Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 59
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 59
„Á Íslandi eru fyrirtækin sterk og innvið-
irnir traustir en óstöðugleiki er vandinn,“
segir Jafet. „Við þurfum stöðugleika, stöð-
ugan gjaldmiðil fáum við ekki nema með því
að taka upp evruna og það gerist ekki nema
með aðild að Evrópusambandinu. Árásir
spákaupmanna á krónuna í vetur sýna að við
getum ekki búið við krónuna lengur.“
Og hvenær kemur þá að því að Ísland
verði Evrópusambandsþjóð? Við biðjum
Jafet að spá:
„Innan fimm ára verður Ísland komið í
Evrópusambandið. Það er einfaldlega efna-
hagsleg nauðsyn,“ segir Jafet. „Við þurfum
að kyngja ákveðnum skammti af þjóðarstolti.
Krónan er mikilvæg fyrir ímynd okkar sem
sjálfstæðrar þjóðar. Hún er okkar eigin gjald-
miðill en hvers virði er það þegar gengið stýr-
ist 80 prósent af spákaupmennsku?“
Í viðskiptum Jafets og félaga hans í Rúm-
eníu kemur þó krónan ekki við sögu. Allt er
í evrum.
Embættismaður yfirgefur ráðuneytið
Jafet hefur lengi verið áberandi í íslensku við-
skiptalífi. Hann er fæddur árið 1951, stúdent
frá Verslunarskólanum og viðskiptafræðingur
frá Háskóla Íslands.
Hann hóf feril sinn í iðnaðarráðuneyt-
inu að loku prófi árið 1977. Þá réði Gunnar
Thoroddsen þar ríkjum í ríkisstjórn sjálf-
stæðismanna og framsóknarmanna undir
forsæti Geirs Hallgrímssonar. Hann varð
deildarstjóri í ráðuneytinu og stjórnarmaður
í ríkisfyrirtækjum eins og Þörungavinnslunni
á Reykhólum og Steinullarverksmiðjunni á
Sauðárkróki. Þetta var meðan menn höfðu
enn trú á ríkisrekstri og fáir töluðu um
einkavæðingu.
Jafet vann hjá Þróunarfélagi Íslands og
þaðan lá leiðin út í einkageirann árið 1988.
Þá varð hann útibússtjóri Iðnaðarbankans í
Lækjargötu – síðar Íslandsbanka. Þaðan fór
Jafet 1994 til að taka við stjórn Stöðvar 2 í
tæp tvö ár.
Að því loknum hófst ferill hans sem fjár-
festis. Hann stofnaði Verðbréfastofuna árið
1996 og hún varð að VBS fjárfestingabanka
árið 2005. Hlut sinn í VBS seldi Jafet haustið
2006 og fékk þar peningana sem núna eru
úti að vinna fyrir sér í Rúmeníu og víðar.
Jafet og félagar hans hafa meðal annars lagt
fé í tvo veitingastaði á Bahamaeyjum. Þar er
hinn þekkti kokkur Völundur Snær Völund-
arson veitingamaður. Einnig er Jafet stærsti
eigandinn í Aðalskoðun og er þar stjórnar-
formaður.
Hatar utanlandsferðir
Eftir söluna á VBS fer Jafet daglega til vinnu
í Kauphallarhúsinu þar sem fjárfestinga-
félagið Veigur hefur skrifstofu. Þar er líka
til húsa JABO, félag sem Jafet á með Bolla
Kristinssyni sem kenndur er við Sautján.
JABO er eitt þeirra félaga sem á í Gigant
Construct í Rúmeníu.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
02
96
0
4/
08
Ókeypis áfylling á bílinn alla daga!
4
L
E
N
SS
K
A
IA
.I
S
/O
R
K
Eigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1
og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10 -12.
or.is • reykjavik.isÓkeypis hleðsla: Bankastræti • Kringlan • Smáralind
j a f e t s . ó l a f s s o n