Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 104
fólk
104 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
Nafn: Jóhannes Ingi Kolbeinsson.
Fæðingarstaður: Reykjavík, 24.
september 1969.
Foreldrar: Kolbeinn Sigurðsson og
Jónína J. Gunnarsdóttir (látin).
Maki: Andrea Kristín Jónsdóttir.
Börn: Þuríður, 24 ára, Jónína
Jófríður, 14 ára, og Högni Steinn,
11 ára.
Menntun: Rekstrarfræðingur frá
Bifröst, BS í Strategic Management
frá California State. University,
Chico. MBA í International
Business frá Schiller International
University, Heidelberg og London.
Jóhannes Ingi
Kolbeinsson: „Ég hef
mest gaman af því að
ferðast innanlands,
sennilega vegna þess
að ég hef búið meiri
hluta ævinnar erlendis.“
framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
JóhAnnes IngI KolbeInsson
Kortaþjónustan ehf. býður söluaðilum betri kjör í daglegu uppgjöri á Visa og MasterCard kreditkortafærslum í
samstarfi við PBS A/S (Visa og MasterCard í
Danmörku). Framkvæmdastjóri er Jóhannes
Ingi Kolbeinsson: „Samkeppninni, sem
Kortaþjónustan kom með á markaðinn, var
ekki vel tekið af þeim sem fyrir voru, en kæru
á hendur fyrrum einokunaraðila lauk með
sátt við Samkeppnis eftirlitið nú í ársbyrjun,
þar sem þeir gengust við umfangsmiklum
samkeppnislagabrotum og sömdu um háar
sektarfjárhæðir. Síðan þá hafa samkeppnisað-
stæður breyst mikið og hefur Kortaþjónustan
tekið mikinn vaxtar kipp, sem staðfestir þörf-
ina fyrir samkeppni á þessum markaði.“
Jóhannes er einn af stofnendum Korta-
þjónustunnar: „Starf mitt hefur falist í upp-
byggingu á fyrirtækinu í erfiðu samkeppn-
isumhverfi. Enn meiri vöxtur er framundan,
sem kallar á umfangsmikið uppbyggingarstarf.
Við þjónum í dag um 15% af íslenskum
fyrir tækjum og fer sú tala ört vaxandi.“
Jóhannes ólst upp í Luxemburg, en flutti
heim á menntaskólaárunum: „Eftir að ég
útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Bif-
röst, tók ég BS-gráðu í stefnumótun í Cali-
fornia State University í Chico og tók svo
MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum í Schiller
International University í Heidelberg og
London.
Eiginkona Jóhannesar er Andrea Kristín
Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Intrum á
Íslandi, og eiga þau þrjú börn og eitt barna-
barn: „Fjölskyldan stundar hestamennsku og
á nokkra hesta og er mikil tilhlökkun í að fara
í hestaferð í sumar. Auk þess ætla ég að skella
mér aðeins á sjóinn í vor með félögunum.
Ég hef mest gaman af því að ferðast innan-
lands, sennilega vegna þess að ég hef búið
meirihluta ævinnar erlendis. Svo stendur
til að fara á Formúlu 1 keppnina í Monza
á Ítalíu í september, svona rétt fyrir leitir,
en undanfarin ár hef ég tekið þátt í smala-
mennsku hjá frændfólki mínu í Heiðarbæ í
Þingvallasveit.“