginu. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Samvera með fjöl skyld­ unni á tímamótum í lífi mínu sl. haust og dvöl okkar stjórnenda og tæknimanna Sets í Þýskalandi við upp­ setn ingu nýrrar fram­ leiðslulínu. Vinnan stóð sem hæst í apríl en þá lokuðust átta manns þar um tíma vegna goss­ ins í Eyjafjallajökli. Afar táknrænt upphaf á starf­ semi okkar í EU. Bergsteinn Einarsson Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um heillarríkt komandi ár www.rarik.is Gleðilegt ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.