Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 VALDIMAR sem auðveldaði þeim sem á eftir komu að taka við rekstr inum. Hann hafði leitað til Höskuldar Frímannssonar um ráðgjöf og þau systkini segja að æ síðan hafi fyrirtækið notið aðstoðar Höskuldar, sem hafi reynst dýrmætt. Sömuleiðis segja þau að það hafi skipt miklu að hafa góðan endurskoðanda sem gjörþekkti reksturinn en Guðlaugur Guð­ mundsson var endurskoðandi Kjöríss um árabil. Einfaldur markaður – hörð samkeppni Ísmarkaðurinn á Íslandi er í sjálfu sér ekki flókinn, þar keppa tvö fyrirtæki; Kjörís og Emmessís, auk þess sem nokkuð er flutt inn af ís. Valdimar segir að fyrstu 20 árin hafi einkennst af harðri baráttu við ríkisstyrktan mjólkuriðnað. Um eðli þeirrar samkeppni bendir hann á þá einföldu staðreynd að Kjörís sé eina fyrirtækið sem hefur lifað af samkeppni við Mjólkursamsöluna! Síðustu árin hefur samkeppnin verið meira á markaðslegum forsendum og nú er svo komið að Emmessís er einnig rekinn af einkaaðilum. Mjólkursamsalan sér um hráefnissölu til beggja fyrirtækjanna og nú fyrst segja þau að aðstæður séu að verða eðlilegar. Að sögn Valdimars stefnir í 5­7% veltuaukningu á árinu 2010 hjá þeim. Veltan á ísmarkaðnum íslenska er áætluð um 1.800 milljónir króna og þar af er Kjörís með 50­55% markaðshlutdeild. Árið 2009 var velta Kjöríss 902 milljónir króna og Emmessíss 781 milljón. Síðan er alltaf spurning hvernig innflutningur er metinn auk þess sem nokkrar ísbúðir framleiða ísinn sjálfar. Sömuleiðis er framleiðsla beint frá bónda að færast í vöxt og segja þau að það sé skemmtileg viðbót. Þau segjast ekki hafa áhyggjur af slíkri samkeppni, reynslan sýni að hún leiði fyrst og fremst til þess að markaðurinn stækki. Kjörís byrjaði í 250 fermetra húsnæði en eins og fyrr segir hefur verið byggt níu sinnum við upprunalegu bygginguna. Nú þarf 3.800 fer­ metra til að hýsa starfsemi félagsins í þremur húsum í Hveragerði en ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess fyrir atvinnulífið þar. Sömuleiðis hefur félagið dreifingarstöð á Akureyri. Þegar Kjörís fór af stað störfuðu sjö hjá félaginu en núna starfa þar 50 manns og hefur orðið lítil breyting á þeim fjölda undanfarin ár. Yfir sumarið fjölgar hins vegar starfsmönnum mikið og fara þá upp í 70 til 75. Sumarið er jú líka tími íssölunnar. „Það má segja að það hafi verið okkar lukka eftir hrunið hvað það hefur verið gott veðurfar. Hver gráða skiptir máli varðandi sölu á ís. Við sýtum ekkert sérstaklega hlýnandi veðurfar,“ segir Valdimar. Guðrún vitnar í framhaldinu til orða föður þeirra sem sagði að það gæti verið heppilegt fyrir Kjörís að framleiða gúmmístígvél, því þegar rigndi félli sala á ís en um leið skapaðist eftirspurn eftir stígvélum! En það hefur einnig sitt að segja varðandi aukna sölu á ís að Íslendingar ferðast minna til útlanda. „Ísinn hefur reynst vera kreppuvara þar sem neytendur hafa haldið tryggð við okkur.“ Það vekur athygli að dreifingin fer einungis fram frá Hveragerði. Gerð var tilraun til að byggja dreifingarmiðstöð í Reykjavík fyrir nokkrum árum en Valdimar segir að komið hafi á daginn að það hafi verið mistök. „Það er lykilatriði að hafa alla dreifingu frá Hveragerði. Húsið í Reykjavík var selt og öll dreifingarstarfsemi flutt austur í Hveragerði.“ Daginn sem blaðamaður hitti þau systkini höfðu einmitt borist tíðindi af veggjaldi á Suðurlandsveg sem þau sögðu að kæmi sér mjög illa fyrir fyrirtækið og þá viðleitni að dreifa frá Hveragerði. „Það voru margir sem sögðu það óðs manns æði að dreifa héðan á sínum tíma, það væri ekki hægt að vera í þessum geira öðruvísi en að vera með dreifingu í Reykjavík. Við sýndum að það var hægt.“ Fyrstu tuttugu árin einkenndust af harðri baráttu við ríkisstyrktan mjólkuriðnað. Kjörís mun vera eina fyrirtækið sem hefur lifað af samkeppni við Mjólkursamsöluna; fyrir utan Mylluna sem sameinaðist Samsölubrauðum. HJÓNIN VALDIMAR OG SIGRÚN ÁSAMT FJÖLSKYLDU Myndin tekin við fermingu dótturinnar sl. vor. Frá vinstri; Valdimar, Hafsteinn, Sigrún, Guðbjörg og Kristján. Mynd: Lýður Geir Guðmundsson. www.alcoa.is Gleðilegt ár Steinhúsið á Sómastöðum var hlaðið árið 1875 og múrað saman með jökulleir. Hans Jakob Beck útvegsbóndi lét reisa húsið, sem er nú hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjasafnið, í samstarfi við húsafriðunarnefnd, stóð fyrir gagngerri viðgerð á húsinu á árunum 2008–2010. Viðgerðin naut styrks Samfélagssjóðs Alcoa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.