Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 MEÐ HÁLFA Valdimar Hafsteinsson, maður ársins í atvinnulífinu 2010: TEXTI: SIGURÐUR MÁR JÓNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL. ÍSÖLD AÐ BAKI Kjörís er hefðbundið fjölskyldufyrirtæki sem á sér rúmlega fjörutíu ára sögu. Það er eitt þekktasta vörumerki landsins. Það er með hátt eiginfjárhlutfall, 59%, og býr að því að hafa farið varlega í útlánabólunni miklu á árunum 2003 til 2007. Það er með rúmlega 900 milljónir í veltu. Valdimar hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins sl. sextán ár. Hann og systkini hans eru alin upp með fyrirtækinu og í þeirra tilviki má segja að þau séu með næstum hálfa ísöld að baki. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjöríss, er þekktur fyrir að svara á hógværan hátt. „Ég er bara framkvæmdastjóri og fæ enga stjórnarsetu,“ segir hann brosandi þegar talið berst að stjórn fyrirtækisins. Valdimar er sonur hjón anna Hafsteins Kristinssonar mjólkurfræðings og Laufeyjar Valdi­ marsdóttur sem stofnuðu Kjörís ásamt fleirum árið 1969. Haf steinn féll frá árið 1993 eftir að hafa fengið heilablóðfall aðeins 59 ára að aldri. Valdimar og systkini hans eru alin upp með fyrirtækinu sem á rúm fjörutíu ár að baki. Í þeirra tilviki má segja að þau séu með næstum hálfa ísöld að baki. Kjörís er mikið fjölskyldufyrirtæki og hefur verið það frá upphafi. Fyrir­ tækið er með hátt eiginfjárhlutfall, 59%, og skuldar 165 milljónir króna. Það fór varlega í útlánabólunni miklu á árunum 2003 til 2007 og býr að því núna. Skuldahlið efnahagsreikningsins er í góðu lagi á sama tíma og skuldir næstum sjö þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi eru í ólagi eftir hrunið og þarfnast endurfjármögnunar. Ein systra Valdimars, Guðrún, tók tímabundið við af föður sínum eftir að hann féll frá 1993 en Valdimar tók við starfi framkvæmdastjóra árið 1994 og hefur gegnt því síðan. Samstaðan og einurðin er mikil inn an fjölskyldunnar um að reka fyrirtækið af myndarskap og á vand aðan hátt. „Við höfum notið þess hve góð samstaða er á milli okkar systkinanna og annarra hluthafa. Við búum að því að móðir okkar, Laufey, og föður bróðir, Guðmundur Kristinsson, sitja í stjórn.“ Valdimar segir að byggt hafi verið við húsnæði fyrirtækisins níu sinn­ um en aldrei komið til greina að flytja. Kjörís er í Hveragerði, nánast í miðju bæjarins, og þar verður þessi þekkti ísframleiðandi áfram. Það fer vel á því að framleiða ís á háhitasvæði; heitt og kalt; hverir og ísfram­ leiðsla; heitt í veðri og ís. Kjörís er eitt þekktasta vörumerki landsins og nær fljótlega að rjúfa eins milljarðs króna múrinn í veltu. Ís er vinsæll. Takið eftir því að Kjörís var stofnaður árið 1969 þegar íslenskt atvinnu líf gekk í gegnum kreppu og aflabrest og fjöldi iðnaðarmanna flutti af landi brott. Það var mikið atvinnuleysi. Það var í þessu um hverfi sem lagt var út í ísframleiðslu í Hveragerði. Í ofanálag reyndi Fram leiðsluráð að bregða fæti fyrir fyrirtækið með því að hætta niður greiðslu á mjólk og smjöri til rjómaísgerðar. En Hafsteinn sá við því; hann fór í jurtaísinn. Kjörís er mikið fjölskyldufyrirtæki og hefur verið það frá upphafi. Fyrir tækið er með hátt eigin­ fjárhlutfall, 59%, og skuldar 165 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.