Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? MÁR GUÐMUNDSSON, seðlabankastjóri: Vantar mikið upp á að fjármálastofnanir hafi eðlilegan aðgang að erlendri fjármögnun FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvernig miðar endurreisn bankanna? „Endurreisn bankakerfisins hefur gengið hægar en margir vonuðust til. Verkefnið er auðvitað mjög stórt. Á grundvelli hinna föllnu banka þurfti að endurreisa nýja banka til að þjónusta innlent atvinnulíf og heimili. Það tókst að vísu mjög vel til þegar innstæður voru fluttar frá gömlu bönkunum yfir til nýrra á einni nóttu án þess að innlend greiðslumiðlun yrði fyrir hnjaski. Þar skilaði sér afrakstur vinnu fyrri ára við uppbyggingu Reiknistofu bankanna og við þróun og eftirlit með greiðslukerfum af hálfu Seðlabankans. En það tók mun lengri tíma að skilgreina efnahagsreikninga bankanna og skipa þeim varanlegri forystu. Það var flókið verk þar sem þurfti að verðmeta eignir og skuldir sem fluttar voru yfir, sem er alltaf erfitt en sérstaklega í miðri fjármálakreppu. Að endingu náðist samkomulag við kröfuhafa um eignarhald. Nú er þessu ferli að mestu leyti lokið. Þrír stóru viðskiptabankarnir hafa allir skilgreindan efnahagsreikning og ná 16% eiginfjárkröfu FME. Að vísu er enn þó nokkur óvissa varðandi gæði eignasafna og getur þar brugðið til beggja vona þar sem togast á annars vegar varfærnislegt mat á verðmæti útlána við yfirfærslu úr gömlum bönkum í nýja og von um að hagvöxtur framtíðarinnar skili meiri verðmætum í þessum útlánum og hins vegar afskriftir komandi mánaða og eftirgjafir við skuldbreytingar. Fjárhagslegri endurskipulagningu spari­ sjóða verður að mestu lokið fyrir þessi áramót. Þrátt fyrir þetta er töluvert í land. Þar er fyrst til að taka að fjármálakerfið starfar í skjóli gjaldeyrishafta og almennrar yfirlýsingar stjórnvalda um að öll innlán séu tryggð. Þá vantar mikið upp á að innlendar fjármálastofnanir hafi eðlilegan aðgang að erlendri fjármögnun og innlendir fjármálamarkaðir séu virkir. Síðast en ekki síst þarf að móta innlendu fjármálakerfi þann ramma í regluverki og eftirliti sem dugar betur en sá sem var hér fyrir hrun. Það verður verkefni nýs árs að bæta úr þessum atriðum.“ Már Guðmundsson Lífæð samskipta Míla býður afþreyingarfyrirtækjum öruggar dreifileiðir um allt land. Hvort sem þú fylgist með fótbolta– liðinu þí u, kúrir þig yfir teik imynd með krökkunum á laugardagsmorgni eða teygir þig eftir vasaklútnum þegar elskendurnir ná loksins saman, kemur Míla öllu saman til þín í ky rþey. Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingar fyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar strengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti. Alltaf í sjónvarpinu E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 0 2 6 www.mila.is Viltu espresso? S: 5 85 85 85 Gott kaffi - kalt vatn - svalir drykkir fyrir vinnustaðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.