Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
Fólk
JANNE SIGURÐSSON,
framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Fjarðaáli
Nafn: Janne Sigurðsson
Fæðingarstaður: Álaborg, Danmörku,
23. október 1966
Foreldrar: Ruth og Kristian Pedersen
Maki: Magnús Sigurðsson
Börn: Tenna Elisabet Magnúsdóttir, 21 árs,
Ásbjörn Viking Magnússon, 16 ára
Menntun: Cand. scient. í tölvu- og stærð-
fræði frá háskólanum í Álaborg
Janne Sigurðsson:
„Í sumar keyptum við
okkur þó stórt hjólhýsi
svo þegar veðrið er gott
er aldrei að vita nema
hægt verði að rekast á
okkur á ferð um landið.“
em framkvæmdastjóri
framleiðslu hjá Fjarðaáli
ber ég ábyrgð á teymi
sem sér um kerskála, steypuskála,
skautsmiðju og við hald í álverinu.
Ég hef verið hjá Fjarðaáli nánast
frá upp hafi, eða í fjögur og hálft
ár. Mér bauðst tækifæri til að
taka þátt í að byggja upp þetta
frábæra fyrirtæki og þessi tími
hefur verið ein staklega gefandi.
Þetta er í raun tækifæri sem
maður fær aðeins einu sinni á
ævinni. Í upphafi var ég fram
kvæmdastjóri tölvuteymis en
varð framkvæmdastjóri ker skála
áður en ég tók við umsjón með
allri fram leiðslunni.
Þessa dagana erum við að
vinna saman að aðgerðaáætlun
fyrir árið 2011. Ég vil helst ekki
fara í jólafrí án þess að ljúka
því verkefni og öllu öðru sem
þarf að vera tilbúið fyrir næsta
ár. Það gekk allt mjög vel hjá
okkur á þessu ári, að vísu kom
dálítill skrekkur í okkur þegar
gosið í Eyjafjallajökli brast á
og við vorum með tilbúnar
neyðar áætl anir ef öskufall yrði
fyrir austan, en það hefði getað
haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir okkur. Sem betur fer varð
ekkert af því og við sjáum
fyrir okkur bjarta framtíð í
fyrirtækinu, þar sem tækifærin
verða mörg á næstu árum.“
Janne er dönsk og kom fyrst til
Íslands árið 1988. „Ég kom til
að vinna í fiski á Eskifirði. Var
á Íslandi í eitt ár í frystihúsinu
Eskju. Hitti eiginmann minn,
Magnús Sigurðsson, og saman
fórum við til Dan merkur þar
sem við áttum heima fram til
sumarsins 2005. Þá tókst mér
loksins að fá Magnús til að
flytja heim til Íslands. Við höf
um verið gift í rúm 20 ár og
Maggi, sem er múrari, rekur
lítið verktakafyrirtæki. Hann
er kannski Íslendingur á papp
írunum en á margan hátt er
hann meiri Dani en ég!
Við eigum tvö börn sem
eru bæði fædd í Danmörku
og töluðu ekki íslensku þegar
við fluttum til Íslands en nú
finnst þeim mjög skemmtilegt
að leiðrétta íslensku móður
sinnar. Við búum á Eskifirði
og erum stolt af því að vera
Aust firðingar! Hér sköpum við
næstum 25% af öllum tekjum
Íslands af vöruútflutningi, en
erum samt minna en 4% af
íbúum landsins.“
Janne er menntaður stærðfræð
ingur og tölvuverkfræðingur en
segist ekki kunna mikið á tölvur.
„Ég hef alltaf unnið við stjórn
un, unnið meira með fólki en
í tölvum og ég fæ stundum að
heyra það þegar ég bið um aðstoð
við tölvuna.
Ef ég á að vera alveg hrein
skilin, þá er lítill tími fyrir
áhugamálin. Það sem ég hef
mestan áhuga á er vinnan. Það
er svo gaman að fá að vera með
öllu þessu frábæra fólki sem
vinnur með mér. Í sumar keypt
um við okkur þó stórt hjólhýsi
svo þegar veðrið er gott er aldrei
að vita nema hægt verði að
rekast á okkur á ferð um landið.
Við notum helst hverja einustu
helgi til að fara á einhvern góð
an stað og njóta þess að vera
úti. Móðir mín býr í Danmörku
og systkini mín líka. Það var
sérstök tilhlökkun fyrir mig að
fá mömmu til okkar á Eskifjörð
yfir jólin og við ætlum að verja
tímanum með henni og stóru
tengdafjölskyldunni minni hér
fyrir austan yfir hátíðarnar. Það
er ekki hægt að hugsa sér betri
jól og áramót.“
S
Gleðilegt nýtt ár.
Með þökk fyrir samskiptin
á árinu sem er að líða.
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Við erum þakklát og stollt yfir þeim fjölmörgu
áföngum sem náðust á árinu.
Umhverfisvottun Svansins
JANÚAR 2010
Umhverfisverðlaun
Umhverfisráðuneytisins
APRÍL 2010
Premier Print Awards
OKTÓBER 2010
VR fyrirmyndarfyrirtæki
MAÍ 2010