Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 59

Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 59 „Á Íslandi eru fyrirtækin sterk og innvið- irnir traustir en óstöðugleiki er vandinn,“ segir Jafet. „Við þurfum stöðugleika, stöð- ugan gjaldmiðil fáum við ekki nema með því að taka upp evruna og það gerist ekki nema með aðild að Evrópusambandinu. Árásir spákaupmanna á krónuna í vetur sýna að við getum ekki búið við krónuna lengur.“ Og hvenær kemur þá að því að Ísland verði Evrópusambandsþjóð? Við biðjum Jafet að spá: „Innan fimm ára verður Ísland komið í Evrópusambandið. Það er einfaldlega efna- hagsleg nauðsyn,“ segir Jafet. „Við þurfum að kyngja ákveðnum skammti af þjóðarstolti. Krónan er mikilvæg fyrir ímynd okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Hún er okkar eigin gjald- miðill en hvers virði er það þegar gengið stýr- ist 80 prósent af spákaupmennsku?“ Í viðskiptum Jafets og félaga hans í Rúm- eníu kemur þó krónan ekki við sögu. Allt er í evrum. Embættismaður yfirgefur ráðuneytið Jafet hefur lengi verið áberandi í íslensku við- skiptalífi. Hann er fæddur árið 1951, stúdent frá Verslunarskólanum og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hóf feril sinn í iðnaðarráðuneyt- inu að loku prófi árið 1977. Þá réði Gunnar Thoroddsen þar ríkjum í ríkisstjórn sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. Hann varð deildarstjóri í ráðuneytinu og stjórnarmaður í ríkisfyrirtækjum eins og Þörungavinnslunni á Reykhólum og Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Þetta var meðan menn höfðu enn trú á ríkisrekstri og fáir töluðu um einkavæðingu. Jafet vann hjá Þróunarfélagi Íslands og þaðan lá leiðin út í einkageirann árið 1988. Þá varð hann útibússtjóri Iðnaðarbankans í Lækjargötu – síðar Íslandsbanka. Þaðan fór Jafet 1994 til að taka við stjórn Stöðvar 2 í tæp tvö ár. Að því loknum hófst ferill hans sem fjár- festis. Hann stofnaði Verðbréfastofuna árið 1996 og hún varð að VBS fjárfestingabanka árið 2005. Hlut sinn í VBS seldi Jafet haustið 2006 og fékk þar peningana sem núna eru úti að vinna fyrir sér í Rúmeníu og víðar. Jafet og félagar hans hafa meðal annars lagt fé í tvo veitingastaði á Bahamaeyjum. Þar er hinn þekkti kokkur Völundur Snær Völund- arson veitingamaður. Einnig er Jafet stærsti eigandinn í Aðalskoðun og er þar stjórnar- formaður. Hatar utanlandsferðir Eftir söluna á VBS fer Jafet daglega til vinnu í Kauphallarhúsinu þar sem fjárfestinga- félagið Veigur hefur skrifstofu. Þar er líka til húsa JABO, félag sem Jafet á með Bolla Kristinssyni sem kenndur er við Sautján. JABO er eitt þeirra félaga sem á í Gigant Construct í Rúmeníu. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 02 96 0 4/ 08 Ókeypis áfylling á bílinn alla daga! 4 L E N SS K A IA .I S /O R K Eigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10 -12. or.is • reykjavik.isÓkeypis hleðsla: Bankastræti • Kringlan • Smáralind j a f e t s . ó l a f s s o n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.