Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 97

Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 97 Fólk MARKÚS EINARSSON, framkvæmdastjóri Farfugla Markús Einarsson: „Við erum nýbyrjuð í félagsskap sem heitir Fjallafólk, hópur sem kemur saman einu sinni í viku og er með þrek æfingar hér í bænum. Síðan er gengið á að minnsta kosti eitt fjall í mánuði, árið um kring.“ ið erum með 36 far­ fugla heimili um allt land, samtökin eiga þrjú þeirra en síðan erum við með samstarfssamning við rekst r ar aðila hinna heimilanna. Við sjáum m.a. um sam eig inlegt mark aðs­ og kynningarstarf, bókunar þjónustu og gæðaeftirlit þar sem við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Tvö heim ilanna hafa hlotið vott un nor ræna umhverfis­ merkisins Svansins og nýlega hlutu Far fugla heimilin í Reykjavík umhverfisverðlaun Ferða málastofu þetta árið. Við rekum einnig ferðaskrifstofu og tjaldsvæðið í Laugardal, sem við leigj um af borg inni. Sem dæmi um hversu umfangsmikill rekstur okkar er þá eru um 190 þús und gisti nætur á ári á okkar vegum. Mest eru það erlendir ferða­ menn sem nýta sér þjónustu okkar og ég segi stundum að það séu tvær ástæður fyrir því að Íslendingar nýti sér ekki meira farfuglaheimilin en raun ber vitni. Í fyrsta lagi er „konseptið“ ekki eins þekkt hér á landi og erlendis og svo er það nú þann­ ig að Íslendingurinn er oft seinn að bóka gistingu. Það er mjög algengt að Íslendingar ætli að panta gistingu með stuttum fyrirvara og þá er oftar en ekki búið að vera fullbókað í marga mánuði.“ Markús er menntaður íþrótta ­ kennari, vann fyrst við grunn­ skóla kennslu og þjálfaði samhliða því fatlaða íþrótta menn og fór síðan að vinna við sérkennslu. Hann náði sér í meiri menntun á því sviði í Noregi og var um tíma framkvæmdastjóri Íþrótta sambands fatl aðra sam­ hliða kennslunni. „Ég flutti síðan aftur til Noregs og fór í markaðs­ og viðskiptanám og var þar í fjögur ár. Þegar heim kom tók ég við skólastjórastarfi í Björgunarskóla Landsbjargar og Slysa varna félagsins. Þar var ég í þrjú ár eða þar til ég réð mig til Farfugla þar sem ég hef nú verið í tæp fjórtán ár.“ Markús er í sambúð með Hólmfríði Pálsdóttur tölvunar­ fræðingi. Hann á eina dóttur, Helgu Jónínu, sem er í sjúkra­ þjálfaranámi í Kaup mannahöfn. „Helsta áhugamál okkar er alls kyns útivera. Við göngum á fjöll, förum á skíði og reynum að komast í veiði nokkrum sinn um á hverju sumri. Við erum nýbyrjuð í félagsskap sem heitir Fjallafólk, hópur sem kemur saman einu sinni í viku og er með þrekæfingar hér í bænum. Síðan er gengið á að minnsta kosti eitt fjall í mánuði, árið um kring. Nýjasta útivistaráhugamálið er hjólreiðar og fórum við m.a. í frábæra hjólaferð á Vestfjörðum nú í sumar. Annað áhugamál mitt er knattspyrnuliðið Liver­ pool. Ég sat í stjórn Liver­ pool­klúbbs ins í átta ár en hætti sl. vor. Þetta er frábær félagsskapur og ég fer reglu ­ lega á leiki á Anfield – Mekka knattspyrnunnar. Ég hef kring um þetta áhugamál mitt upplifað margar góðar stundir og eitt magnaðasta augna­ blik lífs míns var í Istan búl þegar Liverpool varð Evrópu­ meistari 2005. Þá var liðið 3­0 undir í hálfleik en sneri blað inu eftirminnilega við í síðari hálfleik. Þetta var aldeil is ótrúlegt og gleymist aldrei. Næst á dagskrá hjá okkur er skíðaferð til Ítalíu og væntanlega verður farið norður á Akureyri á skíði í kring­ um páskana. Næsta sumar er stefnt að gönguferðum í Svar faðardalnum með „göml­ um“ félögum úr Íþrótta­ kennaraskólanum og með öðr­ um kunningjahópi ætlum við að hjóla á Austfjörðum. Þannig að það er margt spenn andi fram undan.“ V Nafn: Markús Einarsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 31. ágúst 1955 Foreldrar: Einar Markússon og Guðný Kristín Árnadóttir (látin) Sambýliskona: Hólmfríður Pálsdóttir Börn: Helga Jónína, 23 ára Menntun: Íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands, markaðs- og viðskiptanám frá Norges Markedshögskole

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.