Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 70

Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Viðauki I við EES-samninginn verður að veruleika Ástæðunum að baki frumvarpinu er e.t.v. best lýst með orðum ráðherra í ræðu á aðal- fundi Landssambands sauðfjárbænda 10. apríl sl.: ,,Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma, en hann tók gildi hér á landi 1. janúar 1994, hafði Ísland undanþágu fá nokkrum veigamiklum málum á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar. Þessar und- anþágur féllu niður á ýmsum sviðum sjáv- arútvegsins árið 1999 en undanþágan hélt áfram hvað landbúnaðinn varðaði. Með til- komu nýrrar matvælalöggjafar í Evrópu- sambandinu, sem er samræmd fyrir allar tegundir matvæla, jafnt búfjárafurðir sem sjávarafurðir, lá ljóst fyrir að Ísland yrði að yfirtaka reglur ESB um búvöruframleiðslu, ef við ætluðum að halda stöðu okkar á innri markaði ESB fyrir sjávarafurðir og jafnframt að styrkja möguleika til útflutnings á land- búnaðarafurðum. Um tveggja ára skeið hefur verið unnið að samkomulagi um yfirtöku á viðauka I við EES-samninginn. Samkomulag þessa efnis var staðfest í sameiginlegu nefnd- inni í lok október sl. Samkomulagið felur í sér að samræmdar reglur gildi í aðalatriðum hér á landi og í löndum Evrópusambands- ins að því er varðar eftirlit með framleiðslu matvæla. En það er þó mikilvægt að við höldum áfram undanþágu varðandi lifandi dýr, þannig að slíkur innflutningur verður áfram bannaður. Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum sem nauðsynlegar eru samfara yfirtöku viðaukans. Reiknað er með að þessi nýja matvælalöggjöf komi að fullu til framkvæmda í lok október á næsta ári. Með tilkomu þessarar nýju mat- vælalöggjafar er ljóst að breytingar verða við innflutning á ýmsum matvælum. Vörur sem Evrópusambandið samþykkir eða við- urkennir eiga í heilbrigðislegu tilliti greiðan aðgang inn til landsins. Hins vegar er tolla- meðferð breytileg eftir uppruna vörunnar. Tökum dæmi af vöru frá Nýja–Sjálandi. Sé varan viðurkennd af Evrópusambandinu, á hún greiðan aðgang til landsins á grundvelli heilbrigðisreglna, en tollameðferð er önnur frá Nýja-Sjálandi en frá Evrópusamband- inu. Þá fellur niður krafa um þrjátíu daga „frystiskyldu“. Við þá breytingu verður ekki neinn greinarmunur gerður á frosnum eða ófrosnum vörum. Ísland mun á hinn bóginn eins og Noregur og Svíþjóð hafa leyfi til þess að krefjast sérstaks ,,salmonelluvottorðs“ á grundvelli svokallaðrar „viðbótartryggingar“. Þessi krafa er gerð með tilliti til góð ástands í þeim málum hér á landi og er mikilvæg til að vernda heilsu manna. Mér hefur fundist það nokkuð sérstakt að fylgjast með þeirri umræðu sem orðið hefur frá því að frumvarp það sem hér er gert að umræðuefni var lagt fram. Fyrir það fyrsta vegna þess að aðdragandinn að fyrirhugaðri lagasetningu hefur verið langur. Það eru liðin tvö ár eða svo frá því að hin pólitíska ákvörðun var tekin hérlendis um að lögfesta efni þeirra reglna ESB sem liggja til grund- vallar nýrri matvælalöggjöf. Í annan stað vegna þess að mér hefur fundist að einstaka menn – og það jafnvel menn sem ég ætla að telji sig ná máli í þjóðfélagslegri umræðu – láti eins og sá kostur hafi verið til staðar að hafna algjörlega því að taka upp efni þessarar löggjafar án þess að það hefði áhrif á stöðu matvælaframleiðslu okkar, hverju nafni sem hún nefndist...“ ,,...Það hefur nokkuð borið á því í umræðunni undanfarna daga, að menn ótt- ist að með hinni nýju löggjöf séu allar varnir landbúnaðarins brostnar og nú muni alls konar kjötafurðir flæða yfir án heilbrigð- isskoðunar og tollverndar. Þetta er auðvitað ekki þannig vaxið. Í fyrsta lagi felur þessi lagabreyting ekki í sér neinar breytingar á tollvernd. Og ég vil ítreka það sem ég hef sagt æ ofan í æ. Ég hef engin áform uppi um að ganga hraðar fram í lækkun tolla en alþjóðlegar skuldbindingar munu krefj- ast, nema gagnkvæmar tollaívilnanir fáist í staðinn til að styrkja útflutningsmöguleika landbúnaðarins í breyttum heimi. Það er nauðsynlegt að árétta að íslenskum stjórn- völdum ber að reyna að stuðla að því að greiða leið fyrir íslenskar framleiðsluvörur inn á erlenda markaði. Það hafa stjórnvöld alltaf og ævinlega gert og þannig verður það. Slíkt verður hins vegar ekki gert nema með gagnkvæmum samningum og eru hinir fjölmörgu fríverslunarsamningar okkar við aðrar þjóðir glöggt dæmi um það. Ég held líka að enginn sá sem til dæmis hefur átt í samskiptum við ESB, - sem ég tek þó fram að hafa verið almennt góð, - velkist í vafa um að þar á bæ muni menn nokkurn tíma opna glufur í tollmúra sína fyrir íslenskar fram- leiðsluvörur nema að fá eitthvað í staðinn. Þess vegna miðast þær viðræður sem nú eiga sér stað við það að ná samkomulagi sem fela í sér gagnkvæmar tollalækkanir sem báðir aðilar telja hagkvæma.“ Tillögur innflytjenda Svo mörg voru þau orð en svo virðist sem að þau hafi ekki náð eyrum allra eða a.m.k. vilji sumir skella skollaeyrum við þeim ein- földu staðreyndum sem felast í ummælum ráðherra. Hafa andstæðingar frumvarpsins haft sig mest í frammi í almennri umræðu en minna hefur farið fyrir skoðunum þeirra sem fagna boðuðum breytingum. Innflytj- endur matvæla eru meðal þeirra en þeir hafa um langt skeið barist fyrir lækkun tolla og vörugjalda sem og innflutningskvóta á land- búnaðarafurðum. Hugmyndir í þá veru hafa verið kynntar fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis og ýmsum þingmönnum. Frjáls verslun hefur undir höndum tillögur inn- flytjenda og helstu áhersluatriði þeirra. „Það hefur nokkuð borið á því í umræðunni undanfarna daga, að menn óttist að með hinni nýju löggjöf séu allar varnir landbúnaðarins brostnar...“ „Sláturhúsið á Hellu keypti 84% af kjúklingakvótanum frá Evrópusambandinu á árinu 2007 og nýtti hann ekki.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.