Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Frjáls verslun hefur fengið tólf þekkta ein stakl inga til liðs við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu tengdu við­ skiptum og efnahagslífi í hverju tölu blaði. ORÐIÐ Þau hafa UMSJÓN: SVAVA JÓNSDÓTTIR HALDA VEL Á SPÖÐUNUM Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar: HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN01 ngrid Kuhlman bendir á að nú standi fyrir dyrum breytingar á mörg um vinnustöðum. „Breyt ingar á vinnustöðum fjalla að stærstum hluta um breyt ingar á hegðun fólks. Það er ekki óalgengt þegar breyt ingar eru innleiddar að það komi upp andstaða hjá starfs­ fólkinu. Stjórn endur eru ráðandi þáttur í breytingunum og mikil vægt að þeir nái að skapa skilning og áhuga hjá starfsmönnum.“ Ingrid nefnir fimm atriði sem hún segir að skipti máli við að takast á við andstöðu: „Í fyrsta lagi þarf að tryggja gott upplýsingaflæði til að halda starfs­ fólki vel upplýstu um það sem er fram undan og útskýra það sem vænst er af því. Án markvissrar upp­ lýsingagjafar er starfsfólkið í besta falli hik andi og í versta falli lamað af kvíða og ekki í stakk búið til að takast á við breytingarnar. Í öðru lagi skiptir miku máli að virkja starfsfólkið til þátttöku í innleiðingu og framkvæmd breyt­ inganna því líklegra er að það taki þeim þá opnum örmum. Það þarf að hlusta á skoðanir starfsfólksins og taka tillit til þeirra. Fólk þarf að upplifa að það skipti máli. Í þriðja lagi skiptir máli að hafa trú á breytingunum. Það er mikil vægt að sýna fram á að þær séu reistar á góðum rökum. Það sem getur virk­ að hvetjandi í breytingaferli er til dæmis að halda upp á árang urinn og draga fram það sem vel gengur; sýna þakklæti, hrósa og sýna jákvæðni. Í fjórða lagi er að sýna starfs mönn­ um fram á hvaða ávinning þeir geta haft af breytingunum eins og til dæmis aukið starfsöryggi, betri verk­ ferla, færri kvartanir og minna álag. Svo er mikilvægt að ganga ekki of hratt til verks í breytingaferlinu og gefa starfsfólki tækifæri til að að lag­ ast. Það er mikilvægt að halda vel á spöðunum.“ UMBÚÐIR ERU ENGIN UNDANTEKN ING Ásmundur Helgason, markaðsfræðingur hjá Dynamo: AUGLÝSINGAR02 llt það sem kemur frá fyrirtækjum og allt það sem kemur frá fulltrúum þeirra, hvort sem er fjölmiðlafulltrúum, forstjórum eða afgreiðslufólki, hefur áhrif á upplifun markaðarins á vörumerkinu. Þess vegna verður að huga að öllum snertiflötum fyrirtækja við almenning. Umbúðir eru þar engin undantekning. Gaman er að skoða mun á umbúðum í hillum verslana. Sumum íslenskum fyrirtækjum hefur tekist afar vel upp við hönnun umbúða og eru á pari við það sem best gerist hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Fyrir vörumerki á neyt endamarkaði er óhætt að fullyrða að umbúðir séu fimmta Péið og í það minnsta jafnmikilvægar og hin fjögur. Á nýju ári má búast við að fyrirtæki nýti sér enn frekar miðla eins og Facebook og aðra rafræna miðla. Enn verða fyrirtæki á Íslandi að nýta birtingafé sitt af mikilli skynsemi og reyna að fá sem mest fyrir aurinn. Hætt er við að jaðarmiðlar eigi þar með áfram undir högg að sækja.“ AI Fyrst og fremst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.