Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
DAGBÓK I N
15. apríl
lýður í stjórn
Sampo
Sagt var frá því að Lýður
Guðmundsson, stjórnarfor-
maður Exista, hefði á aðalfundi
Sampo verið kjörinn í stjórn
félagsins. Exista er stærsti
hluthafinn í Sampo með 20%
hlut en hefur ekki áður átt full-
trúa í stjórn. Þess má geta að
Exista fær 16,5 milljarða króna
í arð af eign sinni í þessum
finnska tryggingarisa.
16. apríl
Gunnar Smári
hættur
Morgun blaðið sagði frá því að
Gunnar Smári Egilsson væri
hættur störfum fyrir Dagsbrún
Media sem
gefur út
fríblaðið
Nyheds-
avisen í
Danmörku
og kom
einnig að
útgáfu
bandaríska
fríblaðsins BostonNOW í
Boston, en útgáfu þess blaðs
hefur núna verið hætt.
Morgunblaðið sagði að
Gunnar Smári hefði staðfest
það við blaðið að hann væri
hættur hjá Dagsbrún Media.
Hefur hann verið fjarverandi í
nokkra mánuði þar sem hann
fór í fæðingarorlof um áramót.
Gunnar Smári sagði að hann
hefði ekkert ákveðið með fram-
haldið. Hann ætti inni gott frí
og hefði nóg að gera í barneign-
arfríinu, eins og það var orðað.
8. apríl
rúmEnÍu-ÞotAn á EinStöKu KynninGArvErði
Þetta er eitt af þessum málum sem
gjósa upp og verða risastór. Líklegast
vegna þess að þau snúast um prinsipp
fremur en krónur og aura. Um er að
ræða ferð forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra ásamt föruneyti á leiðtoga-
fund NATO í Rúmeníu. Um fátt hefur
verið meira rætt manna á meðal.
Kostnaður vegna leigu á einkaþotunni
nam 4,2 milljörðum króna.
En þennan dag sendi forsætisráðu-
neytið frá sér tilkynningu þar sem fram
kom að heildarkostnaðurinn vegna
þessarar ferðar ráðherranna og embætt-
ismanna til Rúmeníu hefði orðið um 3,7
milljónir króna hefði verið flogið með
áætlunarflugi.
„IceJet bauð leigu á þotunni á ein-
stöku kynningarverði, 4,2 milljónir króna.
Með því að nýta þann kost var hægt að
leggja af stað 2. apríl og komast heim 4.
apríl. Þá spöruðust um 5 vinnudagar alls
sem reikna má á u.þ.b. 200 þúsund kr.
og dagpeningar upp á um 100 þúsund
kr. Þetta fyrirkomulag gerði mögulegt
að nýta mánudaginn 1. apríl til funda-
halda, m.a. funduðu forsætisráðherra
og utanríkisráðherra með bankastjórn
Seðlabankans síðdegis 1. apríl. Í vélinni
eru 14 sæti og var ákveðið að bjóða fjöl-
miðlum þau fjögur sæti sem ónýtt voru.
Það þáðu þrír fjölmiðlar: Fréttablaðið,
Stöð 2 og Morgunblaðið. RÚV sendi
fréttamann til fundarins frá London,“
sagði í tilkynningunni.
Þá sagði í fréttatilkynningunni að
flogið hefði verið með 19 sæta flugvél
af gerðinni Jetstream 32 frá flugfélaginu
Erni til Kiruna í Svíþjóð á fund norrænu
forsætisráðherranna um alþjóðavæð-
ingu og áhrifa hennar. Í þá för fóru
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
ásamt fylgdarliði. Kom fram að með
þessu fyrirkomulagi hefðu sparast 1-2
ferðadagar. Kostnaður við leigu þot-
unnar var um 2,7 milljónir króna en
hefði orðið um 1,1 milljón með áætlunar-
flugi. Hótelkostnaður, sem ekki þurfti
að greiða vegna styttri ferðar, hefði
orðið 180 þúsund krónur. Dagpeningar,
sem ekki þurfti að greiða vegna styttri
ferðar, hefðu numið 187 þúsund krónum.
Ávinning í vinnusparnaði vegna færri
ferðadaga mætti meta á 360 þúsund
krónur.
Að þessu samanlögðu hefði kostn-
aðarauki miðað við að fljúga í áætl-
unarflugi verið tæplega 850 þúsund
krónur.
10. apríl
30% rAunvirðiSlæKKun ÍbúðAvErðS
Mikið fjaðrafok varð þennan dag þegar Seðlabankinn birti spá
sína um allt að 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði fram til
ársloka 2010. Bankinn hækkaði stýrivexti sína sama dag um
0,5%.
Fram kom í ræðu Davíðs Oddssonar, formanns banka-
stjórnar, að spá bankans væri sú að verðbólga næði hámarki
í 11% á þessu ári en verðbólgumarkmiðum yrði náð 2010 en
það ár yrði atvinnuleysi komið í 4%.
Þær umræður, sem fylgdu í kjölfarið
á meðal fasteignasala, voru á þá leið
að með þessari spá væri Seðlabankinn
að leggja línurnar með þeim hrikalega
hætti að enginn þyrði að kaupa fast-
eignir á næstunni því þær ættu eftir að
lækka í verði og viðkomandi að tapa.
Mátti heyra á fasteignasölum að
svona spá gæti ein og sér stöðvað alla
sölu á fasteignum á næstu mánuðum.
Gunnar Smári
Egilsson.
Davíð Oddsson.