Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 67

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 67 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? BIRKIR HÓLM GUÐNASON, framkvæmdastjóri Icelandair: Héldum flugáætlun í gosinu FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægðastur með innan þíns fyrirtækis á árinu? Þau frábæru viðbrögð sem starfsfólk okkar sýndi í kringum eldgosið í Eyjafjalla ­ jökli. Með snerpu og fag mennsku tókst því að snúa þessari miklu ógn upp í tækifæri. Með flutningi leiðar kerfis okkar til Glasgow náðum við að halda uppi flugáætlun að mestu alla daga á meðan á gosinu stóð. Áttu von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Ég á von á því að það styttist í það, hvort sem það verður á næsta ári eða árinu eftir. Það er mikilvægt fyrir atvinnulífið og alþjóðleg fyrirtæki að geta sem mest unnið án nokkurra hafta. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Nei ekki til langtíma, það gætu verið ein hver áhrif í byrjun en myndi líklegast jafnast út fljótt. Hvað telur þú að sé algengasta umræðuefnið á meðal stjórnenda núna? Það er vissulega rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja nú um mundir. Flest fyrir tæki í dag leggja mikla áherslu á reksturinn og fjármögnun. Auknar skatt­ heimtur munu minnka kökuna en ekki stækka, það þarf að blása meira lífi í atvinnulífið. Mikilvægt er að horfa á tækifærin sem gefast og það má ekki vera kæft niður af stjórnvöldum. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrirtækja og endurskipuleggja fjármál þeirra? Endurskipulagning fyrirtækja hefur tekið of langan tíma. Það hefur eflaust batnað, en þrátt fyrir það er enn langt í land. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Það sem stendur upp úr hjá mér á árinu er fæðing yngri dóttur minnar í febrúar og svo auðvitað eldgosið í Eyjafjallajökli. Birkir Hólm Guðnason GUÐBJÖRG EDDA EGGERTSDÓTTIR, forstjóri Actavis: Fjármagnsflæði til landsins heft FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægðust með innan þíns fyrirtækis á árinu? Ljúka tókst fjárhagslegri endur skipu lagn­ ingu Actavis með samningi við helsta lánardrottin félagsins, Deutsche Bank. Áttu von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Já, ég tel að fyrstu skrefin verði stigin í þá átt. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Nokkurt fjármagnsflæði frá landinu hlýtur að eiga sér stað við afnám gjald­ eyrishafta, en það mun líka auðvelda

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.