Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 74

Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 7. Stjórnkerfi Sífellt öflugri stjórnkerfi fyrir heimilið eru að koma á markaðinn, en þau tvinna saman stýringu á öllum þeim þáttum sem taldir voru upp hér að framan. Þannig má t.d. með einni fjarstýringu stilla ljós og hita, kveikja á hljómflutningstækjunum, flakka milli sjónvarpsstöðva og ræsa örygg- iskerfið. Þetta er þá jafnframt allt sam- tengt við stjórnstöð við útihurð, þannig að um leið og kveikt er á öryggiskerfinu þegar farið er frá heimilinu sér kerfið um að slökkva á ljósum og raftækjum sem þurfa ekki að vera í gangi, lækka hitann og draga fyrir alla glugga. 8. Heimilistölva Stór og mikil heimilistölva verður nátt- úrlega að vera til staðar, bæði fyrir hefð- bundna tölvuvinnslu og svo til að halda utan um ýmsa stafræna miðlun. Með því að tengja tölvuna við sjónvarpið og hljóðkerfið má svo spila hljóð- og myndefni beint úr tölvunni í sjónvarpinu og jafnvel taka upp sjónvarpsútsendingar. Með slíkri uppsetn- ingu er líka hægt að sýna stafrænu mynd- irnar í sjónvarpinu og spila tölvuleikina á 50 tommu flatskjá og heimabíóhljóðkerfi frekar en fyrir framan tíkarlegan tölvuskjá. 9. Harðdisksflakkari Flakkarar eru orðin þarfaþing hin mestu nú til dags. Með þeim má á einfaldan hátt taka öryggisafrit af öllum mikilvægustu gögnum heimilistölvunnar, þeir eru fínn geymslustaður fyrir eldri gögn sem maður vill létta af heimilistölvunni og svo eru þeir flottustu komnir með mjög góða skjái, þannig að hægt er að nota þá til að horfa á bíómyndir eða sjónvarpsþætti á ferðalag- inu. Að sjálfsögðu eru harðdisksflakkarar svo mjög hentugir á heimilum þar sem heimilistölvan er ekki tengd sjónvarpinu, þar sem þeir geta verið þægilegur milliliður milli tölvunnar og sjónvarpsins þegar kemur að því að spila stafrænt myndefni í sjón- varpinu. 10. iPhone Þótt farsímar séu e.t.v. strangt til tekið ekki heimilistæki heldur frekar svona per- sónuleg græja, þá er eiginlega ekki hægt annað en nefna þetta undratól frá Apple. Hér er kominn farsími, tónlistar- og mynd- spilari, handtölva, myndavél og internet- flakkari, allt í einum ofursvölum pakka. Þó svo það sé í raun ekki ætlast til þess að iPhone sé notaður utan Bandaríkjanna eru ótrúlega margir komnir með þennan síma hér á landi. Allir sem ég þekki sem eiga svona síma ganga um með mjög vafa- samt kjánaglott sem engin leið er að ná af þeim, þannig að eitt stykki iPhone fyrir helstu fjölskyldumeðlimi er óumdeilanlega nauðsynlegur hluti af því að halda hátækni- heimili. 11. Fingrafaralás á útidyrnar Það er náttúrlega afar gamaldags að nota hefðbundna lykla til að opna og loka hátækniheimilinu. Þess vegna er þjóðráð að setja fingrafaralás á útidyrnar, þannig að engin þörf sé lengur á að allt heimilis- fólk burðist með húslykla daginn út og dag- inn inn. Maður einfaldlega skellir puttanum á skynjarann og dyrnar opnast! Slíkir lásar geta skráð fjölda fingrafara, þannig að allir sem eiga lögmætt erindi á heimilið geta skráð sig í minni fingrafaralássins. 12. Sjálfvirk ryksuga Roomba-ryksugu-róbótinn er sennilega hvað frægastur úr Lottó-auglýsingunum, en þetta er ekkert grín – hvað er nútímalegra en að láta ryksuguna bara sjá um það sjálfa að halda heimilinu rykfríu? Það er einfaldlega kveikt á henni áður en farið er að heiman og svo þegar komið er heim aftur hefur ryksugan fækkað leiðinda húsverkunum um eitt. Svo á Roomba systur sem kallast Scooba og hún kann að skúra... 13. Sjálfvirk sláttuvél Fjarskyldur ættingi Roomba er MowBot- sláttuvélin, sem sér um að halda grasinu í skefjum yfir sumartímann. Eigandinn byrjar á að afmarka sláttusvæði garðsins með smáum rafmagnsvír, sem gerir það að verkum að sláttuvélin lendir ekki í neinum ógöngum. MowBot getur meira að segja 15 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.