Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
GK
YN
N
IN
G
Heimilistæki í hæsta gæðaflokki
Eirvík er verslun og þjónustufyrirtæki sem flytur inn og selur heimilistæki, hótel- og veitingatæki, innréttingar og gjafa-vöru. Meðal þekktra vörumerkja, sem Eirvík er með umboð
fyrir, má nefna: Miele, Liebherr, General Electric, Smeg, Elica, Fisher
& Paykel, Witt, Magimix, Cristel, Dacor og IP. Af mörgu er að taka
í glæsilegri verslun Eirvíkur. Hálfdán Guðmundsson verslunarstjóri
greinir frá nokkrum nýjungum í heimilistækjum sem verslunin selur:
„ Stærsta vörumerki okkar er Miele sem er þekkt fyrir gæði og glæsi-
lega hönnun. Gæði eru einkennandi fyrir vörurnar frá Eirvík. Ný lína
frá Miele samanstendur meðal annars af stærri og fullkomnari ofnum,
m.a. gufuofnum, nýrri kynslóð kaffivéla og vínkæla.
Kaffivélin á eftir að vekja mikla athygli hér eins og erlendis, enda
um byltingarkennda vél að ræða þar sem með því að styðja á einn
takka á upplýstum snertiskjá er hægt að velja á milli cappuccino,
espresso, latte macchiato og venjulegs kaffis og froðu. Kaffivélin er
felld inn í innréttingu.
Gufuofnarnir frá Miele eru góður kostur nú þegar umræðan um
hollan mat er ofarlega í huga fólks. Ofnarnir varðveita betur vítamín,
steinefni og prótein. Grænmetið hefur sama lit og þegar það var sett
inn í ofninn. Ofnarnir hafa vakið verðskuldaða athygli og umfjöllun.
Ný og endurbætt lína er nýkomin og viðtökurnar hafa verið mjög
góðar.“
Ein af merkilegum nýjungum hjá Eirvík eru háfar frá Elica.
„Þetta eru allt öðru vísi háfar en við höfum þekkt. Þeir eru ekki
með stálhólk upp í loft, heldur hanga þeir í vírum og skiptir ekki
máli hvort loftið er hallandi eða hátt til lofts, sem oft hefur verið
til vandræða. Háfurinn hangir í þeirri hæð sem óskað er og er lítið
mál að breyta um hæð. Þetta eru virkilega stílhreinir og fallegir
háfar sem minna meira á glæsileg stofudjásn og hafa vakið verð-
skuldaða athygli.“
Að lokum minnist Hálfdán á vínkælana sem koma frá Miele og
Liebherr: „ Þessir kælar njóta aukinna vinsælda og hægt er að fá þá
í mismunandi stærðum. Vínið er geymt í réttu hita- og rakastígi og
hægt að hafa kampavín, hvítvín og rauðvín í sama skápnum hvert
með sínu hitastigi. Þessir vínskápar eiga heima á öllum betri heim-
ilum. Stærri skáparnir eru ætlaðir til geymslu víns í lengri tíma og svo
eru það neysluskáparnir sem eru tilvaldir t.d. í eldhúsið, þá er vínið
geymt við bestu hugsanlegar aðstæður.“
EirvíkHálfdán
Guðmundsson,
verslunarstjóri
í Eirvík.
Prodomo er verslun í eigu S.Guðjónssonar ehf. sem m.a. hefur umboð fyrir
GIRA og BTicino rafbúnað, Modular og Kreon ljósabúnað og hefur í
áratugi boðið upp á hágæða tæknilausnir fyrir fagmenn og einstaklinga.
Hlíðasmári 1 / 200 Kópavogur / Sími 520 4545 / www.prodomo.is / prodomo@prodomo.is
Prodomo er glæsileg verslun fyrir framtíðarheimilið þar sem
lýsingu, hljóð- og myndlausnum er stýrt með háþróuðum
búnaði. Þú stjórnar lýsingunni í öllum herbergjum með
einföldum aðgerðum á snertiskjá og með innfelldu takkaborði
í veggnum stýrir þú hljóði í mismunandi herbergjum.
Prodomo býður einnig sjónvarpsspegla, myndkerfislausnir
og nýjustu hönnun í ljósum og ljósabúnaði. Í versluninni er
sérstaklega hannað hljóð- og myndherbergi þar sem gestir
geta upplifað nýjar víddir í hljóðstýringu.
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 8
0
6
8
5
Stærsta vörumerki
okkar er Miele
sem er þekkt fyrir
gæði og glæsilega
hönnun. Gæði eru
einkennandi fyrir
vörurnar frá Eirvík.
Ný lína frá Miele
samanstendur meðal
annars af stærri og
fullkomnari ofnum.
Hálfdán Guðmundsson verslunarstjóri.