Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 49
24
knáa græja spilar efni af flakkara eða USBminnislykli í HDgæðum, en
einnig er hægt að spila gegnum hana efni af tölvum sem tengdar eru
heim ilisnetinu eða nettengja hana og spila þannig efni af netinu, t.d.
You tube.
18. BLIZZARD ENTERTAINMENT WORLD OF WARCRAFT
Tölvuleikur (5.995 kr. hjá www.elko.is). Þriðja útgáfan af þessum
gríðarvinsæla netleik felur í sér verulega yfirhalningu á honum og sýnir
hvers vegna World of Warcraft er enn leiðandi á þessu sviði. Hann er
bara ný kominn á markaðinn, en sérfræðingar PC World þurftu ekki
langan spilatíma til að fullvissa sig um að hann yrði meðal allra bestu
leikja ársins.
19. ADOBE CREATIVE SUITE 5
Myndvinnsluhugbúnaður (verð frá u.þ.b. 220.000 kr., www.adobe.
com/products/creativesuite). Fyrir atvinnufólk í grafískri hönnun er
þessi hugbúnaðarpakki toppurinn á tilverunni. Með CS5útgáfunni
eru ýmsar fínar nýjungar auk þess sem aukin áhersla er á eiginleika
sem henta fyrir vefhönnun.
20. CANON EOS 7D
Stafræn myndavél (289.900 kr. án linsu hjá www.netverslun.is).
Þessi 18megapixla myndavél er með alla eiginleika sem toppljósmyndarar
óska eftir, en verðið er að nálgast það sem hörðustu áhugamenn eru
tilbúnir að greiða. Meðal eiginleika má nefna háupplausnarLCDskjá,
fína „Live View“ eiginleika og 1080p vídeó auk 8rammaásekúndu
stöð uga myndatöku.
21. SONY HANDYCAM NEX-VG10
Vídeótökuvél (verð u.þ.b. 300.000 kr. www.sonystyle.com/product/
en/nexvg10). Þessi nýstárlega vídeótökuvél er með útskiptan legri linsu
og getur tekið 1080p AVCHD vídeó og 14 megapixla kyrrmyndir. Þar
að auki er hún umtalsvert ódýrari en sambærilegar vélar á markaðnum.
Hún er hins vegar ekki fáanleg hér á landi og því þurfa áhugasamir að
sjá um innflutninginn sjálfir.
22. ALIENWARE M11X
Fartölva (329.900 kr. www.ejs.is). Loksins er komin ofurlétt fartölva
sem er nægilega öflug til að ráða við alvöru þrívíddarleiki. M11xlínan
er með Core i5 eða i7örgjörva auk þess að nýta Optimusgrafík
tæknina frá nVidia til að skila leikjunum óaðfinnanlega.
23. SONY READER POCKET EDITION PRS-350
Lestölva (u.þ.b. 25.000 kr., www.sonystyle.com/product/en/
prs350sc). Þessi lestölva sker sig frá keppinautunum með því að vera
minni – með einungis 5 tommu skjá – og hún er því afar létt og nett.
Skjár inn er engu að síður auðlæsilegur, sem er jú það sem skiptir
mestu máli.
24. NVIDIA GEFORCE GTX 460
Skjákort (37.900 kr., hjá www.computer.is). Ertu að leita að öfl
ugu en ódýru skjákorti fyrir leikina eða myndvinnsluna? nVidia tók
svolítið seint við sér þegar DirectX 11tæknin kom til skjalanna,
en með GTX 460 hafa þeir stimplað sig inn aftur með frábæra
grafíkvinnslu á mjög góðu verði.
25. LOGITECH C910
Vefmyndavél (17.500 kr., hjá www.kisildalur.is). Með þessari vel
hönnuðu vefmyndavél fást kristaltær 1080p myndgæði. Þar að auki
styður vélin SkypeHDmyndsímtöl, sem gerir hana að enn betri kosti.
26. BUMP
Farsímaforrit (ókeypis, www.bu.mp). Þarftu að senda lag, tengi
liðaupplýsingar eða jafnvel PayPalgreiðslu milli tveggja snjallsíma?
Keyrðu þá þetta forrit á báðum símum, sláðu þeim saman, og færslan er
framkvæmd. Þetta virkar meira að segja milli iPhone og Androidsíma.
27. NORTON ANTIVIRUS 2011
Veiruvarnarforrit (u.þ.b. 4.600 kr. fyrir árs áskrift á einni tölvu,
www.nortonantiviruscenter.com). Þessi veiruvörn skilaði alltaf fyrsta
flokks frammistöðu í reglulegum prófunum PC World á veiru varnar
búnaði. Að auki eru notendaskilin vel hönnuð og auðskiljanleg.
18
Nýjasta viðbótin við World of
Warcraft er frábærlega
vel heppnuð
20
Canon EOS 7D er með allt sem kröfu
hörðustu ljósmyndarar óska sér.
22
Alienware M11x er
smá en glettilega
kná þegar kemur að
tölvuleikjunum.
nVidia GeForce GTX
460 er öflugt en ódýrt
skjákort.