Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
Hvaða fjögur atriði eru brýnust í efna
hagsmálum þjóðarinnar?
1. Aflétta gjaldeyrishöftum
Fyrir lítið land skiptir meginmáli að versl
un við útlönd sé sem greiðust. Þess
vegna er brýnt að aflétta sem fyrst höft
um á viðskipti með erlendan gjald eyri.
Gjaldeyrishöft geta ef til vill átt rétt á sér í
skamman tíma, þegar hætta vofir yfir, en
ekki til langframa.
2. Fjölþjóðlegur gjaldmiðill
Einnig þarf að vinna að því að taka upp
gjaldmiðil sem fleiri en Íslendingar nota
og auðvelda þannig viðskipti við útlönd.
Góð byrjun væri að sækjast eftir svipuð
um samningi og Danir hafa gert við
Evróp ska seðlabankann um að bankinn
styðji við gengi krónunnar gagnvart
evru. Ef of torsótt þykir að taka upp evru
eftir hefð bundnum leiðum má minna á
að nokkur lönd, sem hafa verið í svipaðri
stöðu og Ísland, virðast hafa góða reynslu
af því að taka erlendan gjaldmiðil upp
einhliða.
3. Auknar kröfur til opinberra fjármála
Þegar farið verður að nota fjölþjóðlegan
gjaldmiðil á Íslandi verður að gera meiri
kröfur til opinberra fjármála en áður. Til
dæmis verður að draga úr heimildum
sveitarfélaga til þess að taka lán.
Mikilvægt er að íbúar á hverjum stað
borgi sjálfir þær skuldir sem sveitarfélögin
hafa þegar stofnað til, en ríkið taki ekki
að sér að borga reikninginn. Það ýtir
bara undir óráðsíu seinna. Draga verður
úr ríkisábyrgðum á fjárskuldbindingum
eftir því sem kostur er. Þær eru ekki
ókeypis aðferð við að lækka vexti, eins
og stundum hefur heyrst.
4. Fólk velji sér lífeyrissjóð
Núna er mikill áhugi á að nota lífeyrissjóði
í alls kyns þjóðþrifaverkefni, önnur en að
greiða lífeyri. Það er í sjálfu sér eðlilegt,
því að þarna er mikill hluti af því sem eftir
er af auði landsmanna. Besta leiðin til
þess að koma í veg fyrir slíka misnotkun
á sjóðunum er að fólk fái sjálft að velja
sér lífeyrissjóð. Það mun þá borga í þá
sjóði sem einbeita sér að því að ávaxta
lífeyrissparnað, fremur en þá til dæmis
sem hafa hugann meira við að móta
endurreisn íslensks atvinnulífs.
SIGURÐUR JÓHANNESSON,
aðjúnkt við Háskóla Íslands:
Taka upp fjölþjóðlegan gjaldmiðill
Sigurður Jóhannesson
ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON,
forstjóri Kauphallarinnar:
Afnám gjaldeyrishafta
HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT?
Hvaða fjögur atriði eru brýnust í efna
hags málum þjóðarinnar?
1. Afnema gjaldeyrishöftin
Nú eru kjöraðstæður í íslensku efna hags
lífi til að afnema gjaldeyrishöftin. Sam
keppnis hæfni atvinnulífsins og
eign a staða þjóðarbúsins er sterk og raun
gengi sögulega lágt. Það hefur skilað sér
í myndarlegum afgangi af við skiptum við
útlönd. Ekki eru haldbær rök fyrir koll
steypu efnahagslífsins við afnám, því
mið að við ástand efnahagslífs eru yfir
gnæf andi líkur á því að raungengi krón
unnar styrkist til framtíðar. Það er skaðlegt
að bíða með afnám gjald eyris hafta, því
lengur sem við bíðum því meira draga þau
þrótt inn úr efna hagslífinu og rýra traust á
þjóðar búskapnum.
2. Eignarhald á fyrirtækjum komist í
hendur frambúðareigenda
Mikilvægt er að koma eignarhaldi á fyrir
tækjum í hendur frambúðareigenda, en Þórður Friðjónsson
MAT HAGFRÆÐINGA
MAT HAGFRÆÐINGA