Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 31
DAGBÓK I N F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 31 Halla sagði að nær helm- ingur fjármagns í hinum vestræna heimi væri núna í eigu kvenna og það fjármagn þyrfti að virkja. Vísaði Halla til nýlegrar skýrslu Economist fyrir Barcleys bankann, en hún sýndi að konur ættu um 48% af sparnaði í Bretlandi og að árið 2020 yrðu fleiri konur en karlar orðnir milljónamæringar í Bretlandi. Þá hvatti Halla konur til að fara fyrir fjármagni sínu og setjast í stjórnir fyrirtækja. Halla Tómasdóttir. 28. mars Davíð Oddsson: Árásin á Ísland Það er sjaldan lognmolla þar sem Davíð Oddsson fer. Á árs- fundi Seðlabankans þennan dag sagði hann að óprúttnir miðlarar hefðu reynt að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Segja má að Davíð hafi lagt línurnar því frá þessari stundu hefur helsta umræðuefnið á Íslandi verið þessi meinta árás á Ísland og fjármálasamsæri erlendra miðlara gegn Íslandi. Sagði Davíð á ársfundinum að atlaga að íslensku bönk- unum og íslenska ríkinu lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. „Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi,“ sagði Davíð og vísaði einnig til þess að síðustu mánuði hefði borið á vafasamri hegðun á alþjóð- legum mörkuðum. Davíð nefndi að nýleg dæmi væru rógsherferð gegn breska HBOS bankanum sem skaðaði hann mikið, þótt tímabundið væri, en það mál væri nú í rann- sókn. Þá benti hann á dæmi frá Írlandi í sömu átt. Davíð sagði í ræðu sinni að fátt benti til þess að efnahags- legt vor væri í vændum og að ganga þyrfti út frá því sem vísu að ástandið á fjármálamörk- uðum lagaðist lítið í bráð. Og þótt það kynni að lagast eitt- hvað þá yrði ástandið ekki eins og áður. 31. mars Kaupþing: Í mál við Bear Stearns? Vefmiðillinn Vísir sagði frá því að fjórir alþjóðlegir vogunar- sjóðir hefðu tekið skortstöðu á íslenska markaðinum eftir áramótin og að Kaupþing íhug- aði málsókn gegn bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns vegna málsins. Sagði Vísir að fulltrúar þessara sjóða hefðu komið til Íslands eftir áramótin á vegum Bear Stearns ásamt þremur fulltrúum Bear Stearns - og í kjölfar ferðarinnar til Íslands hefðu fulltrúar Bear Stearns skrifað magnaða greiningu, svarta skýrslu, sem hét Samanburður á Íslandi og Kazakstan þar sem mjög lítið var gert úr Íslandi. Vísir ræddi við Jónas Sigurgeirsson, upplýsingafull- trúa Kaupþings, sem sagði að umfang skortstöðunnar lægi Eftir að landsmenn voru meira og minna á taugum í páskafríinu yfir gengisfalli krón- unnar lét Seðlabankinn strax til skarar skríða á fyrsta vinnudegi eftir páskafrí þegar markaðir voru opnaðir og hækkaði stýrivexti úr 13,75% í 15%. Síðan hafa stýri- vextir að vísu verið hækkaðir í 15,5%. Ýmsir fögnuðu þessari ákvörðun bankans en aðrir mölduðu í móinn. Hæstu stýrivextir í heimi voru hækkaðir enn meira. Gengi krónunnar styrktist verulega í kjöl- far tilkynningarinnar sem gekk út á hækkun stýrivaxta samhliða því sem reglum bank- ans var breytt til að auka lausafé á mark- aði. Hlutabréf hækkuðu líka í verði þennan dag og hækkaði úrvalsvísitalan um 6,16% og hafði aldrei hækkað áður jafnmikið á einum degi. Bæði gengi krónunnar og hlutabréf hafa sveiflast nokkuð síðan. Þannig hefur hlutabréfavísitalan lónað meira og minna á bilinu frá 5.000 stigum upp í 5.400 stig frá því snemma í janúar. Segja má að þetta bil sé botninn – enn sem komið er. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði þetta um vaxtahækkunina: „Þetta er mesta hækkun sem hefur verið ákveðin í einu lagi af bankanum síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp 2001, sem sýnir auðvitað hinn mikla þunga sem býr að baki ákvörðuninni.“ 25. mars Lét tiL Skarar SkrÍða eftir pÁSkafrÍ Davíð Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.