Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON Kvik myndir Leiknar kvikmyndir í fullri lengd voru átta sem er nokkuð gott þegar haft er í huga ástandið í þjóðfélaginu og niður skurður á fjármagni til Kvikmyndasjóðs. GRÓSKA Í GERÐ HEIMILDARMYNDA EN FÆSTAR NÁ FULLRI KVIKMYNDALENGD N iðurskurður á fjármagni til Kvik myndasjóðs Íslands var 25% á þessu ári og boðaður er áfram haldandi niður­skurður um önnur 25% þannig að ljóst er að ef gera á leikna kvikmynd í fullri lengd er ekki hægt að treysta á Kvikmyndasjóð, annarra ráða þarf að leita og ein leikin kvik mynd, sem frum sýnd var á árinu, Boðberi, naut engra styrkja frá Kvik­ myndasjóði. Með aukinni stafrænni tækni hefur fjölbreytnin í kvikmyndagerð aukist en sú aðferð er mun ódýrari en að notast við filmu, gæðin eru svo annað mál, en vissulega hafa orðið miklar framfarir í staf rænni tækni. Möguleikarnir í stafrænni tækni nýtast best við gerð heim ild­ armynda og hefur verið mikill uppgangur í gerð slíkra kvikmynda, ekki aðeins hér á landi heldur í öllum heiminum, og rata margar þeirra í kvikmyndahús þótt flestar fari þær í sjónvarpið, að minnsta kosti þær sem ekki ná fullri kvikmyndalengd. Þá er einnig mikil gróska í gerð stuttmynda þar sem leiknar myndir eru í meirihluta. Hvað varðar niðurskurðinn á fjárlögum til kvikmyndagerðar hafa kvik myndagerðarmenn lagt fram rök þar sem því er haldið fram að tapið fyrir ríkissjóð verði meira þegar skorið er niður fjármagn en gróð inn sem ríkið fær með óbreyttri fjárhæð. LEIKNAR KVIKMYNDIR Árið byrjaði vel í flokki leikinna kvikmynda en fyrsta myndin, Mamma Gógó í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frum­ sýnd 1. janúar. Hún fjallar um Gógó, eldri konu sem greinist með Alzheimer­sjúkdóminn, og viðbrögð hennar og fjölskyldu hennar við sjúkdómnum. Óhætt er að segja að Mamma Gógó skipi sér í hóp bestu kvikmynda Friðriks Þórs og ekki skemmir fyrir stjörnuleikur Krist bjargar Kjeld. Aðrar leiknar kvikmyndir sem sýndar voru á árinu eru: Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. Kvikmynd sem gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað þegar Júníor snýr aftur heim til Íslands eftir þriggja ára fjarveru erlendis með ýmis vandræði í farteskinu og vonar að faðir hans geti bjargað málunum. Í hlutverki Júníors er Gísli Örn Garðarsson. Boðberi, sem frumsýnd var um mitt sumar, fjallar að sögn leik­ stjórans og handritshöfundarins Hjálmars Einarssonar um fólk sem upplifir sig sem jaðarhóp og ræðst svo á auðvaldið. Aðalhlutverkin leika Darri Ingólfsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Haustið kom með myndina Algjör Sveppi og dularfulla hótel- herbergið í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar og það er að sjálf­ sögðu Sverrir Þór Sverrisson sem leikur Sveppa, sem þjóðin virðist aldrei fá leið á, en tvær Sveppa­kvikmyndir hafa litið dagsins ljós á innan við ári. Önnur gamanmynd, Sumarlandið, var einnig frumsýnd í sept em­ ber. Um er ræða grínmynd um venjulega fjölskyldu sem rekur óvenju­ lega álfatengda ferðaþjónustu og býður upp á miðilsfundi. Grímur Hákonarson leikstýrði myndinni og í aðalhlutverkum eru Kjartan Guðjónsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Brim sem Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir er metnaðarfull kvik­ mynd sem fékk fínar viðtökur en hún var lokamyndin á kvikmynda­ hátíðinni RIFF. Í henni segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Leikarahópurinn er jafn og góður en meðal leikara eru Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ólafur Egill Egilsson og Ólafur Darri Ólafsson. Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu og er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur sem hafa notið vinsælda hjá ungu fólki hér á landi. Leikstjóri er Baldvin Z og með aðalhlutverkin fara Atli Óskar Fjalarsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir. Kvikmyndaárinu lauk með frumsýningu á Gauragangi á annan dag jóla. Um er að ræða kvikmyndagerð eftir vinsælli unglinga skáld­ sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem leikgerð hefur einnig verið gerð eftir og er önnur uppfærslan á þeirri leikgerð nú sýnd í Borgar­ leik húsinu. Leikstjóri er Gunnar B. Gunnarsson og í aðalhlut verkum eru Alexander Briem og Eygló Hilmarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.