Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 97
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 97 Fólk MARKÚS EINARSSON, framkvæmdastjóri Farfugla Markús Einarsson: „Við erum nýbyrjuð í félagsskap sem heitir Fjallafólk, hópur sem kemur saman einu sinni í viku og er með þrek æfingar hér í bænum. Síðan er gengið á að minnsta kosti eitt fjall í mánuði, árið um kring.“ ið erum með 36 far­ fugla heimili um allt land, samtökin eiga þrjú þeirra en síðan erum við með samstarfssamning við rekst r ar aðila hinna heimilanna. Við sjáum m.a. um sam eig inlegt mark aðs­ og kynningarstarf, bókunar þjónustu og gæðaeftirlit þar sem við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Tvö heim ilanna hafa hlotið vott un nor ræna umhverfis­ merkisins Svansins og nýlega hlutu Far fugla heimilin í Reykjavík umhverfisverðlaun Ferða málastofu þetta árið. Við rekum einnig ferðaskrifstofu og tjaldsvæðið í Laugardal, sem við leigj um af borg inni. Sem dæmi um hversu umfangsmikill rekstur okkar er þá eru um 190 þús und gisti nætur á ári á okkar vegum. Mest eru það erlendir ferða­ menn sem nýta sér þjónustu okkar og ég segi stundum að það séu tvær ástæður fyrir því að Íslendingar nýti sér ekki meira farfuglaheimilin en raun ber vitni. Í fyrsta lagi er „konseptið“ ekki eins þekkt hér á landi og erlendis og svo er það nú þann­ ig að Íslendingurinn er oft seinn að bóka gistingu. Það er mjög algengt að Íslendingar ætli að panta gistingu með stuttum fyrirvara og þá er oftar en ekki búið að vera fullbókað í marga mánuði.“ Markús er menntaður íþrótta ­ kennari, vann fyrst við grunn­ skóla kennslu og þjálfaði samhliða því fatlaða íþrótta menn og fór síðan að vinna við sérkennslu. Hann náði sér í meiri menntun á því sviði í Noregi og var um tíma framkvæmdastjóri Íþrótta sambands fatl aðra sam­ hliða kennslunni. „Ég flutti síðan aftur til Noregs og fór í markaðs­ og viðskiptanám og var þar í fjögur ár. Þegar heim kom tók ég við skólastjórastarfi í Björgunarskóla Landsbjargar og Slysa varna félagsins. Þar var ég í þrjú ár eða þar til ég réð mig til Farfugla þar sem ég hef nú verið í tæp fjórtán ár.“ Markús er í sambúð með Hólmfríði Pálsdóttur tölvunar­ fræðingi. Hann á eina dóttur, Helgu Jónínu, sem er í sjúkra­ þjálfaranámi í Kaup mannahöfn. „Helsta áhugamál okkar er alls kyns útivera. Við göngum á fjöll, förum á skíði og reynum að komast í veiði nokkrum sinn um á hverju sumri. Við erum nýbyrjuð í félagsskap sem heitir Fjallafólk, hópur sem kemur saman einu sinni í viku og er með þrekæfingar hér í bænum. Síðan er gengið á að minnsta kosti eitt fjall í mánuði, árið um kring. Nýjasta útivistaráhugamálið er hjólreiðar og fórum við m.a. í frábæra hjólaferð á Vestfjörðum nú í sumar. Annað áhugamál mitt er knattspyrnuliðið Liver­ pool. Ég sat í stjórn Liver­ pool­klúbbs ins í átta ár en hætti sl. vor. Þetta er frábær félagsskapur og ég fer reglu ­ lega á leiki á Anfield – Mekka knattspyrnunnar. Ég hef kring um þetta áhugamál mitt upplifað margar góðar stundir og eitt magnaðasta augna­ blik lífs míns var í Istan búl þegar Liverpool varð Evrópu­ meistari 2005. Þá var liðið 3­0 undir í hálfleik en sneri blað inu eftirminnilega við í síðari hálfleik. Þetta var aldeil is ótrúlegt og gleymist aldrei. Næst á dagskrá hjá okkur er skíðaferð til Ítalíu og væntanlega verður farið norður á Akureyri á skíði í kring­ um páskana. Næsta sumar er stefnt að gönguferðum í Svar faðardalnum með „göml­ um“ félögum úr Íþrótta­ kennaraskólanum og með öðr­ um kunningjahópi ætlum við að hjóla á Austfjörðum. Þannig að það er margt spenn andi fram undan.“ V Nafn: Markús Einarsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 31. ágúst 1955 Foreldrar: Einar Markússon og Guðný Kristín Árnadóttir (látin) Sambýliskona: Hólmfríður Pálsdóttir Börn: Helga Jónína, 23 ára Menntun: Íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands, markaðs- og viðskiptanám frá Norges Markedshögskole
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.