Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 37
Það ríkti mikið bræðralag við stofnun Kjöríss. Stofnendur voru bræð urnir Gylfi og Bragi Hinrikssynir ásamt bræðrunum Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Frumkvöðlar að stofnun Kjöríss
voru Hafsteinn, mjólkurtæknifræðingur, og Gylfi, véltæknifræðingur.
Hafsteinn hafði starfað hjá Búnaðarsambandi Íslands og Osta- og smjör-
sölunni áður en hann stofnaði Ostagerðina hf. í Hveragerði 1966, sem
hann rak í tvö ár.
Gylfi rak heildsölu í Reykjavík, G. Hinriksson hf., auk þess að hafa komið
að rekstri Rjómaísgerðarinnar í upphafi, en það var fyrsta ísgerð landsins.
Gylfi og Bragi seldu hluti sína í Kjörís. Það gerði einnig Sigfús Kristinsson
árið 1997 til núverandi eigenda.
Í dag er félagið því í eigu Laufeyjar, ekkju Hafsteins, og barna þeirra,
Aldísar, Guðrúnar, Valdimars og Sigurbjargar. Einnig er bróðir Hafsteins,
Guð mundur, eigandi í félaginu, með fjórðungshlut. Þeir bræður Hafsteinn,
Guðmundur og Sigfús Kristinssynir hafa allir verið áberandi í sunnlensku
atvinnu- og menningarlífi.
Guðmundur starfaði um árabil hjá Landsbankanum en eftir að hann fór
á eftir laun hefur hann helgað sig ritstörfum. Hann er höfundur bókarinnar
Sumar landið, þar sem hann tekur viðtöl við framliðið fólk um hvernig það
er að deyja og hverjir taki á móti því. Meðal þeirra sem Guðmundur náði
sam bandi við var sonur hans, sem lést í bílslysi fyrir átta árum. Bókin
hefur selst mjög vel nú fyrir jólin. Áður hafði meðal annars komið út eftir
Guðmund bókin Styrjalda r árin á Suðurlandi sem
er merk heimild um hernámið.
Þriðji bróðirinn, Sigfús, hefur verið mikilvirkur
byggingarverktaki á Selfossi um árabil og
byggt fjölda merkra bygginga þar og víðar, m.a.
hús Kaupfélags Árnesinga, Fjölbrautaskóla
Suðurlands og Sjúkrahús Suðurlands. Auk
þess hefur hann rekið trésmiðju á
Selfossi. Hann seldi hlut sinn í Kjörís árið
1997 til núverandi eigenda.
MIKILVIRKIR BRÆÐUR
Hafsteinn Kristinsson Guðmundur Kristinsson Sigfús Kristinsson
þetta og hættum að flytja inn vörur í tæpt ár og ákváðum að þróa
vörur sem að hluta til komu í staðinn fyrir þær erlendu. Við þróuðum
sósur, sem við gátum gert sjálf, en hafði áður verið hag stæðara að flytja
inn,“ segir Valdimar.
Eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins
Velta Kjöríss á síðasta ári var 902 milljónir króna sem jafngilti 13%
aukningu frá fyrra ári sem var hrunárið 2008. Félagið verður nálægt
því að fara í einn milljarð króna í veltu á þessu ári. Það er eitt stærsta
matvælaiðnfyrirtæki landsins en þar að auki hefur það tekið að sér
dreifingu á innfluttum ís.
Valdimar segir að félagið hafi heldur verið að auka hlutdeild sína þótt
breytingar gerist hægt á þessum markaði. Innflutningur heildsöluaðila
á ís nemur um það bil 12% af heildarsölu en þegar tekið er tillit til
þess innflutta íss sem innlendir framleiðendur selja verður magnið um
15%. Þessi hlutföll hafa í sjálfu sér breyst lítið frá því að innflutningur
hófst. Talsverðir flutningar fylgja starfsemi félagsins en það vinnur ís
úr sem nemur 1,2 milljónum lítra af mjólk á ári og ekki er fyrirferðin
minni eftir að búið er að breyta mjólkinni í ís. Kjörís kaupir mjólkina
í formi fljótandi mjólkur, undanrennudufts og smjörs.
Að sögn Valdimars hefur félagið vaxið hægt og þétt frá stofnun án
þess að taka neinar kollsteypur. „Við höfum engan keypt og engum
selt þannig að hér er eingöngu um innri vöxt að ræða.“ Þegar hann er
spurður um afkomuna brosir hann og segir að þetta hafi gengið. „Það
er enginn ofurgróði í þessum iðnaði en við erum réttum megin við
núllið, það fer þó eftir árferði.“
Þess má geta að Kjörís var eitt af fyrstu matvælafyrirtækjum á landinu
til að framfylgja reglugerðum heilbrigðisyfirvalda um uppsetningu
innra eftirlitskerfis í sinni matvælavinnslu.
„Fyrstu tuttugu árin fór talsverð orka í þennan stóra keppinaut sem
var Mjólkursamsalan en svo hefur áherslan farið meira í að bregðast
við breytingum á markaði,“ segir Guðrún. Hjá Kjörís starfa tveir
mjólkurfræðingar og félagið hefur margvíslega þekkingu sem gæti nýst
til framleiðslu annarra mjólkurvara.
Það er freistandi að spyrja hvort ekki hafi komið til greina að fara í
aðra framleiðslu. „Við höfum staldrað við það sem við kunnum best
og haldið okkur við það. Á meðan við teljum okkur geta gert betur
í ísframleiðslunni einbeitum við okkur að ísnum. Auðvitað höfum
við gælt við ýmsar hugmyndir og prófuðum til dæmis að framleiða
þeytikrem um skeið fyrir tuttugu árum en lítill áhugi var á því. Við
höfum haldið okkur við ísvörur og tengdar afurðir og látum það gott
heita enn um sinn. Við aftökum þó ekki að grípa tækifæri ef þau
gefast,“ segir Valdimar og bætir við: „Þá hefur matvörumarkaðurinn
breyst mikið síðustu áratugi með mikilli samþjöppun sem hefur leitt
til þess að lágverðsbúðirnar eru orðnar stærri og sérframleiðslan fyrir
þær meiri. Maður hefur þurft að fylgja þeim breytingum eftir og
þjónusta markaðinn eftir bestu getu.“
HAFSTEINN, GUÐMUNDUR OG SIGFÚS
KRISTINSSYNIR
Gylfi Hinriksson.