Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 28
FRAMKVÆMDASTJÓRI KJÖRÍSS
2010MAÐUR ÁRSINS
VALDIMAR
HAFSTEINSSON
Valdimar Hafsteinsson, 44 ára forstjóri Kjöríss í Hveragerði, er maður ársins 2010 í íslensku
atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Hann hefur verið forstjóri Kjöríss í samfellt sextán ár.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
aldimar Hafsteinsson, 44 ára forstjóri Kjöríss í Hvera
gerði, er maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi, að mati
Frjálsrar verslunar. Hann hefur verið forstjóri Kjöríss í
samfellt sextán ár og byggt fyrirtækið upp ásamt systkinum
sínum og móður eftir að faðir hans – og einn stofnenda Kjöríss – Hafsteinn
Kristinsson féll skyndilega frá 1993, aðeins 59 ára að aldri. Systir Valdi
mars, Guðrún, rak fyrirtækið í eitt ár en eftir það tók Valdimar við.
Guðrún er markaðsstjóri Kjöríss.
Kjörís er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið frá upphafi. Það skuldar
lítið og er með sterkt eiginfjárhlutfall, 59%. Vörumerkið er mjög þekkt.
Þetta er vel rekið fyrirtæki í matvælaiðnaði. Veltan var yfir 902 millj ónir
á síðasta ári og hagnaður fyrir skatta um 43 milljónir króna.
Það er traust og vandað fólk sem að því stendur. Félagið hefur vaxið
hægt og þétt frá stofnun án þess að taka neinar kollsteypur. „Við höfum
engan keypt og engum selt þannig að hér er eingöngu um innri vöxt
að ræða,“ segir Valdimar.
Þegar hann er spurður um afkomuna brosir hann og segir að þetta hafi
gengið. „Það er enginn ofurgróði í þessum iðnaði en við erum réttum meg
in við núllið, það fer þó eftir árferði.“
Kjörís er ekki eitt af stærstu fyrirtækjum landsins en það er fjórði stærsti
vinnuveitandinn í Hveragerði. Það stendur með sínu fólki og fólkið í
Hveragerði stendur með Kjörís.
Það ríkir gagnkvæm virðing og hollusta á milli fyrirtækisins og starfs
manna. Við hrunið ákvað fyrirtækið að segja engum upp, lækka engin
laun og minnka ekki starfshlutfallið hjá neinum.
„Kostnaðurinn jókst vissulega verulega hjá okkur við hrun krón unnar,
svo sem vegna hækkunar á aðföngum, en það átti líka við um starfs menn
okkar, þeirra kostnaður jókst líka,“ segir Valdimar.
Það hefur aldrei komið til greina að flytja fyrirtækið úr Hveragerði.
Þar er það stofnað og þar eru ræturnar. Fjölskyldunni hafa borist mörg
glæsileg kauptilboð í fyrirtækið en hún hefur hafnað þeim öllum; þetta er
þeirra fag og við þetta vil fjölskyldan starfa. Þau eru líka sannfærð um að
ef þau selja fyrirtækið þá verði það flutt úr Hveragerði; það vilja þau ekki.
Kjörís er farsæll matvælaframleiðandi sem hefur byggt reksturinn á
ráðdeild og sparnaði. „Það er sá arfur sem við systkinin fengum frá for
eldrum okkar,“ segir Valdimar.
Fyrirtækið fór varlega í útlánabólunni miklu á árunum 2003 til 2007
og býr að því núna. Skuldahlið efnahagsreikningsins er í góðu lagi á
sama tíma og skuldir næstum sjö þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja
á Íslandi eru í ólagi eftir hrunið og þarfnast endurfjármögnunar.
Kjörís er eitt þekktasta vörumerki landsins og nær fljótlega að rjúfa
eins milljarðs króna múrinn í veltu. Ís er vinsæll. Kjörís er með um
það bil 260 vörunúmer og framleiðir sjálft um 160 vörutegundir af ís.
Í kjölfar EESsamningsins varð innflutningur á ís frjáls og þá ákvað
fyrirtækið að flytja inn þekktan ís frá stórfyrirtækinu Unilever, t.d. Magn
umísinn. Erlendir ferðamenn velja frekar þekkt erlend vöru merki í ísnum
og þetta er leið Kjöríss til að mæta þeirri þörf.
Eigendur Kjöríss eru Laufey Valdimarsdóttir og börn hennar fjögur;
Valdimar, Guðrún, Aldís og Sigurbjörg, og Guðmundur Kristinsson, bróðir
Hafsteins, sem á fjórðungshlut.
Þau sitja öll í stjórn nema Valdimar. Í stjórn Kjöríss sitja því fjórar konur
og einn karlmaður.
Húsnæði Kjöríss í Hveragerði.
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0