Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Valdimar hefur verið framkvæmdastjóri Kjöríss síðustu sextán árin. Guðrún, sem tók tímabundið við fyrirtækinu eftir andlát föður þeirra, hefur sömuleiðis verið viðloðandi fyrirtækið um árabil; sem mark aðs­ stjóri síðustu fjögur árin. Það fer vel á með okkur í fundarherbergi fyrirtækisins við Austurmörk í Hveragerði. Raunar eru systkinin fjögur, Valdimar, Guðrún, Aldís og Sigurbjörg. Þau eiga fyrirtækið ásamt móður sinni, Laufeyju, og föðurbróður, Guð mundi Kristinssyni. Þau sitja öll í stjórn nema Valdimar. Í stjórn Kjöríss sitja því fjórar konur og einn karlmaður. Aldís er bæjarstjóri í Hveragerði og Sigurbjörg kennari. Öll búa syst k­ inin í Hveragerði, steinsnar frá móður sinni. Um þetta segja Guðrún og Valdimar brosandi: „Við þykjum skrýtin.“ Guðrún bætir því við að þau systkinin hafi þótt óvenjuleg fyrir þær sakir að þau hafi ekki rifist. „Hugsanlega liggur gæfan í því að það er alltaf ein systir í húsinu í einu,“ segir Guðrún og hlær. „Valdi segist aðeins þrífast ef það er ein systir með í rekstrinum.“ Kjörís er farsæll matvælaframleiðandi sem hefur haldið tryggð við sína heima sveit og byggt reksturinn á ráðdeild og sparnaði. Það er sá arfur sem við fengum frá foreldrum okkar, segja þau systkini, Valdimar og Guðrún. Fyrir þá sem þekkja ekki til staðhátta ætti að vera auðvelt að finna fyrir tækið, skiltið út við bæjarmörkin er kostað af Kjörís sem og reyndar margt annað í Hveragerði. Nú, svo er staðsetning ekki til að villa um fyrir fólki, nánast í miðju bæjarins. „Jú, sjálfsagt er hægt að byggja meira hér ef verkast vill,“ svarar Valdimar. Ostagerð markaði upphafið Víkjum aðeins að upphafinu. Stofnendur Kjöríss voru Gylfi og Bragi Hin rikssynir ásamt Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristins sonum. Frum kvöðlar að stofnun Kjöríss voru Hafsteinn, mjólkur tækni fræð­ ingur, og Gylfi, véltæknifræðingur. Hafsteinn hafði starfað hjá Búnaðarsambandi Íslands og Osta­ og smjörsölunni áður en hann stofnaði Ostagerðina hf. í Hveragerði 1966 sem hann rak í tvö ár. Gylfi rak heildsölu í Reykjavík, G. Hinriksson hf., auk þess að hafa komið að rekstri Rjómaísgerðarinnar í upphafi sem var fyrsta ísgerð landsins. Ekki endilega stærst Það er ekki sjálfgefið að það gangi upp að reka fjölskyldufyrirtæki, um það eru þau systkini sammála. Það þarf að vera góð samstaða á milli systkina og hluthafa. Þótt fjölskyldufyrirtæki hafi tilhneigingu til að taka vinnulag af fjöl­ skylduhefðum hefur stefnumótun fyrirtækisins orðið markvissari með árunum, með aðkomu stjórnar og lykilstarfsmanna, um það eru syst k­ inin sammála. „Við urðum t.d. að fara dálítið yfir það á „húrra­árunum“, eins og ég kalla það, hvort við ætluðum að smitast af þeirri stemningu sem var í þjóðfélaginu eða ekki. Þá urðum við að horfa til þess í hverju við værum góð og á hverju við hefðum lifað til dagsins í dag. Vandinn var að láta ekki glepjast af þeim gylliboðum og tækifærum sem buðust. Við vorum t.d. spurð af hverju við værum ekki í útrás, það þótti dálítið púkó að vera ekki í því,“ segir Guðrún. Valdimar segir að vissulega hafi komið margvísleg tilboð um kaup og samruna á þeim tíma þegar ódýrt lánsfé streymdi um þjóðfélagið. „Menn voru alltaf að gylla fyrir okkur það að geta stækkað fyrirtækið en það er bara ekki aðalmarkmiðið hjá okkur. Vissulega varð maður að spyrja sig hvort maður vildi vinna annars staðar en hér á þeim tíma þegar lögfræðingar og fjárfestar heimsóttu okkur reglulega. Svarið var yfirleitt það að hér væri best að vera.“ Þau bæta við að þau hafi einnig orðið að horfast í augu við að þetta væri það sem þau kynnu best. Þetta væri sá markaður og sú starfsemi sem þau þekktu. Því væri ekki hægt að kasta fyrir róða svo auðveldlega. „Það er ekkert keppikefli hjá okkur að vera stærst en við viljum vera best í því sem við gerum. Við viljum veita góða þjónustu og við viljum framleiða stöðuga og góða vöru sem neytendur geta gengið að vísri. Þeir eiga að vita, að ef lógóið okkar er á henni þá er það gæðavara,“ segir Guðrún. Kjörís er eitt þekktasta vörumerkið á Íslandi og fólk veit fyrir hvað það stendur. Guðrún segir að það hafi verið þeirra gæfa að vera vel KJÖRÍS Velta: 902 milljónir kr. Hagnaður: 43 milljónir kr. f. skatta. Heildareignir: 403 milljónir kr. Heildarskuldir: 165 milljónir kr. Eigið fé: 238 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall: 59%. Starfsmenn: 50 Hveragerði: Fjórði stærsti vinnuveitandinn í bæjarfélaginu. Vörutegundir: 260 vörunúmer og þar af 160 eigin vörutegundir af ís. Framkvæmdastjóri: Valdimar Hafsteinsson. Markaðsstjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir. Stjórn: Laufey Valdimarsdóttir og dætur hennar; Guðrún, Aldís og Sigurbjörg. Þá situr föðurbróðir þeirra systra; Guðmundur Kristinsson, í stjórninni. Hafsteinn Kristinsson, stofnandi Kjöríss og framkvæmdastjóri fyrirtækisins fyrstu tuttugu og fjögur árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.