Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 og því má segja að Kjörís hafi farið inn á þá braut að flytja inn ís sem erfiðara er að framleiða og kallar á dýrar fjárfestingar. Fjölbreytt starfsemi Sú viðleitni félagsins að vera sjálfum sér nægt á sem flestum sviðum hefur orðið til þess að það rekur margvíslega tengda starfsemi sem meðal annars kallar á talsverða vélaþekkingu. Fyrir utan framleiðslu vélarnar rekur félagið stóran bílaflota og starfrækir sérstakt verkstæði til að þjónusta hann. Því tengt er sérstakt dekkjaverkstæði. „Við hendum aldrei neinu sem hægt er að nýta. Hér eru fjórir vélamenn og við rekum eigið bifvélaverkstæði enda finnst okkur tíu ára bílar alls ekkert gamlir,“ segir Guðrún. Vitaskuld kemur þessi þörf fyrir eigin þjónustu til af því að bílarnir eru sérhannaðir með frystiaðstöðu og því þarf að nýta þá vel. Þegar gengið er um fyrirtækið rekur fólk augun í frystikistur og ís­ gerðarvélar. „Það er hluti af þessari starfsemi að vera með tæki fyrir vörurnar okkar og það hefur þróast út í það í gegnum árin að við útvegum frystikistur og skápa fyrir okkar vörur í verslanir. Við íhugum fjárfestingar ákaflega vel og reynum að nýta hlutina. En rekstur, eins og sá sem Kjörís stendur fyrir, kallar á talsverðar fjárfestingar á hverju ári,“ segir Valdimar. Sam skipti milli framleiðanda og seljanda vörunnar eru mikil. Aðspurður segir Valdimar það vera sjaldgæft að beðið sé um útilokandi samninga við verslanir þar sem aðeins annar framleið andinn kemur sínum vörum að. „Á tímabili var meira um slíka samninga en bless­ unarlega hefur þeim fækkað,“ segir Valdimar. „Annað gildir með sölu á ísblöndu. Þar eru gerðir samn ingar við framleið endur um ísgerðarvélar og frysta sem eru merktir þeim og algengast að aðeins sé selt frá öðrum framl eiðand an um enda staðirnir þá oftast merktir honum.“ Hvað er svona merkilegt við ís? Kjörís er með um það bil 260 vörunúmer og framleiðir sjálft um 160 vörutegundir af ís. Ís er því ekki bara ís. Neytendavörumarkaður tekur stöðugum breytingum og að sögn Guðrúnar þarf sífellt að koma með nýjar vörur eða gæða eldri vörur nýjungum; t.d. með nýjum umbúðum. Markaðurinn er kröfuharður á slíkt. – En sumt næst að endurnýta og Guðrún dregur fram pakkningar sem gengu í endurnýjun lífdaga við hrunið en þá margfaldaðist verð á plasti. Gömlu pappaöskjurnar fengu þá líf á ný. „Ís er sérstök vara að því leyti að neytendur eru mjög nýjungagjarnir og mjög svo móttækilegir fyrir að prófa eitthvað nýtt. Á síðustu árum höf um við verið með um 20 nýjungar á hverju ári, stundum er það fyrst og fremst í formi umbúðabreytinga,“ segir Guðrún. Hún segist undrast það hve virk samskipti við neytendur eru. „Fólk er ótrúlega duglegt að senda ábendingar eða umsagnir og ég fagna því mjög.“ Vöruþróunin fer að mestu fram innan fyrirtækisins og er „talsvert meira en bragðskyn þeirra systkina“. Samstarf við utanaðkomandi þekkist þó og má þar helst nefna langt og farsælt samstarf við Nóa­Síríus, annað rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Einnig hefur Kjörís verið í samstarfi við Latabæ um framleiðslu á skyrís. „Það er gaman þegar íslensk fyrirtæki leiða saman krafta sína,“ segir Guðrún en hún segir að þau fái mjög sterka svörun við nýjum vörum af þessu tagi. Hjá Kjörís er sex til sjö manna vöruþróunarhópur sem veltir hugmyndum á milli sín. „Nú, svo koma stundum barnahópar í heimsókn til að taka út vörur. Það er mjög vinsælt,“ segir Guðrún og bætir við: „Sumt af okkar vörum selur sig sjálft eins og sérskreyttu ísterturnar okkar. Vöruþróunin er stöðug hjá okkur. Núna göngum við frá vörum sem kynntar verða á næsta ári og á kafi að smakka vörur fyrir næsta sumar. Það skemmtilegasta í þessu starfi er hve vara okkar er tengd gleðistundum í lífi viðskiptavinanna. Fólk er yfirleitt að gera sér eitthvað til hátíðabrigða þegar það fær sér ís, hvort sem það er að fara í bíltúr með börnin eða barnabörnin og gefa þeim ís eða halda veislu. Fólk virðist tengja ís við gleði, sumar og sælu. Það er sér­ lega ánægjulegt.“ Valdimar segir að það sé reynsla þeirra að smásölumarkaðurinn á Íslandi sé mjög krefjandi og kaupendur geri miklar kröfur til vörunnar. „Það mun ekki minnka á næstunni. Sjálfsagt verða eigendaskipti á smásölu­ markaðnum og menn þurfa að gera betur til að skila sínu til nýrra eigenda.“ Fyrir skömmu hóf Kjörís að taka þátt í norrænu vöruþróunarverkefni á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og í tengslum við Nýsköp­ unarmiðstöð Íslands. Kjörís er eitt af 100 fyrirtækjum á Norðurlöndunum sem taka þátt í verkefninu. Unnið er að því að þróa aðferðafræði sem gerir fyrirtækin hæfari í vöruþróun þannig að þau geti tekist á við framtíðina og staðið sig betur í samkeppni. Á milli 10 og 15 íslensk fyrirtæki taka þátt í verkefninu og segir Valdimar að það sé mjög spennandi fyrir þau að vera með í þessu. Það hefur verið lögð áhersla á það hjá Kjörís að hafa sterkt eiginfjárhlutfall og Valdimar segir að það sé hluti af þeim gömlu gildum sem hafi ráðið ríkjum. Þar hafi eigendur alltaf viljað hafa borð fyrir báru. Hagnaður ársins 2009 var upp á 43 milljónir króna fyrir skatta og að sögn Valdimars verður hann ekki fjarri því núna. Eigið fé í lok árs 2009 nam 238 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 58%. Heildarskuldir voru 165 milljónir króna sem sýnir vel styrka fjárhagsstöðu Kjöríss, nú þegar félagið er að fikra sig inn í 42. aldursárið. Þegar spurt er hvort ísuppskriftirnar séu mikið leyndarmál brosa systkinin. „Já, svo sannarlega,“ segir Guðrún. „Kjarninn í uppskriftum okkar eru uppskriftir frá pabba sem sjálfsagt koma að hluta til frá Danmörku þar sem hann lærði á sínum tíma. Við höldum vel utan um þær.“ Það skemmtilegasta í þessu starfi er hve vara okkar er tengd gleðistundum í lífi viðskipta­ vinanna. Fólk er yfirleitt að gera sér eitthvað til hátíðabrigða þegar það fær sér ís. Fyrir þá sem þekkja ekki til staðhátta ætti að vera auðvelt að finna fyrir tækið, skiltið út við bæjarmörkin er kostað af Kjörís sem og reyndar margt annað í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.