Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 88

Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Kínverjar eru orðnir svo auðugir að þeir eru orðnir helstu lán veit­ endur Bandaríkjamanna. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ísland er á kínversku Bing Dao sem merkir Íseyjan í kínverskri tungu. Það er ekki algengt í kínversku að heiti lands hafi svo bók staflega merk­ ingu eins og Ísland. Það var Deng Xiaoping sem opnaði Kína fyrir erlendum fjárfestum fyrir þrjátíu árum og leyfði bændum að selja afurðir sínar á mörk­ uðum borganna. Með því að opna landið með þessum hætti urðu Kínverjar hluti af alþjóðlegu markaðs­ og efnahagsumhverfi. Það var svo árið 1984 sem Kínverjar gengu lengra og ákváðu að allar helstu borgirnar yrðu opnaðar fyrir erlendum fjárfestum. Árið 1992 var svo stefnan sett á sósíalískt markaðshagkerfi undir forystu Dengs Xiaopings. Kína er að þróast úr bændasamfélagi í nútímalegt borgar­ samfélag. Sameinuðu þjóðirnar spá því að á árinu 2050 muni um tveir þriðju hlutar Kínverja búa í borgum en þetta hlutfall er í dag innan við helmingur. Hótelið sem við gistum á í Peking heitir Best Western. Þarf nokkuð að ræða það frekar. Fínt hótel og vestrænt; eins og nafnið bendir til. Þessi ferð til Kína stóð yfir í tíu daga. Þetta var mikið ferðalag. Frá Peking var farið til borgarinnar Xian og þaðan flogið til suðvesturs til borgarinnar grænu; Guilin. Þar eru þekkt kalksteinsfjöll og einstakt að sigla um Li­fljótið. Það var einmitt við Li­fljótið sem fræg sjónvarpsauglýsing banka var tekin upp. En þar eru veiðimenn á fljótinu og láta fugla kafa eftir fiski. Eftir flug upp til Peking frá Guilin fór vel á því að kveðja Kína og rölta yfir í Air China­flugvélina út um eitt af hliðunum á flugstöðinni stórkostlegu í Peking, Musteri Mammons sem ég nefni svo. Efnahagsrisinn í austri var kvaddur og flogið heim á fornar slóðir, heim til Bing Dao. Kína Torg hins himneska friðar. Þaðan er gengið að Keisaratorginu og Forboðnu borginni. Dansað að morgni sunnudags við hof keisaranna; Hof hins himneska friðar. Umferð og mannmergð í stórborginni Xian. Kínverskir múslimar biðjast fyrir í Stóru Moskunni í stórborginni Xian í miðri Kína.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.