Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 53

Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 53
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 53 e n g l a n e t Íslenskur engill Á síðasta ári setti Eggert Claessen sig í sam- band við David Grahame, framkvæmdastjóra LINC. Í kjölfarið var Eggert skráður inn í skoska englanetið LINC. Á síðasta ári setti Eggert Claessen sig í samband við David Grahame, fram-kvæmdastjóra LINC. Í kjölfarið var Eggert skráður inn í skoska englanetið LINC og hann hóf að fjárfesta í skoskum vaxtarfyr- irtækjum, í einu tilviki í samstarfi við mót- framlagssjóð Skota. Eggert varð svo hrifinn af útfærslu Skota á englanetum og stuðningi þeirra í formi mótframlagssjóðs að hann fór að kynna þessar hugmyndir hér á landi. Talverður áhugi var á málefninu en lítið gerðist fyrr en Klak- Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins tók verkefnið upp á sína arma. Þátttaka Eggerts í skoska englanetinu LINC gerir hann sennilega að einum fyrsta Íslend- ingnum sem gerist formlega viðskiptaengill.“ Af hverju gerðist þú viðskiptaengill? „Ég var búinn að vera í rekstri í um 25 ára skeið og árið 2002 ákveð ég að gera tals- verða breytingu á lífi mínu. Ég seldi mig út úr þeim fyrirtækjarekstri sem ég var í á þeim tíma og skráði mig í doktorsnám við Henley Management College í Bretlandi. Ég hafði engu síður enn mikinn áhuga að starfa í fyrirtækjarekstri, þó ekki lengur sem fram- kvæmdastjóri eða stjórnandi heldur frekar í tengslum við stefnumótun og eftirfylgni, og geta jafnframt tekið þátt í fleiri en einu verk- efni á sama tíma. Á ferlinum hef ég farið í gegnum sex fyrirtæki og lært mikið af því og þess vegna fannst mér það mjög spennandi þegar ég las um viðskiptaengla. Englar eru nefnilega ekki einungis í að fjárfesta heldur einnig í að gefa eitthvað til baka af sinni reynslu. Frumkvöðullinn er ekki einungis að fá peninga heldur einnig hlut af reynslu og þekkingu fjárfestis, þess vegna hefur þetta stundum verið kallað „peningar með sál“.“ Eru þá englar að vona að þeirra reynsla geti fleytt fyrirtækinu til frekari vaxtar? „Já, menn eru að vissu leyti í þessu til þess að geta haft meiri áhrif og hjálpað meira til við að móta reksturinn. Það er þessi þátttaka sem gerir viðskiptaengilinn talsvert frábrugðinn örðum fjárfestum og að fjárfesta í hlutabréfum markaði þar sem maður getur haft mjög lítil áhrif á reksturinn. Engillinn getur verið frum- kvöðlafyrirtækjum gríðarlega mikilvægur þar sem oft er það ekki fjármagnið sem er stærsti þröskuldurinn í vaxtaferli fyrirtækja heldur skortur á reynslu og þekkingu.“ Hver er hvatning viðskiptaengils til að fjárfesta? „Miðað við það sem ég hef kynnst þá er það yfirleitt að taka þátt í skemmtilegum verk- efnum. Auðvitað vilja menn græða í leiðinni. En það má ekki gleyma því að gróðinn getur verið samfélagslegur jafnt sem fjárhagslegur. Viðskiptaengillinn verður að gera sér grein fyrir því að það er ekki líklegt að öll verkefni verði arðsöm. Stundum er talað um að eitt af hverjum sex geti orðið mjög árangursrík og skilað þeirri margföldun sem viðskiptaeng- illinn gerir kröfu til. Það er stundum talað um að þumalfingursregla viðskiptaengils sé að miða margföldun ávöxtunar við þann árafjölda sem hann vinnur í verkefninu. Ef hann er eitt ár, þá er það tvöföldun, tvö ár þreföldum, þrjú ár fjórföldun og svo fram- vegis. Það eru árangursríku dæmin sem borga fyrir þau sem reynast risminni. Þess vegna er ávöxtunarkrafan há.“ Hvernig draga englar úr áhættu sinni? „Yfirleitt velja viðskiptaenglar verkefni sem tengjast því sviði sem þeir þekkja mjög vel og hafa þónokkur sambönd til að byggja á. Þeir reyna að velja einstaklinga sem þeir treysta og trúa á, að það sé fólk sem er líklegt til þess að leiða næstu skref fyrirtækisins. Þeir reyna að meta fyrirtækin á þeim upplýsingum sem liggja fyrir, það er að miklu leyti huglætt mat frekar en mjög vísindaleg nálgun. Yfirleitt er mjög erfitt að meta möguleika nýrra fyr- irtækja eða vaxtarmöguleika fyrirtækja. Það er líka einn kosturinn við viðskiptaengla að þeir eru tiltölulega fljótir að ákveða hvort þeir hafi áhuga á þátttöku eður ei.“ Er þörf fyrir viðskiptaengla og englanet á Íslandi? „Ef menn eru sammála um það að forsenda fyrir hagvexti til lengri tíma sé nýsköpun og að forsendan fyrir nýsköpun sé að miklu leyti fólgin í stofnun nýrra sprotafyrirtækja sem geta vaxið tiltölulega hratt þá er ekki spurning að englar og englanet geta verið mikilvægur þáttur í að slík fyrirtæki geti vaxið og dafnað.“ Eggert Claessen var á síðasta ári skráður inn í skoska englanetið LINC og hóf eftir það að fjárfesta í skoskum vaxtarfyrirtækjum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.