Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 104

Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 104
fólk 104 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Nafn: Jóhannes Ingi Kolbeinsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 24. september 1969. Foreldrar: Kolbeinn Sigurðsson og Jónína J. Gunnarsdóttir (látin). Maki: Andrea Kristín Jónsdóttir. Börn: Þuríður, 24 ára, Jónína Jófríður, 14 ára, og Högni Steinn, 11 ára. Menntun: Rekstrarfræðingur frá Bifröst, BS í Strategic Management frá California State. University, Chico. MBA í International Business frá Schiller International University, Heidelberg og London. Jóhannes Ingi Kolbeinsson: „Ég hef mest gaman af því að ferðast innanlands, sennilega vegna þess að ég hef búið meiri­ hluta ævinnar erlendis.“ framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar JóhAnnes IngI KolbeInsson Kortaþjónustan ehf. býður söluaðilum betri kjör í daglegu uppgjöri á Visa og MasterCard kreditkortafærslum í samstarfi við PBS A/S (Visa og MasterCard í Danmörku). Framkvæmdastjóri er Jóhannes Ingi Kolbeinsson: „Samkeppninni, sem Kortaþjónustan kom með á markaðinn, var ekki vel tekið af þeim sem fyrir voru, en kæru á hendur fyrrum einokunaraðila lauk með sátt við Samkeppnis eftirlitið nú í ársbyrjun, þar sem þeir gengust við umfangsmiklum samkeppnislagabrotum og sömdu um háar sektarfjárhæðir. Síðan þá hafa samkeppnisað- stæður breyst mikið og hefur Kortaþjónustan tekið mikinn vaxtar kipp, sem staðfestir þörf- ina fyrir samkeppni á þessum markaði.“ Jóhannes er einn af stofnendum Korta- þjónustunnar: „Starf mitt hefur falist í upp- byggingu á fyrirtækinu í erfiðu samkeppn- isumhverfi. Enn meiri vöxtur er framundan, sem kallar á umfangsmikið uppbyggingarstarf. Við þjónum í dag um 15% af íslenskum fyrir tækjum og fer sú tala ört vaxandi.“ Jóhannes ólst upp í Luxemburg, en flutti heim á menntaskólaárunum: „Eftir að ég útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Bif- röst, tók ég BS-gráðu í stefnumótun í Cali- fornia State University í Chico og tók svo MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum í Schiller International University í Heidelberg og London. Eiginkona Jóhannesar er Andrea Kristín Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Intrum á Íslandi, og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn: „Fjölskyldan stundar hestamennsku og á nokkra hesta og er mikil tilhlökkun í að fara í hestaferð í sumar. Auk þess ætla ég að skella mér aðeins á sjóinn í vor með félögunum. Ég hef mest gaman af því að ferðast innan- lands, sennilega vegna þess að ég hef búið meirihluta ævinnar erlendis. Svo stendur til að fara á Formúlu 1 keppnina í Monza á Ítalíu í september, svona rétt fyrir leitir, en undanfarin ár hef ég tekið þátt í smala- mennsku hjá frændfólki mínu í Heiðarbæ í Þingvallasveit.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.